Heima er bezt - 01.10.1955, Síða 29

Heima er bezt - 01.10.1955, Síða 29
Nr. 10 Heima er bezt 317 góðir. Sjáðu Guldberg liðsfor- ingja, þennan fína mann, hann tók drenginn með sér til Christ- ians prins, þegar hann var hérna. Frú Bunkeflod hefur líka mesta dálæti á honum“. Nú heyrist blásið í póstlúður- inn inni í bænum; eftir nokkur augnablik rennur kveðjustundin úpp. „Hvað ætlarðu að gera í höfuð- staðnum?“ spyr konan. „Stunda leiklistina“, svarar drengurinn. Nú kemur guli póstvagninn út að hliðinu. Amman faðmar Hans Christ- ian að sér og gefur honum poka með brjóstsykri. Hvorugt þeirra grunar, að þau eigi ekki eftir að sjást framar. Anna María ætlaði ekki að geta sleppt honum, en nú verður hún þó að láta undan. Farþegi einn, kona, lofar að leiðbeina honum á leiðinni, svo sveiflar pósturinn keyrinu, hestarnir rykkja í og hjólin fara að snúast. Amma og Anna María standa þarna með tárvot augu. Hið bezta, sem þær áttu, var nú tekið frá þeim. Veröldin er orðin svo fátækleg. — Inni í vagninum sit- ur slánalegi drengurinn, 14 ára gamall, og er að byrja hið mikla ævintýri lífs síns. Nú yfirgefur hann strákana, sem sögðu, að hann væri ljótur, yfirgefur fullorðna fólkið, sem sagði, að hann væri einkennileg- ur. Hamingjan bíður hans áreið- anlega í Kaupmannahöfn. Hans Christian þurrkar sér um augun. Sólin skín. Hann er með peninga í vasanum og bréf til frú Schall, bréf, sem er lykillinn að hamingjunni. Það líður ekki á löngu áður en allir farþegarnir hafa heyrt ævisögu hans og framtíðar- drauma. Eins og vant er, vekur þessi undarlegi drengur forvitni og eftirtekt, og frú Hermannsen, sem hefur lofað að leiðbeina honum, er stolt af skjólstæðingi sínum. Hann talar stöðugt meðan ek- ið er í fluginu og brátt er vagn- inn kominn til Nýborgar við Beltið. Skonnortan, sem á að flytja fólkið yfir Stórabelti, er tilbúin. Vindurinn fyllir seglin, máfarn- ir fljúga kringum skipið og strönd Fjóns hverfur næstum sýnum. Odensedrengnum finnst snöggvast að hann sé einmana og yfirgefinn; svo stórt haf hefur hann aldrei áður augum litið. Það skyggir, öldurnar vagga skipinu svo að það brakar í því; nú eru margar mílur á milli hans og fólksins heima í Odense. Það er siglt alla nóttina og þeg- ar dagar, sjást húsin í Korsör. Strax, þegar komið er í land, fellur Hans Christian á kné bak við timburskúr og biður til guðs með tárvotum augum. Góður guð hjálpaðu mér til að finna gott fólk í Kaupmannahöfn, og hjálp- aðu mér til þess að verða dugleg- ur og góður! Svo verður hann kjarkgóður aftur og heldur áfram ferðinni, sannfærður um að drottinn hafi heyrt bænir hans. Hann fer úr vagninum á hæð- inni við Friðriksberg; þar sem hann er aukafarþegi, eins og kallað er þegar greitt er minna í fargjaldið, hefur hann ekki leyfi til að aka inn yfir takmörk borg- arinnar. Þarna stendur hann þá hinn 6. september 1819, og starir á hina veglegu borg með turnum sínum og hvolfþökum. Hann er hrifinn er hann heldur áfram til borgarinnar með pokann sinn úndjir hencíinni. Leiðin ligguf niður Friðriksbergs götuna, yfir Vesturbrú og að Vesturhliði borgarinnar. Hann furðar sig á mannfjöld- anum og allri umferðinni. Dag- inn áður höfðu verið gyðinga- óeirðir og nú voru öll stræti full af hermönnum og æpandi fólki. Hann tekur sér herbergi á „Hermannagarðinum", en það er lítið gistihús, sem frú Herman- sen hefur mælt með við hann. Framh. Möðruvellir . . . Framh. af bls. 301. Úti í kirkjugarðinum á Möðru- völlum er gamalt klukknaport. Það er dálítið eldra en kirkjan, byggt 1838. í því eru þrjár stór- ar kirkjuklukkur af danskri gerð, Er sú elzta steypt 1769, en hinar 1799 og 1867. Eru svona klukkuport sjaldgæf hér á landi. Læt ég svo lokið þessum þátt- um. Þeir hafa ekki verið neitt tæmandi frá sagnfræðilegu sjónarmiði, aðeins brugðið upp nokkrum myndum úr sögu þessa merkisstaðar fyrr á öldum, og einkum minnst á þá ábúendur Möðruvalla, sem heimildir eru til um og hafa komið mest við sögu þjóðarinnar. En í sögu for- tíðar á þjóðin rætur sínar. Og þær rætur mega aldrei slitna, því að þær eru undirstaða andir frelsi hennar og sjálfstæði. Og enn er í fullu gildi umsögn Gríms Thomsens: „Sá er beztur sálargróður, sem að vex í skauti móður, en rótarslitinn visnar vísir, þótt vökvist hlýrri morgundögg." Að Húsafelli . . . Framh. af bls. 296. eðlilega skýringu hef ég getað fengið á því fyrirbrigði, nema ef vera kynni í vísunni, sem ein- hver fór með í ferðalokin: Enginn kvíðir elli þar, — ávallt hafa hlýju —. Eplin hennar — Iðunnar — yngja þá að nýju. Ég vil enda þennan þátt með því að beina máli mínu til þeirra, sem búsettir eru hér í Reykjavík, og hafa gaman af vísum og kveðskap, en eru ekki félagar í Kvm.fél. Iðunn, að gerast nú þegar félagsmenn. Reynslan og sagan segir sitt. Ferskeytlan hefur verið einstakl- ingum og þjóðinni í heild meiri fjársjóður en margur hyggur. Fjársjóður, sem hefur verið meira virði, oft og tíðum, en gull og silfur. Og meðan þjóðin af heilum huga tekur undir þessa vísu með Þorsteini Erlingssyni, þá hefur hún ekki tínt öllum eplunum hennar Iðunnar: Mörg sú neyð, sem örgust er og ég kveið í hljóði, síðast leið við söng frá þér Sigurður Breiðfjörð góði. Jóh. Ásgeirsson.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.