Heima er bezt - 01.11.1958, Síða 24

Heima er bezt - 01.11.1958, Síða 24
hún ekki árennileg. Löngu síðar seig hann á þessum stað, og þá orðinn vanur bjargmaður og fyrirliði í þeirri bjargför. Með honum fór niður annar maður, sem hann kvaðst hafa treyst allvel. Þegar þeir höfðu drepið þann fugl, er þeir náðu til, fannst honum fengurinn rýr. Eina leiðin til að bæta úr því var sú, að fara í Flæmið. Bergið þarna er heldur laust, og eins og það sé límt saman með fugladriti. Hann mundi vel, hvar leiðin var og fór að skoða hana, en ekki leizt honum vel á. En þetta hafði þó verið farið. Það vissi hann fyrir víst. „Jú, það var víst bezt að reyna“, hugsaði hann. Hann tók stöngina sína, því að fuglinn er snaraður með 12—18 feta langri og mjórri stöng, sem þó er mjórri í annan endann, og á hana er fest snara úr hrosshári. Snörunni er svo smeygt um háis fuglinum, stönginni kippt að sér og herðist þá snaran að hálsi fuglsins. Þá dregur maður stöngina að sér og aflífar fuglinn, sem er gjört á þann hátt, að hann er snúinn úr hálsliðnum. Er það skjótur dauðdagi, ef vanur maður er að veiðum. Guðbjartur smeygði svo á sig vað, sem hann lét félaga sinn halda í. Héldu svo báðir út í skútann, sem næstur er Flæminu. Þar fékk félagi hans góða aðsetu og Guðbjartur bað hann að gefa liðlega eftir á vaðnum, eftir því sem hann fetaði sig áfram. Svo hófst þessi tvísýna ganga. Guðbjartur kvaðst ekki hafa langt farið, þegar honum varð það ljóst, að ekki yrði aftur snúið. Leiðin, sem fara þurfti, var um 30 metra löng, og ganga varð þvert til hliðar, og þó heldur niður á við, utan í þverhníptu berginu. Mjög illt var að fá nokkursstaðar örugga festu fyrir hönd eða fót. En áfram þokaðist fet fyrir fet, sagði Guðbjartur. Loks komst hann á sama stali, beint neðan undir Flæm- inu. Rúmlega hæð hans vantaði þá, til þess að hann kæmist upp í Flæmið. En þessi smáspotti virtist Guð- bjarti lokuð leið. En að hætta svo nærri markinu, var honum ekld að skapi, og upp komst hann. „Og þá var ég feginn“, sagði gamli maðurinn og leit brosandi á drengina, sem hlýddu á frásögn hans með athygli. Fuglinn var svo spakur þarna, sagði Guðbjartur, að hann hafði ekki þekkt slíkt fyrr, enda enginn maður komið þarna í mörg ár. Þarna snaraði Guðbjartur á frekar stuttum tíma 900 fugla. „Þá var ég ánægður. Það segi ég satt“, sagði gamli maðurinn, og andlit hans Ijómaði af ánægju, eins og hann „upplifði“ þetta í annað sinn. Enginn hefur heimsótt fuglinn í Háhaldaflæmi síðan, og mun sennilega enginn gera hér eftir“, sagði Guð- bjartur að lokum. Trúlegt þætti mér, að Guðbjartur ætti þar lengi síðustu sporin. „Skelfing fellur sjórinn seint út hérna,“ sagði Kalli með þreytusvip. Þá brostu menn að óþolinmæði hans, en þó var mörgum þegar farið að leiðast. Einn greip Kalla undir hendina og óð með hann í klof fvrir íorvaðann, og komst utan í Ranann með Kalla undir hendinni. Þá fóru allir á eftir og einn piltanna greip Halla með sér. Þegar út á hleinina kom, blasti urðin við, morandi af fugli. Þá urðu drengirnir undrandi og spurðu, hvort þetta væru virkilega allt fuglar. Slíka mergð af fuglum höfðu þeir aldrei áður séð. Sumir bjargmenn héldu út yfir urðina og gengu þar upp í bjargið, en flestir fóru að tína egg í urðinni, og þar á meðai drengirnir. Fyrst í stað hrópuðu þeir alltaf upp í hvert skipti, sem þeir náðu í egg. „Ég fékk eitt. — „Ég fékk tvö“. Þeir voru duglegir við eggjatökuna. Þeir áttu betra með en þeir fullorðnu að skríða inn í holurnar, þar sem þess þurfti við, og ná í eggin. Alkan vildi þó stundum verja afkvæmi sín, og réðst með mikilli grimmd á þessar litlu hendur, sem réttar voru inn í hreiður hennar, og bitu þær til blóðs. Þeir komu sér þó saman um það bræðurnir, að setja ekki upp vett- lingana, á hverju sem gengi. Þeir skildu hreint ekkert í henni móður sinni, að fara að láta þá hafa vettlinga fyrst bjargmenn notuðu þá aldrei við eggjatínslu. Því bjargmenn vildu þeir verða. Eitt sinn, þegar álka hafði náð svo góðu taki á handarjaðrinum á Kalla, að hann varð að fá aðstoð bróður síns, til að losa af sér álkuna, þá sagði Halli heldur hreykinn: „Hvað er þetta, maður? Kanntu ekki að losa af þér álku? Ertu búinn að gleyma því, sem Bjartur var að segja okkur áðan? Þú átt bara að taka fast um háls henni með hinni hendinni. Þá sleppur hún takinu“. Og Halli tók um háls álkunni, svo að hún sleppti. Blá förin voru beggja vegna á hendinni á Kalla, en blóð vætlaði úr. Hann kenndi mikið til, reiddist og vildi nú berja álkuna, en bróðir hans sleppti fuglinum, og taldi, að nóg væri að ræna hana eggjunum, þótt ekki væri farið að berja hana líka. En Kalli var reiður og undi illa sínum hag. Hann tók stein og kastaði á eftir fuglinum, sem var þá óðar horfinn í fuglamergðina, sem sveimaði yfir urðinni, uggandi um afkvæmi sín. Þegar Kalli kastaði steininum, hafði hann óvart komið við eggjafötu sína, svo að hún valt um og 20—30 egg brotnuðu. „Þarna sérðu. Þér hefnist fyrir að kasta í fuglinn. Þú veizt að það á aldrei að kasta í fugla“, sagði Halli. — Kalla lá við gráti, er hann sá eggin brotna, en hann harkaði af sér, stóð hugsi dálitla stund, þurrkaði blóðið af hendinni á buxunum sínum. Svo tók hann fötuna og tók að safna eggjum af miklum móði. Hann tildraði sér framan í brún urðarinnar. Þar voru eggin mest, en þar var urðin hættulegust, en Kalli var fót- fimur og efni í bjargmann. Hann skeytti því ekki lengur, þótt álkan glepsaði í hendur hans. Til þess var enginn tími, því að hann ætlaði að verða jafn fljótur að fylla sína fötu og bróðirinn, þótt hann yrði fyrir þessu óhappi. Þegar fór að hækka í fötunni, skorðaði hann hana á milli steina, tók af sér húfuna, týndi í hana og bar í fötuna. Loks var fatan full. „Ég er búinn að fylla mína“, kallaði Kalli til Halla. „Ég er búinn að fylla líka,“ svar- aði Halli. „En hvað eru mörg egg í þinni fötu?“ „Það veit ég ekki. Ég hafði engan tíma til að telja“, svar- aði Kalli. „En það eru 105 egg í minni. Ég taldi um leið og ég tíndi,“ sagði Halli hróðugur. Drengjunum var hjálpað til að bera föturnar þangað, (Framhald d bls. 400). 386 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.