Heima er bezt - 01.11.1958, Qupperneq 17
MAGNÚS V. FINNBOGASON FRÁ REYNISDAL:
Jfjörleifshöföi
n g i n n ferðast svo um Mýrdalssand ef sýni
i er bærilegt, að hann sjái ekki Hjörleifshöfða,
þetta einstæða og einkennilega fjall, langt suð-
austur á eyðisandinum. Hann er að mestu leyti
umkringdur standbergi, nema helzt að vestanverðu. Er
víða í björgunum mikill gróður, stórvaxin hvönn og
mjög fjölskrúðugur grasgróður, og öll eru þessi fjöll
iðandi af lífi, því að þar verpir mikill fjöldi fýla. Vestur
af fjallinu gengur gil, sem heitir Bæjargil, en norðan við
það niðri á sandinum heitir Bæjarstaður, þar sem bærinn
stóð, áður en Kötluhlaupið tók hann af vorið 1721. Eru
fleiri örnefni þarna neðan undir, sem minna á liðna tíma.
Upp og suður af Bæjargilinu er allstór dalur, en þang-
að var bærinn fluttur og endurreistur, þegar 21 ár var
liðið frá því, að allt var komið í auðn eftir hlaupið. I
gilinu er uppsprettulækur, og er það eina vatnið, sem
finnst í Höfðanum, að undantekinni örlítilli lind, sem
er í gildragi austan við bæjarrústirnar, og var hún
neyzluvatn staðarins. Upp með gilinu er gata upp að
bænum. Norðan megin í gilinu er snarbrött hlíð, sem
heitir Sláttubrekka. Var hún eini slægjubletturinn fyrir
utan túnið, sem var bæði lítið og kargaþýft. Mun hey-
skapurinn sjaldan hafa náð 100 hestum áður en Hall-
grímur, sem þar bjó með því síðasta, hóf umbætur á því,
en oftast miklu minna.
Gatan upp úr Bæjargilinu mun hafa verið eini staður-
inn, sem mögulegt var að komast með hest upp á Höfð-
ann.
Niður af bænum er einstigi, sem heitir Lásastígur. Var
hann farinn til að stytta sér leið við fjárhirðingu, því að
þegar fé var komið á gjöf, var það haft við ból austur
með fjallinu, því að þar var bezt til beitar, þegar að
kreppti uppi á Höfðanum. En Lásastígur var til fleira
nytsamlegur, því að ær og kýr voru mjólkaðar á sumr-
in fyrir neðan hamrana. Varð því að bera mjólkurskjól-
urnar upp Lásastíg. Þetta myndi mörgu nútímafólki
þykja með ólíkindum að mögulegt væri. En þetta var
Höfðakvenþjóðinni leikur einn. Svona er vaninn vold-
ugur drottinn yfir hugur og athöfnum mannanna.
Allur er Höfðinn sæbarinn að sunnanverðu með ótal
hellum og gjögrum. Eru það leifar síðan öldur hafsins
lömdu hann með síendurnýjuðum krafti storms og
strauma, ár og síð um aldaraðir. En allt í einu verður
hér breyting á. Nú er það Katla, sem tekur völdin og
ræðst á hann að norðan með ógnarafli sínu og harnför-
um. En allar þessar árásir hefur hann staðizt, þessi tign-
arlegi útvörður Mýrdalsfjallanna í austri, baðaður skini
kvöldsólarinnar breiðir hann sínar grænu hlíðar móti
þeim að kvöldi hvers sólskinsdags. Þarna hefur fólkið
sem þar hefur búið svo að segja óslitið frá því að Hjör-
leifur steig þar fyrst fæti á land, átt öruggt athvarf í
meira en 1000 ár, án þess að hafa orðið fyrir nokkru
slysi, svo að vitað sé, af völdum hafsins, eldgosa eða
jökulhlaupa, sem um hann hafa leikið lausum hala. Allt
þetta hefur hann af sér staðið, og bíður þess, að Katla
þreytist um síðir á áhlaupum sínum. Eftir hvert hlaup
sér hann, að henni hefur ekki orðið annað ágengt en
að bæta stórri landspildu við ríki hans, sem hún hefur
unnið frá hafinu. En hann hefur sjálfur engu fórnað.
Hann veit, að hvað bíður síns tíma, og að hann muni
eiga eftir að sjá Mýrdalssand klæðast aftur grænum
gróðri, miklu víðáttumeiri en nokkru sinni fyrr.
í Landnámabók segir frá því, að þeir fóstbræður,
Hjörleifur og Ingólfur, fóru af Noregi til að byggja
ísland. Tók Ingólfur land við Ingólfshöfða, en Hjörleif
bar vestur með landinu og náði að síðustu landi við
Hjörleifshöfða. Reisti hann þar tvo skála fyrir fólk sitt,
sem virðist hafa verið frjálsir menn og konur þeirra og
Helga Arnardóttir, kona hans, svo og þrælar þeir, sem
hann hafði komið með frá Irlandi. Þarna dvaldist hann
sinn fyrsta og síðasta vetur á íslandi — veturinn 870—
871. — Þegar hinn langi vetur var liðinn, vildi hann taka
til sömu starfa og hann var vanur á ættjörð sinni og sá
akur sinn. En nú sagði frumbýlingsfátæktin til sín. Hann
átti ekki nema einn uxa. Varð það því úrræði hans, að
láta þrælana draga plóginn með honum. En þótt þeir
hafi áður verið illu vanir, hefur þeim þó varla áður
verið boðið slíkt. Hugðu þeir nú á hefndir og síðar
flótta. Drápu þeir nú uxann og kenndu það skógar-
birni. Dreifðust þeir Hjörleifur nú um skóginn að leita
Heima er bezt 379