Heima er bezt - 01.12.1964, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.12.1964, Qupperneq 6
 Senn líður að jólum, og börnin eru þegar farin að hugsa til jólanna með eftirvæntingu, sem þó á eftir að aukast eftir því sem nær dregur hátíð- inni. Höfum við gert okkur ljóst hvað það er, sem börnin hlakka mest til um jólin. Eru það ekki jólagjafirnar, sem tilhlökkunin er aðallega bundin við? Síðustu dagana fyrir jól er mikið annríki á heimilun- um, senzt er út og suður til að kaupa jólagjafir, ails kon- ar skraut og varning til jólanna, svo þau geti orðið sem dýrðlegust. Og svo koma blessuð jólin, veizluborð eru búin alls konar kræsingum, fagurlega skreytt jólatré eru tendruð og umhverfis þau hranna sig jólagjafimar. Börnin missa matarlystina af tilhlökkun til að sjá í jólabögglana. En svo líður að þeirri stundu, að jólagjafirnar eru teknar upp. Leystur er hnútur á hverjum bögglinum á eftir öðrum, börnin gleðjast eða svipurinn verður mæðuleg- ur, allt eftir því hve gjafirnar em þeim mikils virði. Það sem oft hefur vakið athygli mína er það, að oftast eru það litlu einföldu gjafirnar, sem vekja mesta gleði, að minnsta kosti hjá yngri börnunum, þau fella sig bezt HULDA Á. STEFÁNSDÓTTIR: JÓLIN við það látlausa og einfalda. Fvrir nokkmm árum sá ég litla stúlku taka upp jólabögglana sína, hún fékk marg- ar dýrar gjafir eins og hin börnin á bænum, en gjöfin, sem hún gladdist mest yfir var lítil taska með spegli og greiðu handa brúðunni hennar. Allt kvöldið leit hún ekki við annarri gjöf, litla taskan var henni dýrmætust. 434 Heima. er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.