Heima er bezt - 01.11.1958, Síða 26
ekki að ástæðulausu, og er talinn stærsti bletturinn á
framkvæmd mótsins. Einkum hefur hinn hái dómstóll
orðið fyrir aðkasti vegna dómsins, enda blandaðist eng-
um glöggum áhorfenda hugur um það, að Rawson
braut allar reglur og hljóp nokkurn spöl á grasinu inn-
an við brautina og stytti sér þar með leið.
Galina Bystrova frá Rússlandi sigraði í fimmtar-
þraut kvenna, hlaut 4733 stig. Fleira gerðist ekki þriðja
daginn, áhorfendur voru um 22000.
íslenzku áhorfendurnir, sem ekki voru ýkja margir
á áhorfendapöllum Ólympíuleikvangsins, biðu með
nokkurri eftirvæntingu eftir undankeppninni í þrístökk-
inu, sem hófst á fjórða degi Evrópumótsins. Það hafði
kvisazt, að Vilhjálmur Einarsson, sá íslenzku keppend-
anna, sem mestar vonir voru tengdar við, hefði meiðst
á æfingu í Vesterás tíu dögum fyrir mótið, og vafasamt
væri að hann næði árangri. Keppendur máttu reyna
þrisvar og þurftu að stökkva 14.60 metra, til að öðlast
þátttökurétt í aðalkeppninni. Fyrsta stökk VE var ó-
gilt en sæmilegt að öðru leyti, og ekki bar á því að
meiðslin hefðu tekið sig upp. í annari tilraun gekk allt
vel, hvítur fáni var á lofti, stökkið gilt. Það mældist
14.92 metrar og þurfti Vilhjálmur því ekki að reyna
frekar. Ekki gekk öllum eins vel. Einhver mesta harm-
saga þessa Evrópumóts gerðist í sambandi við undan-
keppnina í þrístökkinu. Vinurinn Vitold Kreer, sem
stokkið hefur 16.30 metra á þessu ári, og var fyrir mót-
ið næst bezta stökk í heiminum á þessu ári gerði tvö
fyrstu stökk sín ógild, og í þriðja stökki, sem var gilt,
stökk hann aðeins 14.50 metra, tíu sentímetrar komu
þarna í veg fyrir að einn bezti þrístökkvari heimsins
fengi að taka þátt í aðalkeppninni í sérgrein sinni. Þetta
fékk svo mjög á Rússann, að hann hirti ekki um að ldæð-
ast hlýjum æfingabúningnum, gekk niðurlútur að fata-
hrúgunni og dróg fatnaðinn eftir sér út af vellinum. Er
hann kom á æfingasvæðið rétt utan við völlinn, féll hann
gjörsamlega saman og grét. Mönnum finnst þetta ef til
vill ekki karlmannlegt, en svona er þetta hérna þessa
dagana, menn ráða ekki við tilfinningar sínar, eru ým-
ist ofsakátir eða niðurlútir og bugaðir.
Klukkan 1 hófst úrslitakeppnin í stangarstökkinu.
Keppendur voru 21. Keppnin var all söguleg, og stóð
næstum 8 klukkustundir. Valbjörn hafði ekki heppn-
ina með sér. Hann byrjaði á fjórum metrum og fór yfir
í fyrstu tilraun. Hann sleppti 4.10 og reyndi næst 4.20,
sem hann lék sér að. Næst reyndi hann 4.30 og í annari
tilraun fór hann vel yfir, en hann losnaði ekki vel frá
stönginni, er hann hafnaði í kassanum og hafði flogið
4.30, fylgdi stöngin honum eftir og felldi rána. í
þriðju tilrauninni mistókst Valbirni, þannig, að hann
var þar með úr leik, og varð hann 14. í röðinni. Það
voru fleiri en Valbjörn, sem ekki höfðu heppnina með
sér, Evrópumethafinn, Roubanis frá Grikklandi, sem
flestir spáðu sigri fyrirfram, stökk aðeins 4.10 metra
og varð hann 18. Þrír keppendanna stukku 4.50 metra,
þeir Landström frá Finnlandi, Preussger frá Þýzkalandi
og Bulatov frá Rússlandi. Landström hafði forystuna,
því að hann hafði færri tilraunir
að baki. Preussger var næstur og
Rússinn þriðji. Nú var hækkað
í 4.55. Allir felldu svo í fyrstu
tilraun. f annarri tilraun var
Pressger yfir, en sló rána niður
með hendinni. í þriðju tilraun
mistókst öllum. Landström varð
því Evrópumeistari, fyrsti Norð-
urlandabúinn, sem vann gullpen-
ing á þessu móti, og var fögnuð-
ur áhorfenda geysilegur. Keppn-
in stóð fram í myrkur, og síðasta klukkutíma var keppt
við kastljós. Þó áliðið væri, sýndu áhorfendur ekki á sér
fararsnið, og vegna þessarar spennandi keppni, kom
íslenzki flokkurinn of seint til kaffiboðs hjá íslenzka
ambassadomum í Stokkhólmi, Magnúsi V. Magnússyni.
Hinir síðbúnu gestir hlutu fulla fyrirgefningu, þegar
málsatvik voru kunn. Ánægjulegt var að koma á þetta
hlýlega íslenzka heimili í fjarlægu landi og njóta þar
fullkominnar íslenzkrar gestrisni hjá sendiherrahjón-
unum. Því má bæta hér við, að þau hjónin sýndu íþrótta-
mönnunum mikinn áhuga, komu alloft á Stadion til að
fylgjast með löndunum. Sama er að segja um starfsmenn
sendiráðsins, Birgir Möller sendiráðsritari, var önnum
kafinn við að greiða úr hvers manns vanda. Hann fylgd-
ist með keppninni af svo miklum ákafa, að hann tognaði
verulega meðan þrístökkskeppnin stóð yfir.
E. Maskinskov frá Rússlandi varð Evrópumeistari í
50 km. göngu, gekk vegalengdina á 4 klst. 17 mín. 15.4
sek. (geri aðrir betur). Ungfrú Press frá Rússlandi
sigraði í kringlukasti, kastaði 52.32 metra.
Skemmtilegustu greinar dagsins voru úrslit í 400 m.
grindahlaupi og 3000 m. hindrunarhlaupi. Lituev frá
Rússlandi sigraði í grindahlaupinu á 51.1 sek., en Svíinn
Trollsás kom mjög á óvart og varð annar á 51.6 sek.
í 3000 metra hindrunarhlaupinu sigraði Chromik frá
Póllandi á 8 mín. 38.2 sek. Jakobi frá Þýzkalandi sigr-
aði í langstökki kvenna, stökk 6.14 metra og Piatkowski
frá Póllandi í kringlukasti karla, kastaði 53.92 m.
Bystrova frá Rússlandi sigraði í 80 m. grindahlaupi
kvenna á 10.9 sek.
Síðasta grein dagsins voru undanrásir í 1500 metra
hlaupi. Svavar hljóp í fjórða og síðasta riðli, og átti við
ofurefli að etja. Hann varð sjöundi í riðlinum á 3 mín.
51.4 sek. Sigurvegari í riðlinum varð Jungwirth frá
Tékkóslóvakíu á 3 mín 49 sek.
í sambandi við undanrásir 1500 m. hlaupsins gerðist
kátlegt atvik, sem mig langar að segja frá. Kristleifur
Guðbjömsson var skráður til leiks í öðrum riðli ásamt
Olympíumeistaranum Delany, Salsola frá Finnlandi og
hinum upprennandi stórhlaupara Norðmanna, Lundh,
og fleiri slíkum. En Kristleifur sat heima, eins og ég hef
greint frá. Á næsta bekk fyrir framan mig sátu tveir
brezkir útvarpsmenn frá BBC, og lýstu 1500 metra
hlaupinu, öllum riðlum, og var hér um beint útvarp að
ræða. Þeir höfðu þann þátt á, að skiftast á að lýsa á
(Framhald á bls. 396).
.388 Heima er bezt