Heima er bezt - 01.10.1955, Side 26

Heima er bezt - 01.10.1955, Side 26
314 Heima er bezt Nr. 10 úr þessum dreng“. Hans Christian heyrir ekki hvað konurnar segja, því að. hann er svo niðursokkinn í leik- inn. „Jæja, þá það“, segir konan, „en ef eitthvað á að verða úr honum, þarf hann víst að læra eins og aðrir“. „Hann er nú svo einkennilegt barn“, segir móðirin aftur, „en honum gengur vel í skólanum“. „Já, víst er hann duglegur og góður drengur", heldur konan áfram, „en það er eitthvað bog- ið við að svona stór strákur sé alltaf að leika sér að brúðum og þessu leikhúsi sínu“. „Það er af því að hann fer oft í leikhúsið“, segir móðirin, „hann hefur meira að segja samið leikrit sjálfur“. „Já, já. Hann hefur lesið það fyrir mig. Hvað kallaðirðu leik- ritið, Hans Christian?" „Abor og Elvíra“, svarar drengurinn. „Ha, ha! Þú hefðir heldur átt að kalla það aborra og þorsk“, segir konan illkvittnislega í því að hún hverfur. „Hún er að hæðast að mér“, segir Hans Christian. „Kærðu þig ekkert um það“, segir móðirin hughreystandi. „Það er bara af því að drengur- inn hennar hefur ekkert leikrit búið til“. Anna María stendur upp. „Ég verð að sækja eitthvað í matinn í búðina“, segir hún. „Já, ég bíð“, svarar amma. Nágrannakonan heyrir vel; þegar hún verður þess vör að Anna María fer, gægist hún aft- ur yfir girðinguna: „Er Anna María farin?“ hvíslar hún. „Ég ætla að rabba dálítið við ykkur. Drengurinn þarf ekki að heyra það“. „Hafið þið heyrt það, sem tal- að er?“ spyr konan. „Það er sagt svo mikið — já, það er víst um það“. „Ég hef sama sem heyrt það sjálf“, segir konan lágt. „Það er hræðilegt, en það er alveg á- reiðanlegt“. „Látum okkur heyra hvað það er“, segir amma. „En hafðu það ekki eftir mér“, segir konan, „og ég segi ekki, hver sagði mér það, ég nefni engan — en það segir, að hún drekki af stútnum". „Lítil fjöður getur orðið að fimm hænum, já, svo sannar- lega. Ef þú ættir að standa í kaldri ánni og þvo fyrir aðra, gæti það hent sig, að þú bragð- aðir á brennivíni til þess að ylja þér innvortis“. „Mér fannst, að þú ættir að vita það“, segir konan. „Þú heyrðir, að hún ætlaði til kaup- mannsins. — Það er líka vegna drengsins. En nú kemur Anna María og svo fer ég“. Anna María setur frá sér körf- una í eldhúsinu og kemur út í garðinn, ásamt gömlu konunni sem kann að spá, hefur hitt hana á strætinu. Hún hefur á- hyggjur út af framtíð drengsins. Nú er maðurinn dáinn og þá getur hún farið frjáls ferða sinna til spákonu og stundað hjátrú, eins oft og henni sýn- ist. Hún notar tækifærið og tekur spákonuna með heim. Amma og spákonan fagna samfundunum. Gömlu konurnar setjast á bekkinn. Anna María segir frá drengnum og er hróðug af honum, af því, að hann er svo merkilegt barn. „Ég vil nú, að hann verði klæðskeri“, segir hún. „En hann er svo sérvitur, og guð minn góður, ég vil ekki annað en allt hið bezta fyrir hann“. Gamla konan kallar á drenginn til sín og biður um að sjá hendina á honum. „Merkilegt! Merkilegt!“, segir hún og konurnar horfa á hana í ofvæni. „Þú ferð ekki beinustu leið- ina, drengur minn!“ segir hún. „Hvað sérðu? Hvað sérðu? spyr móðirin. „Það er bæði gott og illt“, heldur spákonan áfram. „Það lítur út eins og hann eigi eftir að komast langt út í veröldina, yfir stóra hafið“. „Hans Christian!“ segir Anna María og klappar saman lófun- um. „Sonur þinn verður mikill maður“, segir spákonan. Þetta er spennandi í eyrum nágrannakonunnar og nú stingur hún höfðinu milli trjánna. Spákonan heldur áfram: „Ein- hverntíma verður Odense upp- ljómuð þín vegna, Hans Christi- an.“ Þetta er of mikið fyrir móður hans, hún grætur af hrifningu, amma þurrkar augun líka. „Ég vissi það, ég vissi það,“ segir amma. En Hans Christian lokar aug- unum og hvíslar: „Ég verð frægur“. Kunningsskapur. „Það er sagt, að Anna skó- smiðsins ætli að gifta sig aftur,“ er vana viðkvæðið hjá nágrönn- unum. „Ja, hví ekki,“ segja sumir. „Hún er dugnaðarkona og drengurinn er föðurlaus". En aðrir verða hneykslaðir. Tveim árum eftir dauða Hans Andersens kemur nýr skósmiður á heimilið. Það er Níels Jörgen- sen Gundersen. Hann er orðinn stjúpi Hans Christians. Hans Christian sættir sig við breytinguna, það getur ekki verið öðruvísi. Honum finnst raunar einkennilegt, að sjá ann- an mann í sæti föður síns, en hann skilur líka, að mamma hans hefur of erfitt með að fæða þau bæði. — Þessi nýi pabbi er honum góð- ur og lætur hann ráða hvað hann gerir og meira krefst Hans Christian ekki. Hann heldur áfram með leik- listina, les upp úr leikritunum, þegar tækifæri gefst og fær bækur að láni allsstaðar. Fólk tekur eftir þessum bók- hneigða dreng. Hann talar við marga og fær marga kunningja. Þegar nágrannakonan stríðir honum, hverfur hann á brott úr garðinum. Hann hleyflur þá til maddömu Bunkeflod. Hún býr nokkrum húsum lengra burtu. Hún er prestsekkja, og systir manns hennar býr hjá henni. Prestur- inn var skáld og orti nokkrar vísur og kvæði. Konumar tala með stolti um hann. Maddama Bunkeflod kennir Hans Christi- an að sauma brúðuföt og lánar honum bækur. Þessi gáfaði drengur lýsir upp hina ein- manalegu tilveru þeirra. En hversu undrandi varð hann ekki, þegar hann situr í fyrsta skipti í vistlegu stofunni þeirra, með

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.