Heima er bezt - 01.12.1964, Síða 29
SÓLVEIG BENEDIKTSDÓTTIR
s
úsmœöur
Nú nálgast jólin óðum og allar reynum við eftir mætti
að undirbúa komu þeirra, svo að þau verði öllum á
heimilinu gleðileg og góð.
En þurfum við nú að hafa alveg eins mikið fyrir hlut-
unum og nú tíðkast? Er ekki of mikil áherzla lögð á
íburð, jafnvel óhóf í mat og drykk, skreytingum og
klæðnaði? Helgi hátíðarinnar verður ekki meiri með
auknum íburði. Þvert á móti. Og gerum við ekki of
mikið að því að taka upp alls konar erlenda siði, en
gleymum að halda í heiðri okkar eigin erfðavenjum?
Þá held ég, að flest heimili hafi sína sérstöku rétti á
borðum um jólin. Og öll viljum við innst inni hafa allt
„eins og það var heima“.
Hangikjötið er alls staðar talið sjálfsagt, en laufa-
brauðið virðist því miður vera á undanhaldi. Eg hef
heyrt, að íslendingar í Vesturheimi teldu nokkra rétti
vera sérstaklega íslenzka og þar teljast þeir til hátíða-
rétta, t. d. kleinur, pönnukökur með sykri, vínartertu,
rúllupylsu o. fl. Gætum við ekki betur haldið í heiðri
okkar gömlu þjóðarréttum en við gerum nú? Ég hef
heyrt, að laufabrauð sé nú aðeins búið til á Norður- og
Austurlandi, en áður fyrr um allt land. Oskandi væri,
að allar íslenzkar húsmæður tæki nú upp þennan gamla
og góða sið. Væri þættinum kært að fá sendar upp-
skriftir af laufabrauði frá húsmæðrum, því að mér er
kunnugt um að það er ekki alls staðar eins.
Ég geri engar uppástungur um aðalhátíðamatinn, en
læt hér fylgja nokkra létta rétti á kalda borðið.
SÚR SÍLD
2 saltsíldar
21/2 dl. borðedik eða vínedik
2 ms. vatn + 4 ms. sykur
2 laukar
4 lárviðarlauf
10 heil piparkom.
Síldin er afvötnuð vel og flökuð. Edik, sykur og vatn
er soðið saman og kælt mjög vel. Síldin er þerruð og
skorin í fingurþykkar ræmur þversum og lögð í glas,
en muldum pipar, lárviðarlaufi og sneiddum lauk kom-
ið fyrir milli laga. Edikblöndunni hellt yfir og síldin
geymist lengi í ísskápnum. Góð eftir 1—2 sólarhringa.
TÓMATA SÍLD
4 kryddsíldarflök
1 dl. tómatsósa
1 ts. paprika
2 ms. salatolía
1 saxaður iaukur
1/2 dl. sherry
1/2 dl. borð- eða vínedik.
Síldin er afvötnuð vel, þerruð og skorin í lengjur.
Tómatsósu og öllu meðfylgjandi hrært vandlega sam-
an og hellt yfir síldina. Góð eftir 3 daga.
SVESKJUSULTA
1 kg. sveskjur
Vatn
300—400 g. sykur.
Sveskjurnar era lagðar í bleyti og soðnar í sama vatn-
inu, þar til þær eru mjög meyrar. Kældar og hakkaðar
og sykurinn látinn út í. Soðið um stund.
Heima er bezt 457
/