Heima er bezt - 01.10.1955, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.10.1955, Blaðsíða 28
316 Heima er bezt Nr. 10 Honum finnst hann vera svo fínn, að allir hljóti aS horfa á sig. Meðan á fermingarathöfninni stendur, fer hann að hugsa um háu stígvélin sín aftur, en þá verður hann svo hræddur, að hann biður guð um fyrirgefn- ingu, en fer svo aftur að hugsa um stígvélin. Hans Christian skelfist við hugsunina um að gerast lærl- ingur í klæðskeraiðn; en nú segir mamma hans, að hann verði að fara að vinna eitthvað gagnlegt. Dag nokkurn tekur hann sparibaukinn sinn, eða grísinn, ofan af hyllu, brýtur hann og fer að telja peningana. Sjáum til, það eru 13 ríkisdalir. 13 ríkisdalir, það er meira en nóg til þess að komast til Kaup- mannahafnar. Hann biður og grátbænir móð- ur sína um að gefa sér leyfi til að fara til Kaupmannahafnar og höndla hamingjuna. Anna María veit ekki sítt rjúkandi ráð. Getur hún sent slíkan dreng til höfuðstaðarins? Drenginn hennar! Gleði og stolt hennar; hvernig á hún að lifa án hans? En hégómagirnd hennar verð- ur ofan á. Kannske verður hann eitthvað mikið. Hvað sagði ekki spákonan. Hann átti að fara yfir stórt haf. Hún sagði líka, að hann myndi verða mikill maður og frægur. Getur hún þá sagt nei? Út í heiminn. Nú er ákvörðunin tekin. Hans Christian þekkir enga lifandi sál í Kaupmannahöfn. Hverja lang- ar hann mest til að hitta? Auð- vitað leikara. Hann hleypur til einhvers þekktasta borgara bæj- arins, Iversens prentara, en hann þekkir alla leikara, sem koma til Odense. Iversen verður að hjálpa honum. Iversen horfir dálitla stund á þennan ákafa dreng. Honum finnst þetta vera heimskuflan og ræður honum til þess að læra einhverja iðn. Nú, þetta þekkir hann frá fornu fari! „Það væri áreiðanlega mikill skaði“, segir Hans Christian djarflega við manninn, sem hann á svo mikið undir. Iversen hrífst af kjarki drengsins og fær áhuga á honum. Hann gefur honum meðmælabréf til dansmærinnar, frú Schall. Hamingjusami drengurinn í- myndar sér nú að hann hafi yf- irunnið fyrstu erfiðleikana. Frú Schall mun áreiðanlega hjálpa honum! Hann flýtir sér heim og nú er í mörgu að snúast. Póst- urinn, sem fer til Nýborgar, lof- ar að taka hann með fyrir þriggja dala fargjald sem auka- farþega. Dótið hans er sett í poka og brátt leggur hann af stað. Hans Christian kveður fóstra sinn. Hann snýr sér ennþá einu sinni við í dyrunum og lítur á dragkistuna með smáhlutunum á, myndirnar á veggnum og bókahilluna. Hann veifar til ná- grannanna í kveðjuskyni og fer með móður sinni út fyrir borgar- hliðið. Hann er niðursokkinn í hugs- anir sínar. Ferðin til Kaup- mannahafnar er löng, en nú er ævintýrið að byrja. Fyrst með póstvagninum, svo á skipi yfir Stórabelti — aftur aka — og loks kem ég til Kaupmanna- hafnar. Hann tekur upp pyngju sína og lítur í hana — 13 ríkisdalir — af þeim á pósturinn að fá þrjá, svo eru tíu eftir. Ég kemst áfram! Ég þarf ekki mikið að borða. — Bara að ég komizt í leikhúsið: Ég vil verða frægur! — En fyrst verður mað- ur að ganga í gegnum svo hræði- lega mikið illt, og svo verður maður frægur! Nú kemur amma á móti þeim. „Ó, guð minn góður, er strákur- inn nú að fara!“ Þau nema stað- ar við borgarhliðið. Anna María stillir pokanum hans upp við vegginn. „Gleymdu nú ekki föt- unum þínum í vagninum eða á skipinu, drengur minn“. Hans Christian heyrir það ekki. Hann hefur fengið svo mörg góð ráð síðustu dagana, að hann er hættur að heyra þau. „Þú ert svo fínn“, segir amm- an, „en villtu nú ekki heldur vera hérna hjá okkur?“ „Nei, amma, ég ætla út í heim- inn“. Einn af kunningjum mömmu hans kemur til þess að kveðja drenginn. „Það verðuf dáiítið einmanalegt hjá þér á eftir, Anna María,“ segir hún. „Ef það er honum fyrir beztu, þá sætti ég mig við það“. Konan virðir hann fyrir sér. „Nógu fínn er hann! Hann er sjálfsagt í fermingarfötunum". „O, nei, það eru fötin hans pabba hans, sem ég bað sauma- konuna að sníða upp handa hon- um fyrir lítið“, segir Anna María. Amma horfir hreykin á dreng- inn, segir: „Buxurnar eiga víst að vera utan yfir stígvélunum, en hann vill hafa þær niðrH þeim, svo að nýju stígvélin sjáist betur!“ „Hahn kemst áfram“, segir konan. „En ferðin hlýtur að vera dýr?“ „Við vörum svo heppin, að pósturinn tók hann 'með, gegn þriggja dala greiðslu, og hann hefur safnað 13 dölum sjálfur“. „Hvaðan hefur hann fengið alla þessa peninga?" „Hann gekk með leikhúsaug- lýsingar um bæinn og hefur líka verið á leiksviðinu í vetur. Hann getur ekki um annað hugsað en leiklistina". „Ojæja“, segir konan. „Þeir tala ekki um annað í bænum en eintóma leikara. Þeir eru víst skrítnir náungar og líkjast sjálf- sagt ekki okkur hinum. — Nú, þú ætlar að sleppa honum frá þér, Anna María. „Já. Hans Christian hefur allt- af verið góður drengur og það verður hann framvegis, og hann hefur lofað, að skrifa mér löng bréf“. Amma þurrkar sér um augun: „Já, við getum ekki sagt annað en allt hið bezta um hann“. „Það er samt skrítið, að þú skulir geta skilið þig við hann,“ segir konan. „Létt er það ekki“, andvarpar móðirin, „hefðum við bara getað komið honum á skrifstofu hér í bænum, hefði það verið gott, því að það langaði hann. Eða ef að hann hefði orðið klæðskeri, eins og Stegmann klæðskerameistari, hefði ég ekki kosið það fínna. — En látum hann sjálfan ráða. Honum er létt um að afla sér kunningja og allir eru honum

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.