Heima er bezt - 01.12.1964, Page 34
Sólin ljómar og svellin þána
og sumar er runnið nýtt.
— Vellirnir grænka og vötnin freyða
og vindar blása af suðri hlýtt.
Þá siglir knörr við sjónarrönd
í sunnan þey.
— Leitar inn til landsins
lítið fley. —
Sólroðnar, vaggandi bárur bera
bát á sand.
— Jörðin angar mild og mjúlc.
— Mennirnir stíga á land.
Pater noster* þeir mæla af munni. —
Mennirnir beygja sín kné.
Drottni, sem leiddi’ oss um djúpið heila,
dýrðin að eilífu sé.
í öðrum ljóðaflokknum minnist hann Ingólfs land-
námsmanns. Þar segir svo:
Yfir höfði íslands þjóta
ungar heillaspár.
— Af hafi sighr háreistur knörr
heiðríkt morguns ár.
ísland fyllist eftirvænting
og ísland ber sitt hátignar skrúð.
Fleygið er borðhátt og skarað skjöldum,
skínandi fögur gnoð og prúð.
Við sólu á gullna lokka ljómar,
á land upp gengur hin norræna sveit.
— Ingólfur kominn — og ísland fagnar
og aldrei fegurri sýn það leit.
Og ylur heitur um ísland fer,
— angan í lofti svellur.
Það blikar á sylgjur á brjósti hvelfdu
og barmurinn rís og fellur.
Af knerrinum stíga konur á land,
í kjarrinu þýtur við lygnan fjörð,
og andvarinn hleypur fagnandi í fang
því fegursta hér á jörð.
Og blærinn klappar og barminn strýkur
og brjóstin kyssir og heitan munn,
og fagnandi blærinn faldinum lyftir,
— þá freyðir snöggvast hin bjarta unn.
Upphaf íslands byggðar
Ingólfs koma varð.
* Pater noster = Faðir vorið.
Skáli er gjör og veður vaxa
og veturinn fer í garð.
í tólfta ljóðinu minnist hann þúsund áranna hðnu frá
setningu Alþingis:
Fagurt var á fyrri tíð
feðra vorra land, —
ymur sama alda blá
upp við fjörusand.
Eins er haf og himinn
og heiðaveldin blá,
sunnanblærinn samur
og sólin eins og þá.
Örsnöggt fellur aldamóðan
yfir jarðarlýð.
Ungum finnst til elli langt,
undrast slíka tíð.
Þrosldnn undrast ekki
alda þankastrik.
— Þó að líði þúsund ár,
þetta er augnabhk.
Á þessum árum kringum alþingishátíðina voru mörg
upprennandi góðskáld á íslandi. Eitt þeirra var Tómas
Guðmundsson, sem nú er eitt af þekktustu Ijóðskáldum
þjóðarinnar og er hann stundum nefndur borgarskáld,
af því hann hefur ort svo margt fallegt um höfuðborg-
ina okkar, Reykjavík.
í júníblaðinu í Perlum 1930 birtist fallegt ljóð, sem
alhr lærðu, eftir hið unga borgarskáld Tómas Guð-
mundsson. Kvæðið heitir: Hanna litla og birti ég það
hér með leyfi höfundar:
Hanna litla! Hanna htla!
Heyrirðu ekki vorið kalla?
Sérðu ekki sólskinshafið
silfurtært um bæinn falla?
Hanna litla! Ljúfir draumar
líða enn um hjarta mitt,
— Ijúfir draumar ungrar æsku,
ef ég heyri nafnið þitt.
y Hanna litla! Hanna htla!
Hjartans barnið glaðra óma.
Ástaljóð á vorsins vörum,
vorsins álfur meðal blóma.
Þín er borgin björt af gleði,
borgin heit af vori og sól.
Strætin syngja. Götur glóa.
Grasið grær á Arnarhól.
Hanna litla! Hanna litla!
Hersveitir af ungum mönnum
462 Heima er bezt
I