Heima er bezt - 01.12.1964, Qupperneq 11

Heima er bezt - 01.12.1964, Qupperneq 11
 Hólmfríður og Þorsteinn B. Olson og börn þeirra, 1946. Aftari röð frá v.: Björn Franklin, Wilhelm Theodore, Ólafur Valdi■ mar, Kjartan, Norman Leonard, Jón, Stanley, Louis Harold. Fremri röð: Gwennie Marianne, foreldrarnir, Elfreda Winnie. við aldrei, meðan við dvöldumst í Nova Scotia, né heldur hveitimjöl. í þess stað höfðum við bókhveiti- mjöl; það var gott til brauðgerðar, dökkt mjög, en bragðgott og næringarmikið. Til þess, sem sætt átti að vera, var notuð viss tegund sýróps, sem kallað var trykkill (treacle). Um lostæti var ekki að ræða, en eng- in veruleg vöntun var á góðum einföldum og hollum mat. Auk þess var kostur epla og villiberja. Hús okkar stóð á smáhæð, og hvenær sem einhver snjór kom, — en það var örsjaldan — skemmtu skóla- krakkarnir sér stórfenglega við að renna sér á litlum sleðum niður brekkuna. Skólinn var skammt frá, og hann sótti eldri systir mín, Guðný. Þjóðvegur héraðs- ins lá fram með hólnum í áttina til Laurie-búgarðsins og þaðan áfram til bæjarins Shubenagedy út við sjó. Bær þessi var verzlunarstaður mestallrar sveitarinnar. Oft höfðum við næturgesti, þegar íslenzku nýbyggj- arnir voru í vörukaupaferðum. Alltaf var ferðafólkið velkomið, og nutu jafnt heimamenn sem gestir þess- ara heimsókna. Þær voru ánægjuvinjar í hinu tilbreyt- ingarlausa hversdagslífi nýnumins lands. Allir voru glaðir og reifir, enda bjartsýnir á framtíðina, þrátt fyrir harðrétti og örbirgð. Síðari hluta vetrar 1881—1882 bárust fregnir um vax- andi landnám og framfarir í vesturlandinu, einkum í Manitóba, svo og um óðauppgang Winnipeg-borgar og hin háu daglaun, sem þar byðust. Með því að foreldrar mínir gerðust nú efablandnir um framtíð sína í Nova Scotia, eftir að hafa þraukað með þolinmæði við lífsskilyrðin þar í 4 ár, án þess að nokkrar horfur væru á breytingu til batnaðar, ákváðu þau að fara vestur. Vorið 1882 stigum við því á járnbrautarlestina í Halifax og héldum vestur til Winnipeg, Manitóba. í Winnipeg virtist vera mikill skortur á húsnæði, og urðum við að búa í tjaldi í nokkra mánuði — bættum enn einu tjaldinu við í tjaldborg, sem þandi sig með- fram götu einni (Ross-götu, ef ég man rétt) vestur frá Aðalstræti. Faðir minn fékk undireins vinnu við bygg- ingu borgarráðhússins. Daglaunin voru 3 dollarar og 50 Heima er bezt 439

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.