Heima er bezt - 01.12.1964, Page 38
Ný framhaldssaga eftir MAGNEU FRÁ KLEIFUM
FYRSTI HLUTI
I.
UNGFRÚ SPURUL
„Afi.“
„Já, Hanna mín?“
„Hvernig eru elliheimili?“
„Vertu nú ekki alltaf að hugsa tun þessi elliheimili,
heillin mín. Farðu heldur út og leiktu þér við Neró.“
„Já, en hvernig eru þau?“
„Hver?“
„Elliheimilin.“
„Ég er oft búinn að segja þér, að það er bara stórt
hús, sem kallað er elliheimili vegna þess, að þar eru bara
gamalmenni.“
„En ellin, er hún þar?“
„Hvað segirðu, barn?“
„Ég spurði, hvort ellin væri þar, og hvernig er hún?
Er það kerling Ijót eins og Grýla gamla, eða er hún eins
og Setta, sem kom hér einu sinni, og þú sagðir að væri
eins og .... “
„Ef þú hættir ekki þessu bulli, Hanna María, verð ég
reiður. Svona, farðu nú út,“ sagði afi ákveðinn, áður en
Hönnu vannst tími til að segja, hverjum afa hefði fund-
izt Setta vera lík.
„Afi?“
„Farðu út.“
„Afi minn, segðu mér bara frá ellinni, þá skal ég fara.“
Afi andvarpaði. Svo kallaði hann fram í eldhús til
ömmu:
„Heyrðu, heillin mín, viltu ekki segja henni ungfrú
Spurul, hvað ellin er.“
Amma kom inn í dymar. Hún var að steikja lummur,
því í dag var uppboð heima á Fellsenda, og hún bjóst
við, að margir myndu koma og fá sér kaffi í Kotinu.
Hallfríður gamla myndi hafa í nógu að snúast, þó að
hún losaðist við að gefa gestunum kaffi.
„Farðu fram í stofu, láttu dúk á borðið og raðaðu svo
bollunum fallega á það fyrir mig, þá skal ég gefa þér
stóra lummu,“ sagði hún og brosti.
„Fær Neró líka lummu?“
„Ef hann er þægur og stilltur.“
Hanna María gekk fram í litlu stofuna og tók til að
leggja á borðið. Það fannst henni reglulega gaman. All-
ir fallegir litir komu henni í gott skap. Borðdúkurinn
var svo snjóhvítur með mjóum allavega litum bekkjum
og pínulitlum bláum og rauðum blómum saumuðum í
kring í miðjuna og í öll hornin. Bollarnir voru líka fín-
ir. Þeir komu frá útlandinu, sagði afi, og í útlandinu
var allt svo fínt og fallegt. Þar gat maður tínt epli og
appelsínur eins og berin hérna í kotinu, og gráfíkjur og
rúsínur og döðlur, allt óx þar á trjánum. Hún hafði séð
það sjálf á myndum, sem kaupakonan á Fellsenda hafði
átt.
„Hanna, ertu ekki að verða búin?“ kallaði amma, svo
að Hanna varð að sigla hraðbyri heim frá útlandinu og
fara inn í eldhús til ömmu. En þegar hún væri orðin
stór, ætlaði hún að fara og skoða allar þessar dásemdir,
sem myndirnar í bókunum sýndu henni.
„Þurrkaðirðu nú vel af bollunum?“
„Já, amma mín, og ég lét lausu diskana réttu megin.
Megum við Neró nú fá lummu?“
Amma rétti þeim sína lummuna hvoru. Hanna kyssti
hana fyrir, en Neró rétti kurteislega fram hægri fótinn
og bofsaði.
„Verið þið nú úti á hlaði og segið mér, ef einhver
kemur heim,“ sagði amma.
Hanna gekk út og horfði heim að Fellsenda. Þar voru
margir menn samankomnir á hlaðinu framan við gamla
bæinn. Þetta var stór bær, og hafði einu sinni þótt reisu-
legur, en nú var hann orðinn gamall, þilin farin að hall-
ast fram á hlaðið, og hrunið úr veggjunum.
Allt í einu datt Hönnu dálítið skrítið í hug. Átti hún
að fara inn og segja ömmu það? Nei, það var bezt a<ð
spyrja afa í kvöld, hvort þetta væri ekld rétt hjá henní.
En það var nú samt ósköp leiðinlegt, að Hallfríður og
Hinrik og Solla gamla skyldu þurfa að fara frá Fell*-
enda til að fara á elliheimili.
466 Heima er bezt