Heima er bezt - 01.10.1955, Side 24
312
Heima er bezt
Nr. 10
bændur hafa komizt hjá hor-
dauðanum. Allir geta skilið, hve
mikið tjón hefur leitt af þessu
fyrir bændastétt landsins og
jafnframt fá menn skilið þær
miklu kvalir, sem skepnurnar
liðu, sem dóu slíkum dauða. En
það er óskráð saga um allar þær
hungurkvalir, sem fénaður leið,
þó að hann héldi, grindhoraður,
lífi. Það eru ekki til nákvæmar
sagnir um þá miklu harðneskju,
sem fénaður var beittur, til þess
að reyna að draga fram líf hans,
án þess að gefa honum fóður,
sem þá var ávallt til af skornum
skammti.
Góðir fjármenn voru þeir
taldir, sem kunnu bezt skil á því,
að halda fénu vel til haga og
gefa því ekki hey, nema hungr-
ið syrfi mjög að, eða í stórhríð-
urn og byljum, þegar því voru
aliar bjargir bannaðar úti. Og
þá var þó ekki gefin nema hung-
urgjöf. Féð þurfti að vera hungr-
að, þegar það kom úr húsunum,
svo að það gæfi sig sem bezt að
beitinni. Svo var harðneskjan á-
takanlega mikil, að ef grimmd-
arfrost var og féð hætti að bíta,
sökum kulda, en hélt fótunum
upp á víxl og þegar það var
komið að því að kala, var hund-
inum sigað á það. Tók það þá
sprett og nýtt líf færðist í fætur
þess. Ef lítið var um haga, og
fjármaðurinn var hræddur um,
að beitin nægði ekki, þreifaði
hann undir kviðinn á fénu og
lyfti honum upp nokkrum sinn-
um, og var hann þá að gizka á
og meta fóðurbyrgðir magans.
Liti hann svo á, að ekki væri hálf
kviðfylli fjárins, gaf hann því lít-
ils háttar af heyi, ella ekkert. Öll
fjárgæzlan áður fyrr var miðuð
við það, að féð skrimti af, eins
og það var kallað, og hið dýr-
mæta, litla fóður entist, svo að
það félli ekki úr hor. Þetta var
hlutverk hinna góðu fjármanna
og það leystu þeir af hendi með
mikilli nákvæmni, umhyggju og
samvizkusemi. En til voru þeir
menn og bændur, sem áttu ekki
kosti hinna góðu fjármanna og
létu féð afskiptalaust með öllu
og létu hendingu ráða, hvernig
tókst til um lífsafkomu þess.
Komu þá oft skörð í fjáreign
þeirra. Það hraustasta lifði.
Hér hefur í stuttu máli verið
drepið á ýmislegt, er bendir á
þjáningasögu húsdýranna. En til
er önnur hlið, sem sneri og snýr
að bændunum, fátækum mönn-
um, með mannmargar fjöl-
skyldur og svo lítinn bústofn, að
hann mátti ekki minni vera, til
þess að unnt væri að verja heim-
ilið tilfinnanlegum skorti. Sum-
ir bjuggu á rýrum kotum, bar
sem lítill heyskapur var og reit-
ingssamur, og aðrir bjuggu á
hinum svo nefndu útigangsjörð-
um og varð þar aðallega að
treysta á beitina. Hér við bætt-
ist svo, að þá var mikill þekk-
ingarskortur á öllum umbótum
í búnaði. Þá voru vélar ekki til
og tæknin óþekkt. Það er tiltölu-
lega stutt síðan að rofa tók til á
því sviði. Bændur áttu því áður
fyrr mjög erfiða aðstöðu. Það
reyndist víða því nær ókleyft að
afla nægilegra heyja til að
standast vonda vetur, sem komu
sjaldan, en lítinn bústofn máttu
þeir ekki minnka. Þeir voru því
þarna á milli tveggja elda. Ann-
ars vegar voru þarfir heimilanna
og hins vegar óttinn við missi
fjárstofnsins, eða hinn óttalega
felli.
En þegar svo harðir vetrar
komu og menn sáu fram á, að
heybyrgðir mundu ekki endast,
leið þeim engu betur en skepn-
unum, sem þjáningar hungursins
þoldu. Eru um þetta mörg dæmi
og sum mjög nærtæk.
Þó að tiltölulega sé stutt síðan
verulegar umbætur hófust í
búnaði, eru þær orðnar furðu
miklar og fer óðum fram. Enn
eru margir á lífi, sem muna eftir
mykjulaupum, torfkrókum, torf-
ljám, pálum, ristuspöðum, reið-
ingum, lestaferðum, brennslu á
áburði og fleiru. En nú er þetta
orðið úrelt og annað betra kom-
ið í staðinn. Engu að síður eru
framfarirnar ennþá í byrjun og
eiga eftir að ná ótrúlega mikl-
um vexti. Mun þá hverfa með
öllu hin ómennskulega og illa
meðferð á húsdýrum, meðal ann-
ars vegna þess, að tvímælalaust er
langmesti hagur fólgin í því að
fara vel með þau, bæði vetur og
sumar. Það brestur nefnilega æði
mikið á, að vel sé farið með þau
á sumrin, þar sem þeim er víða
ekkert skjól ætlað í hrakviðr-
um, ef þau eru ekki til frá nátt-
úrunnar hendi. Og þar að auki
er alltof mörgu fé og hrossum
beitt á sumrin á gróðurlítið
land og uppblásið, svo að móðir
náttúra getur ekki fætt þessi
ófrjálsu börn sín um hásumarið.
Sönnun fyrir þessum ummælum
mínum er meðal annars að finna
í lögum frá Alþingi um ítölu í
afréttarlönd. Þau lög, nýlega til
orðin, eru sprottin af því, að fé
kom magurt af afrétti að hausti.
En nú er byrjað að roða fyrir
bjartari og betri tímum. Ný
áburðarverksmiðj a er farin að
framleiða áburð og vafalaust
kemur önnur seinna, miklu
stærri og fullkomnari. Mun
henni verða ætlað það hlutverk,
auk áburðarframleiðslu, að
vinna að vísindalegum rann-
sóknum á ýmsum sviðum. Með-
al annars hlýtur henni að verða
fengið það hlutverk að finna þá
áburðartegund, eða áburðar-
blöndu, sem kemur í veg fyrir
sandfok og uppblástur, um leið
og hún frjóvgar og græðir.
Tæknin verður þá orðin svo full-
komin, að flugvélar dreifa hin-
um nýju áburðartegundum á
sanda og uppblásið land og önn-
ur gróðurlaus svæði. Verður þá
fyrir alvöru gengið að því, að
„græða foldarsárin“ og ekki hætt
fyrr, en landið er grasivaxið
milli jöklanna og byggðanna og
í byggð. Þar verður ekki látið
staðar numið, fyrr en hver ein-
asti gróðurlaus blettur er orð-
inn eftirsótt beitarland eða
slægjur. Öll afréttarlönd lands-
ins verða þá samfelld hvann-
græn gróðurbreiða, þar sem eyð-
ing eldfjalla er ekki til.
Afleiðing þessara framfara
yrðu margs konar. Landið okk-
ar fagra yrði ennþá fegurra og
eftirsótt af ferðamönnum. Fríð-
ur og hraustur fjárstofn mundi
fylla afréttarlöndin og gefa
bændum margfaldan ávöxt.
Góðum bújörðum og býlum
mundi fjölga árlega, þar til
landið okkar góða og yndislega
yrði fullsetið af hraustum
bændum, heilbrigðum á sál og
líkama, sem mundu telja það ó-
samboðið virðingu sinni að fara
illa með nokkra skepnu. Þá
mundi ísland verða talið bezta
land í heimi og eiga það hrós
skilið.