Heima er bezt - 01.12.1964, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.12.1964, Blaðsíða 13
urn kom fyrir atvik, sem er til marks um þetta hugar- ástand. Krakkar (þ. á. m. ég) voru vanir að safnast í stóran hóp á árbakkanum, nálægt austurenda brúarinnar. Þetta var allviðamikil timburbrú og tengdi aðalgötu þorpsins við vesturhlið dalsins, en þar hafði verið gerður upp- hleyptur vegur um lágt land yfir að Pellý-vagnslóðinni. Við báða brúarenda var fest upp viðvörun til almenn- ings um að „hver, sem færi hraðar yfir brúna en með gönguhraða, yrði lögsóttur“. Nú tók einn krakkinn eftir því, að eitthvað, sem líktist gripahjörð, var á hreyfingu úr norðri í vestan- verðum dalnum. Við fórum öll að góna á þetta, og urð- um sammála um, að það hlyti að vera nautgripir, sem villzt hefðu úr heimahögum, og héldum við svo áfram leik okkar. En von bráðar var gaman okkar harkalega truflað af glymjandi hófaslætti og andstyggilegum öskrum. Sáum við hvar flokkur Indíána, um 20 manns, kom á harðastökki eftir upphlevpta veginum og stefndi á brúna. Máluð andlitin, íjaðrasörvin, sem í reiðgustin- um sveigðust aftur með höfðinu, herópin, svo ógn- þrungin, að blóðið í okkur ætlaði að storkna, — af þessu öllu urðum við ofsahrædd og flýðum í allar áttir í leit að felustað. Indíánarnir létu sig aðvörunarspjaldið engu skipta. Þeir hægðu ekki hið minnsta á sér, þegar að brúnni kom, heldur þeystu yfir hana og riðu svo í loftinu í gegnum bæinn og áfram, unz þeir hurfu upp yfir aust- urbrún dalsins. Atvik þetta olli talsverðu uppnámi í bænum, og auð- vitað var varla um annað talað þann daginn og nokkra næstu daga. Yfirleitt voru menn þó á einu máli um það, að ástæðulaust væri að óttast. Þessi flökkuflokkur indí- ánskra garpa hefði bara ekki staðizt þá freistingu, þeg- ar hann kom á upphleypta veginn, að hleypa fákum sín- um á æðisgenginn sprett, veita villtu eðli sínu útrás, og þá um leið, ef svo vildi verkast, að gera alla þá, sem á vegi þeirra yrðu, brjálaða af hræðslu. Ekki höfðum við dvalizt í Shellmouth fulla tvo mán- uði, þegar sú frétt barst, að járnbrautin, sem menn höfðu gert sér svo ákafar vonir um, ætti ekki að fara þar í gegn. Henni hafði verið valin ný stefna, og átti hún nú að leggjast yfir dalinn 25 km sunnar. Þar hafði smáþorp risið fyrir skemmstu. Afleiðingar þessarar ráðabreytni komu fljótt í ljós. Allmargt manna og ýmis fyrirtæki fluttust þegar brott. Sögunarverksmiðjan var upp tekin, flutt niður dalinn og endurbyggð á árbakk- anum fast við ákveðið leguland jámbrautarinnar. Þorp- ið fékk nú nafnið Mill'wood. Faðir minn hélt áfram að vinna í sögunarverksmiðj- unni. í hjáverkum tókst honum að koma upp allstórum íbúðarskúr, skammt frá verksmiðjunni, og fluttum við í hann strax og honum var lokið. Hann var mildu rúm- betri en sá, sem við höfðum í Shellmouth, og fór nú betur um okkur. Föður mínum tókst líka, skömmu eft- ir að við settumst að í Millwood, að kaupa tvær kýr. Seljandinn bjó í grennd við þorpið á búréttarjörð, sem hann hafði tekið nokkrum árum áður, og átti hann nú laglega gripahjörð. Kýr okkar voru báðar mjólkandi, og nutum við nú þess munaðar, að hafa dag hvern nýja og kostgóða mjólk og rjóma og þurfa ekki lengur að spara hvern dropann. Var okkur þetta alveg ný reynsla og mikils metin. í dalnum var nóg um gras handa kún- um, baunafeðmingur og rauðtoppur á lágsvæðum, og mikið vatn og gott. Hús okkar, ef hús skyldi kalla, stóð á fallegum, slétt- um og skóglausum bletti nálægt árbakkanum, hátt frá vatnsborði árinnar. Þar var rúmgóður og svalur kjall- ari, klæddur innan með úrgangsborðum, svo að mold- arveggirnir hryndu ekki inn. Fram með einum veggn- um var moldarbálkur, um 18 þumlunga breiður og 2 feta hár. Þar kom móðir mín fyrir mjólkurtrogunum til kælingar og til að láta rjómann safnast ofaná. Kjall- arinn var þurr og þokkalegur og furðu kaldur, jafnvel í hitum, og virtist allt geymast þar vel. Niður í hann lá stigi og í eldhúsgólfinu yfir honum var skellihurð eða kjallaralok. Morgun einn fór móðir mín niður til að sækja mjólkurtrogin, og sá þá sér til skelfingar, að öll voru þau meira eða minna full af litlum, svörtum eðlum, sem syntu um í mjólkinni. Við fengum hvorki mjólk né rjóma þann daginn. Var okkur sagt, að smá- kvikindi þessi, sem venjulega héldu sig niður við vatns- borðið og virtust eiga þar sínar náttúrlegu bækistöðv- ar, klifu upp á árbakkann og leituðu sér felustaða, þeg- ar þrumuveður geysuðu. Nóttina áður en þetta bar við hafði einmitt gengið aftaka þrumuveður, og var nú kjallaragólfið krökkt af eðlum. Það var alls ekkert áhlaupaverk fyrir föður minn, að fjarlægja þær. En ekki gerðu þær okkur neinn óskunda framar. # * * Tíminn stóð ekki í stað. Hinir löngu sumardagar liðu hjá, viðburðasnauðir — nema þá að því leyti, að óteljandi margt er það, sem ber fyrir augu átta ára gamals drengs. Allt er það honum nýtt. Þegar hann fer rannsóknarferðir sínar um nálæg gil eða klifrar um brekkurnar, býr hvert spor yfir unaðslegu ævintýri, fullu af forvitnilegum uppgötvunum. En að lýsa draum- um mínum og sýnum og þeim sælukenndum, sem rölt- ið þarna úti í náttúrunni veitti mér, væri of víðtækt umtalsefni. Járnbrautin komst til Millwood í ágústmánuði, ef ég man rétt, og nú fóru lestir að koma daglega með fólk og flutning. Um það leyti kom fjölskylda frá íslandi, sem var ein þeirra, sem hugðu á landnám i Þingvallabyggð. Þetta var Helgi Ámason, Guðrún kona hans og tveir ungir synir þeirra. Eldri drengurinn, Helgi („Helgi yngri“), var sem næst 5 ára, hinn hvítvoðungur, sem fæðzt hafði á hafi úti og verið gefið nafnið Camoens, — eftir skip- inu, sem flutti fjölskylduna yfir Atlantshafið. (Framhald.) Heima er bezt 441

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.