Heima er bezt - 01.12.1964, Page 4
GESTUMBLINDI:
GAMLA
KIRKJAN
IBæ hafði staðið kirkja frá ómunatíð. Sagan sagði,
að hún hefði verið reist þar fyrst þegar kristni kom
á ísland, en þá hefði goðorðsmaður búið í Bæ.
Hann hefði gert hina fyrstu kirkju á grunni goða-
hofsins gamla. Þannig hafði verið þar helgistaður og
miðstöð héraðsins frá því byggð hófst og aldrei rofnað
samband nýs og gamals. Kynslóðir komu og fóru, en
kirkjan stóð. Þegar kirkjuhúsið hrörnaði komu menn
saman og reistu annað nýtt á sama grunni. Sömu horn-
steinarnir stóðu óhreyfðir öld eftir öld og báru húsið
uppi. Altari kirkjunnar var ætíð reist á sama stað. Und-
ir því stóð stór klöpp eða hella, sem enginn hafði nokkru
sinni látið sér til hugar koma að róta við eða kanna.
En nú var kirkjan í Bæ orðin gömul, svo gömul, að
enginn vissi aldur hennar með nokkurri vissu, né hve-
nær hún hefði verið reist. En eins og önnur hús hafði
hún einu sinni verið ný. Þá var hún fegursta og stærsta
hús sveitarinnar, og fólkið var stolt af kirkjunni sinni
nýju. Það kepptist við að skoða hana og fékk aldrei nóg
af að dást að þessu eftirlæti sínu. Kirkjan var Guðs hús
og griðastaður, hæli og heimili jafnt í sorg og gleði. Á
hverjum Drottins degi kölluðu klukkur hennar söfnuð-
inn heim á staðinn, þær hljómuðu með gleðiblæ á fagn-
aðarstundum við brúðkaup og skírnir og þær kváðu
þunglamalegt og dapurt líksöngslag, þegar menn voru
bornir til hinnztu hvíldar í kirkjugarðinum í Bæ. Þann-
ig hafði kirkjan verið þáttur í lífi hvers manns frá
vöggu til grafar, þar lifðu menn sælustu fagnaðarstund-
ir og sárustu sorgaraugnablik. Um kirkjuna hafði ómað
samstilltur söngur safnaðarins, og úr prédikunarstóli
hennar höfðu klerkamir kynslóð eftir kynslóð boðað
fagnaðarboðskapinn eftir því sem bezt þeir kunnu, og
lýst blessan Guðs yfir fólk og land. Þangað sótti söfn-
uðurinn fræðslu og fullnægju. Hugur fólksins lyftist
yfir hversdagsleikann við ljósadýrð og sálmasöng. Það
naut þeirrar fegurðar og helgiljóma, eins og börnin
gleðjast af jólakertinu sínu. Það unni kirkjunni sinni og
bar lotningu fyrir helgi hennar.
Árin liðu, tímarnir breyttust, en kirkjan í Bæ stóð
óhögguð. Hún var eins og kletturinn, sem stendur óbif-
anlegur í straumróti og iðukasti tímans.
En þar kom, að nýir straumar brutust inn í sveitina
og flóðu um hana með ótrúlegu afli og atgangi. Þessir
nýju straumar hrifu æskuna með sér og létu gamla fólk-
ið engan veginn ósnortið. Efnishyggja settist að völd-
um og skaut örvum efans inn í hugi fólksins. Það var
farið að tala um það, að ef til vill væri það ekki allt satt
og rétt, sem kennt væri í kirkjunni. Fyrst í stað hvísl-
uðu menn því ofurlágt á milli sín, en síðar ræddu menn
það upphátt, meira að segja á almannafæri og sögðu það
skýrt og skorinort, að „vísindin“ væru hér á öðru máli,
og þau vissu hvað þau segðu. En svo hlálega vildi til, að
þeir ræddu flest og töluðu hæst um vísindi og vísinda-
legar niðurstöður, sem naumast gerðu sér þess grein,
hvað vísindi raunverulega væru. En þetta stóð í blöð-
unum, og þau höfðu sína vizku úr einhverjum erlend-
um ritum, og hvað þurfti þá framar vitnanna við, því
að svo fylgdust Bæjarsóknarmenn með tímanum, að þeir
trúðu ekki sannleika íslenzkra vísindamanna.
r
Einn góðan veðurdag var svo sveitin morandi af alls
konar fræðingum, búfræðingum, gagnfræðingum, iðn-
fræðingum og hamingjan má vita hvað, meira að segja
slæddust þangað einstöku sálfræðingar, sem raunar
höfðu helzt þá nýjung fram að flytja, að engin sál væri
til. Og sveitin tók framfarakipp, fyrst í orði, síðan í
verki. Óræktarholt voru tætt í sundur, fúaflóar ræstir
fram og því breytt Öllu í iðjagræn tún. Vatni var veitt
á engjarnar, gripasýriingar voru árlegur viðburður, og
verðlaunum var hlaðið á þróttmikla tarfa og lagðprúða
hrúta. Moldinni var rótað upp og breytt í gull eða gulls
ígildi. Þeir, sem þann töfrastaf báru, búfræðingarnir,
432 Heima er bezt