Heima er bezt - 01.11.1958, Side 6

Heima er bezt - 01.11.1958, Side 6
Rósa Einarsdóttir, Stokkahlö&um: Fer&ir til Þingvalla fyrir 50 árum Hv F, r er sá íslendingur, sem ekki þráir að koma til Þingvalla? Allt, sem maður hefur heyrt um hinn foma sögu- og helgistað þjóðarinnar, hlvtur að vekja löngun til að sjá hann með eigin augum. Svo var mér að minnsta kosti farið. Laust eftir aldamótin vildi svo til, að ég átti heima í Reykjavík í 3—4 ár. Líldegt mun nú þykja, að vanda- Jítið hefði verið að láta slíkt eftir sér á þeim árum, en svo var þó ekki áður en bílarnir komu til sögunnar. Þá var engan veginn létt fyrir þá, sem ekki áttu hesta og lítil höfðu peningaráð, að komast þessa leið. Þessi Reykjavíkurár vann ég fyrst við bæjarsímann og síðan við landsímann. Til húsa var ég hjá föðurbróður mín- um, Jóhannesi Sigfússyni, yfirkennara við Menntaskól- ann. Það mun hafa verið sumarið 1906, að kona hans kemur að máli við mig, og segir mér, að nú ætli frú Katrín Magnússon, kona Guðmundar Magnússonar, prófessors, til Þingvalla með nokkrar ungar stúlkur, og kvaðst hún hafa spurt hana, hvort hún vildi leyfa mér að slást í förina. Ég varð heldur en ekki fegin, og ákvað þegar, að láta ekki þetta tækifæri ganga mér úr greipum, þar sem frú Katrín var svo væn að vilja taka mig með. Á stöðinni unnu með mér systurnar, Katrín og Gróa Dalhoff. Kaup okkar var 30 krónur á mánuði fyrir 6 stunda vinnu á dag. Um sumarfrí var ekki að ræða, þau þekktust ekki þá. Ég spurði þær svstur, hvort þær vildu taka vaktimar fyrir mig þá tvo daga, sem ég yrði að heiman, og gerðu þær það fúslega. Auðvitað varð ég að gjalda þeim aftur með vinnu, en þannig höfðum við það, ef okkur Iangaði til að bregða okkur eitthvað. Lagt var af stað í hestvagni um kl. 8 að morgni, og var búist við, að ferðin tæki um 8 klukkustundir, sem rétt reyndist. í förinni voru, auk frú Katrínar: Fríða, kjördóttir læknishjónanna, þá um 12 ára aldur, Hlíf, bróðurdóttir frú Katrínar, Kristjana Pétursdóttir frá Gautlöndum og ég. Hygg ég ferðin hafi einkum verið farin vegna Kristjönu, sem var eitthvað kunnug læknishj ónunum. Haldið var upp úr bænurn, eins og leið Iá þá, framhjá Árbæ, Rauðhólum, Hólmi og Geithálsi, en þar skipt- ust leiðir, og var nú beygt til vinstri inn á Þingvalla- veginn gamla yfir Mosfellsheiði. Veður var indælt og lá mjög vel á okkur. Lang- þráður draumur var að rætast. Við vorum á leið til Þingvalla. Frú Katrín var hress í máli og hispurslaus, svo að við nutum okkar fullkomlega í návist hennar. Líklega hefur verið áð á leiðinni, en ekki man ég það nú. Loks fórum við framhjá Kárastöðum, og var þá skammt að bíða þess, að vagninum væri rennt niður í Almannagjá, þessa stórkostlegu undrasmíð náttúrunnar. Það, sem eftir var dagsins, notuðum við til að skoða okkur um á Þingvöllum. Meðal annars gengum við á rimann milli Flosagjár og Nikulásargjár, sem lengi var talinn Lögberg hið forna. Þegar leið að kvöldi, héldum við heim á prestsetrið undir leiðsögn frú Katrínar, sem öllu réð í ferðinni, og bað hún þar um náttstað fyrir okkur. Þá var prestur á Þingvöllum séra Jón Thorsteinsen, bróðir Elínar Stephensen, landshöfðingjafrúar. Þegar við vorum að nálgast bæinn sáum við, að ungfrú Ásta Stephensen, dóttir landshöfðingjans, sat þar í garði fyr- ir framan bæinn og saumaði út. Var hún þarna í heim- sókn hjá móðurbróður sínum. Áður en lagt var af stað um morguninn, kom Ásta að máli við frú Katrínu og falaði lausa sætið í vagninum til Reykjavíkur. Mun henni hafa þótt gott að fá far þangað, því að ekki voru þá daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Þingvalla. Farið var auðfengið, og settist þessi göfuga ungfrú í lausa sætið, en ekki mælti hún orð við okkur á leið- inni. Minnist ég þess heldur ekki, að frú Katrín gerði nokkra tilraun til að halda uppi við hana samræðum. Við hinar vorum í svo góðu skapi, að við gátum ekki lagt nokkrar hömlur á okkur að þegja, og brosti ung- frúin stundum, ef við sögðum eitthvað fyndið. Ekki segi ég þetta Ástu Stephensen til lasts. Hún var áreið- anlega mæt kona, eins og hún átti kyn til, en tímarnir voru „aristokratiskir", og hún af tignustu ættum lands- ins, og dóttir manns, sem lengi hafði skipað æðsta sæti þjóðarinnar. — Heim komum við að áliðnum degi. Ég var mjög ánægð með að hafa fengið þessa ósk mína uppfyllta. Ferðin kostaði 5 krónur, og var það einn sjötti af mánaðarkaupinu, og þótti mér því vel varið. Tíminn leið, og sumarið 1907, konungssumarið, sem svo var kallað, gekk í garð. Þá heimsótti Friðrik kon- ungur VIII. ísland sem kunnugt er. Enginn konungur Landganga konungs. 368 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.