Heima er bezt - 01.11.1958, Side 13

Heima er bezt - 01.11.1958, Side 13
DR BERNHARD GR2IMEK ÚR MYRKVIÐUM AFRÍKU /' Æ'. a m héldum við mílu eftir mílu, eftir örmjóum stíg, sem margar kynslóðir veiðimanna höfðu troðið um sólbrennda sléttuna. Hitinn var næst- um óþolandi, og síðasta þorpið, þar sem hvítir menn höfðu aðsetur, var langt að baki. Leiðsögumaður- inn, sem var svertingi, stikaði léttum, öruggum skref- um á undan okkur, sem fylgdum á eftir í halarófu, hver eftir sínu megni. Einstöku skógarlundir og belti sáust hingað og þangað um sléttuna, sem órækur vott- ur þess, að þar drægi í lægðir og einhvern rakavott væri að fá. Ég var fullur æsings og eftirvæntingar eftir því, að ef til vill auðnaðist mér á þessum degi að sjá nílhest í heimkynnum sínum. En þótt við værum hér á Fíla- beinsströndinni, var slíkt engan veginn fyrirhafnar- laust. Nílhestarnir hafa verið veiddir svo gegndarlaust árum saman, að þeir hafa sífellt flúið lengra og lengra inn í landið. Þar að auki eru þeir bæði styggir og varir um sig. Við áttum ekki annars úrkosti en að leita og leita, og sjá svo til, hvort við hefðum erindi sem erf- iði. Nokkra undanfarna daga hafði ég kennt sársauka í sitjandanum. En aldrei var tími til að afklæðast og kanna hvað að væri. Þá hafði nagli rekist upp í annan skóinn minn, og af þessu leiddi, að ég kenndi sársauka við hvert fótmál. En við vonuðum að ná til Bandama- árinnar fyrir hádegi, og ég var staðráðinn í að halda áfram hvíldarlaust,á hverju sem gengi,unz þangað kæmi.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.