Heima er bezt - 01.12.1964, Page 33
Enn er hún á sama stað og á dögum Rutar, á hrygg-
myndaðri grárri kalksteinshæð. Fjallshlíðin er grafin í
hjalla, með hlöðnum veggjum til varnar því að jarð-
vegurinn skríði fram. A þessum hjöllum eru ræktuð
vínviðartré, olíutré, fíkjutré og möndlutré.
Þú gctur enn séð akurinn þar sem Bóas gekk um með-
al garðyrkjumanna sinna og þar sem Rut tíndi öxin; þú
getur séð hvar Davíð gætti hjarðar sinnar og þeytti
steinum með slöngunni; þú getur séð vellina þar sem
dýrðin ljómaði kringum hjarðmennina hina helgu nótt.
Langt í fjarska getur þú eygt bláa tinda fjallanna í Moab,
þaðan sem Rut og Noomí snéru til Betlehem.
Borgarstæðin eru þröng. Húsin, sem hafa flöt þök,
eru hringreist, og gluggar mót götu eru fáir. Búðimar
eru vart annað en bogþök, án dyra og glugga, og þar
eru skornir út minjagripir úr olíuviði eða perluskel til
þess að selja ferðalöngum.
Margir ferðamenn koma til Betlehem til þess að sjá
fæðingarstað Krists. Kirkja, sem nefnd er Fæðingarkirkj-
an, er reist á þeim stað, þar sem álitið er, að jatan hafi
staðið. Þak kirkjunnar er gert enskri eik, sem var gjöf
Edvards IV. konugs yfir Englandi. Undir kirkjunni er
hellir, þar sem silfurstjarna hefir verið greipt í gólfið
á þeim stað sem talið er, að Kristur hafi fæðzt.
Við vitum auðvitað ekki með neinni vissu, hvar stað-
urinn var. Heilagur Jerome, guðhræddur, gamall munk-
ur, sem dó 419 e. Kr., bjó í 30 ár í helli þarna rétt hjá
Við vitum enn hvar hans hellir var, þar sem hann þýddi
allt Gamla testamentið úr hebresku á latínu. Það er þýð-
ingin, sem þekkt er undir nafninu Vulgata. Einhvem
tíma getur þú kannske lesið hana, og meðan þú lest
hana, þá skalt þú hafa hugfast, að hún var rituð svo
nærri, sem komizt var, þeim stað, er helgastur er á jörð,
— staðnum þar sem hann varð hold, Frelsarinn, er
Gamla testamentið boðaði.
Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson.
þýddi og endursagði.
Árið 1930 er eitt mesta hátíðaár í sögu íslandsbyggð-
ar. Þá var haldin, að Þingvöllum við Oxará, þjóðhátíð
í minningu um þúsund ára afmæli Alþingis.
I sambandi við hátíðahöldin fór fram samkeppni
skálda um hátíðaljóð. Nokkur ljóð bámst og voru þrenn
verðlaun veitt. Fyrstu verðlaun hlaut hið unga þjóð-
skáld, Davíð Stefánsson og jafnhá verðlaun hlaut hinn
aldni skáldajöfur Einar Benediktsson, sem þá var 66 ára.
Þriðja ljóðaskáldið, sem verðlaun 'hlaut, var ungt og
upprennandi skáld þeirra tíma, Jóhannes úr Kötlum.
Oll voru þessi ljóð með snilldarbragði, en í hátíða-
höldunum voru Ijóð Davíðs Stefánssonar sungin og
túlkuð af snillingum söngs og tónlistar á sjálfri hátíð-
inni. Era mörg af þessum ljóðum í ljóðaflokki Davíðs
Stefánssonar, og lögin við þau eftir Sigurð Þórðarson
tónskáld, eftirlæti ljóðelskra og sönghneigðra manna,
enda oft leikin og sungin í útvarp. — Þarf ekki annað
en minna á ljóðin: „Þú mikli eilífi andi, — Þér land-
nemar hetjur af konungakyni, — og Brennið þið vitar.“
En það eru þekktustu ljóðin úr hátíðaljóðunum.
En þetta hátíðaár var búsett vestur í Saurbæ í Döl-
um eitt bezta ljóðskáld íslendinga, en frá þessu skáldi
bárust engin ljóð í þessari ljóðasamkeppni. Þetta ljúfa
ljóðskáld, var Stefán frá Hvítadal. Hann bjó þarna við
sára fátækt og var auk þess heilsubilaður. Ég held að
árin 1929 og 1930 hafi hann átt við sjúkdómserfiðleika
að stríða. Frá honum bárust því engin ljóð eins og fyrr
segir.
í janúar 1930 hóf göngu sína í Reykjavík, tímarit,
sem nefndist Perlur. Það varð því miður skammlíft, en
frágangur þess var sérstaklega snyrtilegur og efni fjöl-
breytt.
Nú nýlega var ég að fletta þessu riti og rakst þar
meðal annars á ljóðaflokk, sem nefndist: Anno Domini
1930. Höfundur þessa ljóðaflokks er Stefán frá Hvíta-
dal. Ekki veit ég það með vissu, en talið var, að þessi
ljóðaflokkur væri framlag hans til ljóðasamkeppni um
hátíðaljóðin, sem af einhverjum ástæðum hefði verið
síðbúinn.
Þessi ljóðaflokkur er með mesta snilldarbragði, eins
og hin verðlaunuðu hátíðaljóð, og þar sem ég veit, að
hann er í fárra höndum, ætla ég að birta hér ofurlítið
sýnishorn úr honum.
í fyrsta kafla ljóðanna minnist hann Papanna þannig:
ísland bíður aldir langar
— enginn sækir þess fund.
Laufskrúðið vaggast í ljúfum blæ
— ljóma hin bláu sund.
Kliður í lofti og fagnandi fara,
fuglar um land og sæ.
— Árnar niða og fossar falla,
og fjöllin grænka og hýljast snæ.
ísland bíður og ísland hlustar
á aldanna hljóða nið.
— Grasið sprettur og döggum dala
drepur enginn fótur við.
ísland bíður og ísland hlustar
á aldanna hljóða nið.
— Enginn veit þess upphaf
og enginn veit þess bið.
Heima er bezt 461