Heima er bezt - 01.11.1958, Qupperneq 36
FYRIR STÚLKUR
Hér komum við með litla en skemmtilega
getraun fyrir stúlkur, 16 ára og yngri. Og
eins og venjulega höfum við mjög glæsi-
leg verðlaun fyrir þá af yngri lesendun-
um, sem verða svo duglegir og heppnir
að sigra í getrauninni. — Þið getið lesið
nánara um þessi verðlaun á öðrum stað
á síðunni.
f þetta sinn er þrautin í því fólgin, að
svara eftirfarandi þremur spurningum
rétt:
■* w » ’■'*■ • ■
I. VERÐLAUN:
LÍTILL VEFSTÓLL
VERÐMÆTI KR. 150.oo
2. VERÐLAUN:
LAMPAGRIND OG BAST I BORÐLAMPA
VERÐMÆTI KR. 134.oo
Bæði þessi glæsilegu verðlaun eru gripir, sem framleiddir eru hjá FLUGMó-verk-
smiðjunni, alveg eins og módelverðlaunin í drengjagetrauninni, en sýna þó allt aðra
hlið á hinni fjölbreyttu og hugvitssömu framleiðslu FLUGMó-verksmiðjunnar.
f litla vefstólnum getið þið ofið alls konar smáhluti, sem þið getið sjálfar haft mikla
ánægju af eða sem þið getið glatt foreldra ykkar og vini með. Borðlampagrindin er
búin til úr svörtu járni, en svo er vandinn sá, að flétta bastið á grindina, og á þann
hátt getið þið búið til nýtízkulegan og fallegan lampa með eigin höndum.
Ef ykkur langar til að kaupa eitt-
hvað af framleiðsluvörum FLUG-
MÓ-verksmiðjunnar, þá getum við
gefið ykkur þær upplýsingar, að
allar framleiðsluvörur verksmiðj-
unnar fást í TÓMSTUNDA-
BÚÐINNI, Austurstræti 8,
pósthólf 822, Reykjavík.
1. Hver kaupstaðurinn hefur mestan
fólksfjölda: Hafnarfjörður, Akureyri
eða Siglufjörður?
2. Hvaða fjall er hæst: Hekla, Esja eða
Herðubreið?
3. Hvaða stöðuvatn er stærst: Mývatn,
Þingvallavatn eða Hvítárvatn?
Og þegar þið eru orðnar alveg öruggar
um að hafa leyst þrautina rétt, skrifið
þið svörin við spurningunum ásamt nafni
ykkar, heimilisfangi og aldri, á sérstakt
blað og sendið síðan í umslagi, sem þið
merkið BARNAGETRAUN STÚLKNA
neðst í hornið vinstra megin, til „Heima
er bezt“, pósthólf 45, Akureyri. En ráðn-
ingin þarf að hafa borizt ritinu fyrir 20.
desember 1958. Berist fleiri en ein rétt
ráðning, verður dregið um vinningana.