Heima er bezt - 01.12.1964, Side 5

Heima er bezt - 01.12.1964, Side 5
voru metnir eins og hálfguðir. En þótt velmegun ykist, virtist einhver tómleikablær vera korninn yfir sveitina. Menn litu naumast upp úr moldinni, nema einstöku, sem kjörið höfðu sig til að vera uppalendur lýðsins. Þeir báru höfuðið hátt og voru margorðir um andlegan þroska, uppeldisleg vandantál og annað þess háttar, en í hverju þroskinn væri fólginn varð mörgum umhugs- unarefni, enda vissu þeir naumast sjálfir meira þar um en það, sem þeir höfðu lesið í einhverju „Urvali“ ein- hverrar þjóðar. En framfarirnar duldust engum. Torfbæirnir voru horfnir fyrir steinhúsum. \relmegunin blómgaðist, en fólkið sjálft, var það ánægt? Meðan öll þessi ósköp dundu yfir stóð gamla kirkjan í Bæ óhagganleg á hornsteinum sínum hinum fornu. En þótt þeir stæðu stöðugir hlaut hún sjálf að hlýða lög- máli ellinnar, hún hrörnaði, og það gerði litla breyt- ingu, þótt numin væri brott fúin fjöl og önnur sett í staðinn, eða heil rúða sett fyrir aðra brotna. Um alla sveitina risu ný hús fegurri og betri en þau gömlu bæði handa mönnum og skepnum. En engum varð úr vegi að hugsa um að endurbyggja kirkjuna gömlu, enda stóð hún nú tóm flesta Drottins daga. Og gestir sem komu að Bæ gerðu sér tíðförulla í nýtízkulegt fjós bónda en í kirkjuna, enda var það raflýst og með hvers konar vél- búnaði, kýrnar hvíldu þar á plastmottum, og varla að sæist mykjuklessa. Að því ógleymdu, að þar trónaði einn verðlaunabolinn í hátignarlegri ró. Ef einhver minntist á kirkjuna var það í aumkunnar- eða lítilsvirð- ingartón. Það virtist gjörsamlega gleymt, að hún hafði um aldir verið skjól fólksins og miðdepill héraðsins. Svo var það einhvern daginn að einn fræðingurinn sagði í heyranda hljóði: „Við skulum rífa gömlu kirkj- una, hún er orðin svo ljót, að það er sveitinni til skamrn- ar, ljótasta húsið í öllu héraðinu og þótt víðar sé leitað.“ Og nú kvað við úr hverju horni: „Já, svo sannarlega skulum við rífa hana. Hvað eigum við með kirkju að gera. Hún er úreltur arfur frá eymdarárum þjóðarinn- ar og engum til gagns.“ Þetta þótti þjóðráð, og gamla kirkjan í Bæ var rifin og sléttað yfir grunninn. En alt- arishellan stóð upp úr vallgresinu. Henni fékk enginn bifað. Nú barst ekki framar ómur af klukknahringingum frá kirkjunni í Bæ. Engin ræða var lengur flutt þar úr prédikunarstóli. Enginn ieitaði þar skjóls né hvíldar. Grasið greri á rústum gömlu kirkjunnar, umhverfis alt- arishelluna og jók töðufeng Bæjarbóndans. Eólkið í Bæjarsókn var prestlaust, kirkjulaust og trú- arlaust. Það sótti sitt andlega fóður í „vísindi“ og myndablöð, sem surnir raunar voru svo hlálegir að kalla sorprit, og þau reyndust drýgst á metunum til sálar- fóðurs. Svona hefur það verið og er það enn, og fólkið þeysir út og suður í gljáfægðum bifreiðum í leit að ein- hverju, sem það vantar en finnur ekki. Sumir eru þó svo sérvitrir að ympra á því, að 'ef til vill sé til eitthvað fleira en það, sem vér sjáum og þreifum á, og ef til vill hafi einhver slík ósýnileg verðmæti gengið í súginn um leið og gamla kirkjan í Bæ var rifin. En þeir, sem svona hugsa, eru ósköp fáir, og raddir þeirra drukkna í glymj- anda dagsins. I miðri sveitinni hefur verið reist félagsheimili, þar sem heitir á Skollhóli. Þar dunar dansinn um hverja helgi, þangað streymir fólkið, og þangað streyma pen- ingarnir. En þegar gleðskapurinn stendur sem hæst verð- ur þó alltaf einhverjum að renna augum heirn að Bæ og til altarishellunnar þar. Það er rétt eins og hún sé tekin að togast á við hólinn. Og nú er spurt: Hvort verð- ur sterkara að lokum? Heima er bezt 433

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.