Heima er bezt - 01.10.1955, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.10.1955, Blaðsíða 23
Nr. 10 Heima er bezt 311 maður látinn fara á fund Maren- ar, að segja henni hversu skap- illur og stór Oddur væri orðinn vegna fjarvista hennar. „Hvað skal hann með konu, sem ekki harn kann gjöra“, ^varaði hún. Var Maren þá með barni, en lax- veiðimanni frá Reykjavík kennt. Vegna þess að hún átti engan samastað, lét hún tilleiðast og fór heim aftur. Varð Oddur feg- inn hennar komu, og sagðist vilja hafa veizlu við slíkan gleðifund. Taldi Maren það ei sanngjarnt sín vegna, að þurfa að fara að erfiða og bjástra í veizlum, þá er skammt mundi þar til hún fæddi barn. Varð þá eigi af því, og ól hún sveinbarn frítt, sem var vatni ausið og skírt Vandráður Hlöðvisson. Oddur brást fár við, þótti ómannlega goldin umhyggjan, að kenna barnið annars son, þá er hann gengi því í föðurstað. Maren mælti: „Eigi skal hér um muna, og vil ég gera þér kosti tvo, hinn fyrri, að þú látir drenginn einsk- is gjalda í neinu, og hann haldi því heiti er hann hefur nefndur verið“, ella að öðrum kosti verði hún á brott hlð skjótasta. Oddur gekk út og hugsaði málið vel og lengi, kom hann síðan inn aftur og sagði: „Sveininn skal ég ei hræra í neinu, en aftra mátt þú ei honum þess að kalla mig pabba, þá er honum þroskast mál“. „Sjáum hverju að stefnir, og skulum vér ei deila“, mælti Maren. Var nú kyrrt um hríð, og bar ekkert sérstakt til tíðinda. í héraði var ekki tíðbært um þess- ar mundir. Undu menn að búum sínum, og bjuggu að. Voru Smá- löndin vel setin, og höfðu vaxið þar efni, bæði lausir aurar og gangandi fé. Höfðu þeir bræður fengið orð fyrir fastheldni og ágirnd. Reyndar höfðu þeir litla hugmynd um það sjálfir, því þangað voru fremur strjálar ferðir, og var lítt á það minnst. Niðurl. næst. Þegar stigi stendur upp við múrvegg myndar hann ásamt jörðinni og veggnum eins konar þríhyrning. f gamla daga var haldið að það væri eitt af tákn- um kölska. Það er ástæðan fyrir því að margir veigra sér við að ganga undir stiga. Bjarni Sigurðsson: Um hirðingu búfjár í gamla daga Sakir þess, að ég hef hvergi séð nákvæma lýsingu á því, hvernig húsdýrin voru fóðruð, fyrst þegar ég man eftir (fyrir 80 árum) og áður, fer lýsing á því hér á eftir. Ætlast ég til þess, að eigi verði villzt á því, að þessi lýsing snertir ekki það tímabil, er ný tækni fer að ryðja sér til rúms og nýjar jarðabætur valda byltingu í landbúnaðinum, og heyfengur eykst og kemur í veg fyrir fóðurskort. Ég er bóndason- ur og alinn upp í sveit og því kunnugur hinum fyrri búnaðar- háttum. Jafnframt hef ég kynnzt búnaðarháttum áður fyrr, um allt Suðurland og Austurland, og munu þeir að ýmsu hafa verið svipaðir um allt land. Hafði ég vænst þess, að Dýraverndarinn birti eitthvað hér að lútandi, en svo er ekki. Að mestu snertir lýs- ingin aðbúnað útigangsfjár á hörðum vetrum. En hér er fleira athugunarvert, sem snertir nú- tíð ekki síður en fortíðina og jafnframt hag bóndans og vel- líðan dýranna. Hér á ég við hagaþrengslin, bæði í heimahög- um og afréttum. Sýna ný lög um ítölu í afrétti, að hér er um úr- ræði í vandasömu máli að ræða, þó að tvísýnt sé um árangur. Mun þessi tilraun löggjafans vera sprottin af þeim vandræð- um, sem áframhaldandi upp- blástur í afréttarlöndunum veld- ur. Þá er það alkunna, hve vönt- un á skjóli eða afdrepi fyrir fé og aðra gripi, bæði í heimahög- um og afréttum, er mikið mein, þegar illviðri geysa á sumrin. Vöntun afdrepa er sérstaklega áberandi, þar sem fé helzt við á melum og sléttléndi og engin skýli eða afdrep eru til, frá nátt- úrunnar hendi. Hingað til hefur móður náttúru verið ætlað að sjá fyrir þessu. Þetta er því nýmœli að ætlast til þess, að byggð séu skýli eða afdrep fyrir gripi til að hlaupa í, þegar aftaka veður eða stórrigningar eiga sér stað á sumrin, vorin eða haustin. Hlýhugur og vinátta til dýr- anna er mikilsvirði. En hvort- tveggja á að vera undirstaða og lyftistöng til almennra úrbóta, svo að dýrunum líði vel. Það verður að viðurkenna, að margt er gert til þess að koma í veg fyrir uppblástur og sandfok í byggðum landsins. En afrétt- irnir hafa ennþá orðið útund- an. Þar heldur uppblásturinn á- fram, því að enn er ekki fundin aðferð til að koma í veg fyrir hann í afréttarlöndunum. Sú hugsjón vakir þó í hugskoti mínu, að slík aðferð muni finn- ast, er fram líða stundir. Má þá vera, að hún sé sprottin af þeirri ósk, að hagur bænda batni og húsdýrunum líði sem bezt. Engu að síður tel ég hana mjög eðli- lega og er í engum vafa um, að hún mun rætast. Þess vegna læt ég hana koma fram hér á eftir. Hið ótrúlegasta rætist á þessari tækninnar miklu öld. Má í því sambandi minna á, að gamlir menn muna eftir því, að i æsku þeirra og fram eftir aldri voru engir vegir til, gerðir af manna höndum, engar brýr, engir bíl- ar og engar flugvélar. Aðeins dreymdi hugsjónamenn ýmis- legt hér að lútandi, samanber flugklæðið o. fl. Allt hefur nú þetta orðið til á örstuttum tíma, ásamt rafmagn- inu. Eins skilst mér, að unnt mundi verða að koma í veg fyr- ir uppblástur afréttarlandanna, þegar umbótafrömuðir og hug- vitsmenn leggja sig fram til þess að finna hinar réttu leiðir til þess. Þessum inngangsorðum fylgir lýsing á meðferð húsdýra áður fyrr: Horfellir er jafngamall bú- setu á íslandi. Flóki Vilgerðarson (Hrafna-Flóki), sem gaf landinu hið fagra nafn, felldi húsdýr sín úr hor. Hungurvofa húsdýranna nam því land hér, ásamt land- námsmönnunum. Og síðan á landnámstið hafa íslendingar misst fé og hesta og stundum kýr,, þegar illa hefur árað og harðir vetrar hafa komið. Að- eins dugmestu og framsýnustu

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.