Heima er bezt - 01.12.1964, Qupperneq 37

Heima er bezt - 01.12.1964, Qupperneq 37
flytur Svanhildi skilaboð hans. Hún veit að nú er öllu óhætt. Svanhildi grunar sízt hið rétta erindi Þorgríms við sig að þessu sinni, en hún er orðin svo sterkmótuð í óbifanlegri ró og áræði í ströngum skóla miskunnar- lausra örlaga, að hún hikar ekki við að fara á fund Þor- gríms, 'hvað sem þar kann að bíða hennar. Það getur naumast orðið þyngra en það, sem hún hefur þegar orð- ið að þola. Og raunar sendi hann henni þau boð með Steinvöru, að hún þyrfti ekkert að óttast að koma á fund sinn. En hvað finnst Þorgrími óttalegt, og hvað ekki? En Svanhildur hugleiðir þetta ekki nánar heldur gengur róleg og einbeitt inn í svefnherbergi Þorgríms. Gamli maðurinn hvílir í rúmi sínu mjög fölur yfir- litum, og útlit hans leynir því ekki, að hann hefur háð stranga baráttu að undanförnu, þótt hann virðist nú fullkomlega í réttu jafnvægi hið ytra. Svanhildur nemur staðar fyrir framan rúm Þorgríms og segir lágt og rólega: — Ég fékk skilaboð frá þér, Þor- grímur, að koma hingað. — Já, ég þarf að tala við þig, Svanhildur. Og ég skal ekki tefja þig með neinum formála. A þessari stundu leysi ég þig frá giftingarheiti þínu við mig. En ég óska eftir, að þú verðir framvegis bústýra hérna hjá mér til haustsins. Síðan ertu alfrjáls ferða þinna, hvað mig snert- ir, þegar þetta sumar er á enda....Hverju svarar þú þessu? Svanhildi verður algerlega orðfall í bili og getur engu svarað. Hún trúir naumast sínum eigin eyrum. Að hún sé aftur alfrjáls, þurfi aldrei að giftast Þorgrími, eigi að- eins að vera bústýra hjá honum til haustsins! Þetta er líkara fallegu ævintýri heldur en því sem gerist í hvers- dagsköldum raunveruleikanum. En hvað verður nú um fjárhagslega afkomu foreldra hennar, þegar Þorgrímur krefst þess ekki lengur, að hún giftist honum? Heimtar hann þá ekki endurgreitt allt það, sem hann hefur látið af hendi rakna við þau? Það vill hún fá að vita nú þeg- ar! Gleði hennar yfir fengnu frelsi verður sársauka- blandin, þurfi fátækir foreldrar hennar að líða fyrir það. Og Svanhildur segir því að lokum: — Ég fagna óneitanlega endurheimtu frelsi og þakka fyrir það. Og ég er fús að vera bústýra hér til hausts- ins, fyrst þú óskar þess, það er ekki svo langur tími. En hvernig verður nú með kaupin á Ytra-Núpi, fyrst ég er ekki lengur gjaldmiðill fyrir kotið? — Þau viðskipti hafa aldrei átt neinn rétt á sér, Svan- hildur. Þú ert góð dóttir, það er ekki annað hægt að segja. En loforð þau sem ég hefi gefið foreldrum þín- um um kaupin á Ytra-Núpi, skulu standa óbreytt af minni hálfu. Þér er óhætt að treysta því. Þú átt hjá mér ráðskonukaup fyrir þann tíma, sem þú ert bújn að vera hér, og það ætla ég að greiða þér nú. Svo borga ég þér í haust, þegar þú ferð frá niér, það sem þú átt þá inni- standandi hjá mér fyrir þann tíma, sem eftir er til hausts- ins. — Þú skalt taka það kaup, sem þú ætlar að greiða mér, upp í viðskipti þín og foreldra minna, þótt það hrökkvi skammt upp í skuld þeirra við þig, segir Svanhildur. — Nei, Svanhildur! Ég greiði þér það sjálfri. Þú hef- ur unnið fyrir kaupi þínu hér á Fremra-Núpi með sóma. Þorgrímur stígur fram úr rúminu, opnar skúffu í skrifborði sínu og tekur þar umslag með peningum. Síðan leggst hann upp í rúm sitt aftur og telur Svan- hildi fullkomið ráðskonukaup fyrir þann tíma, sem hún hefur dvalið á Fremra-Núpi, og réttir henni svo pen- ingana. — Taktu við þessu, Svanhildur, segir hann. — Þú átt það! Svanhildi skilst það fyllilega, að Þorgrími er það full alvara að taka ekki kaupið upp í skuld foreldra hennar, heldur greiða henni það sjálfri. Hann er allt annar mað- ur, en 'hún hafði álitið hann vera. Það er oft djúpt á gulli mannssálarinnar í moldviðri efnishyggjunnar, en það nær þó um síðir að komast upp á yfirborðið og skila vöxtum af ósviknum málmi. Svanhildur tekur við peningunum og réttir Þorgrími síðan höndina. — Ég þakka þér fyrir viðskiptin, Þorgrímur, segir hún lágt og þýðlega. Þorgrímur tekur þétt um hönd hennar. — Það er ekk- ert að þakka, Svanhildur. Ég bið þig að fyrirgefa mér misferli mín við þig. — Já, Þorgrímur, það skal allt vera gleymt af minni hálfu. Þorgrímur þrýstir hönd Svanhildar í djúpri iðrun og þakklæti, og rödd hans brestur nokkur andartök. En svo segir hann: — Ég þakka þér fyrir, Svanhildur. Nú er erindi mínu við þig lokið að þessu sinni. En skilaðu því til Trausta að finna mig hingað, núna strax. Svanhildur dregur að sér höndina. — Já, ég skal skila því fyrir þig. Hún gengur þegar fram úr herbergi Þor- gríms og flytur Trausta skilaboð föður hans. En síðan hraðar hún sér út og burt frá bænum, upp í lítinn hvamm í Núpnum fyrir ofan túnið og sezt þar í gras- ið. Hún verður að fá að vera ein um stund. Trausti gengur inn í svefnherbergi föður síns og nemur staðar fyrir framan rúm hans. En hann ætlar að lofa föður sínum að ávarpa sig að fyrra bragði. Hon- um virðist það eiga bezt við eftir síðasta samfund þeirra. Þorgrímur horfir nokkur andartök þögull á son sinn. Hann skortir í fyrstu viðeigandi orð yfir tilfinningar sínar. En brátt réttir hann Trausta hönd sína og segir lágum rómi: — Sonur minn, ertu reiður við mig? Trausti tekur mjúklega um útrétta hönd föður síns. — Nei, pabbi minn. Vissulega er ég ekki reiður við þig. Það vakti allt annað en reiði fyrir mér síðast, er við áttum tal saman. Ég vildi af góðum hug benda þér á sannleikann í réttu ljósi, og ég vona að mér hafi tekizt það. (Framhald.) Heima er bezt 465

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.