Heima er bezt - 01.01.1965, Page 6
Við áramót
Árið 1964 er liðið í skaut aldanna. Viðburðaríkt og
með sínu sérstaka svipmóti, eins og raunar öll ár eru.
Þótt oss finnist sem rás viðburðanna sé sífelld endur-
tekning, hefir þó hver dagur, að ég ekki tali um hvert
ár, sinn svip, sín einkenni, ólík öllum öðrum, þrátt fyr-
ir órofa samhengi í rás sögunnar. Vér segjum að vísu
oft, ..að sagan endutaki sig.“ en sú endurtekning nær þó
ekki nema að tilteknu marki. Nær væri að segja, að
orsakir og afleiðingar endurtækju sig. Líkar forsendur
gefa líkar niðurstöður, en forsendurnar verða sjaldnast
alveg þær sömu á mismunandi tímum, þótt snertideplar
þeirra séu margir. Með því að meta þá, fáum vér smám
saman lært af reynslunni, og ef vér gefum oss nægan
tíma, skyggnst inn í framtíðina að tilteknu marki, líkt
og veðurfræðingurinn spáir veðri eftir útreiknaðri
braut lægðanna. En þær geta breytt um stefnu, og
mannshugurinn er breytilegur, vér sjálfir erum ekki
lengur þeir sömu, og vér vorum fyrir ári síðan, þótt
vér gerum oss það ef til vill ekki ljóst. I því liggur oft
vor stærsta reikningsskekkja. Vér skynjum hlutina
öðruvísi en vér gerðum fyrr.
Áramótin eru tími reikningsskila. Viðskiptareikning-
ar daglega lífsins eru gerðir upp, og vér leitumst við
að hefja nýtt ár með hreint borð fyrir framan oss. Vér
viljum skrá sögu þess á hreint blað, óflekkað af mistök-
um liðins árs og án skulda við fortíðina. En oss tekst
það sjaldnast til fulls. Lögmál orsaka og afleiðinga
fylgir oss. Vér fáum ekki máð burt spor liðins tíma,
•og hljótum að hlíta afleiðingum af víxlsporum þeim og
villustigum, sem vér höfum fetað á liðnu ári. En vér
njótum einnig góðs af því, sem vel hefir tekizt, svo að
vér getum fært dálka tekna ekki síður en gjalda, ekki
aðeins á sviði viðskiptanna, heldur einnig við lífið sjálft.
Nú eins og endranær heyrum vér fregnir frá hinum
stóra heimi, og einnig úr voru tiltölulega þrönga um-
hverfi. Vér heyrum dóma um liðið ár og spásagnir um
hið nýja af vörum þeirra, sem forystuhlutverkum
gegna nær og fjær. Einangrun lands vors er rofin, og
vér stöndum við barminn á hringiðu heimsviðburð-
anna, og vér hljótum að gera oss ljóst, að líf þjóðar
vorrar er háð þeim straumi, sem engin þjóð fær lengur
umflúið, hversu lítil sem hún er, og hversu einangrað,
sem land hennar kann að vera. Oss verður að skiljast
það, að ekkert er oss hættulegra en að hlaða um oss
múr einangrunar og stinga höfðinu í sandinn, til þess
að skynja ekki það, sem gerist kringum oss. Einangrun-
armúrinn getur aldrei orðið nema stundarhlíf. Og þegar
hann rofnar er ekkert vísara, en að oss yrði skolað varn-
arlausum með öllu í sjálfan meginflauminn. \rér hyrf-
um eins og dropinn í hafið. Oss er lífsnauðsyn að halda
opnum gluggum og gáttum til umheimsins. Fylgjast
með rás viðburðanna og taka þátt í samstarfi þjóðanna
eftir því sem efni vor leyfa. En jafnframt að vega
gaumgæfilega þau áhrif sem oss berast, samlaga menn-
ingarstrauma umheimsins þjóðlífi voru og menningu,
en láta þá hvorki gleypa oss, né loka þá úti.
Vér höfum heyrt, að friðvænlegar horfi nú í heims-
málunum en löngum fyrr. Samt berast oss daglegar
fréttir af blóðugum átökum hingað og þangað í heim-
inum. Þjóðir, sem hafa nýfengið frelsi sitt, berjast inn-
byrðis, og úr fjarlægð virðist sem þær hafi sloppið frá
sínum fyrri kúgurum, til þess eins, að verða öðrum
harðstjórum að bráð. Frelsið, þessi dýrasta eign manns-
ins, virðist vera vandmeðafarnara flestum gjöfum for-
sjónarinnar. Og alltof oft virðist sem frelsisþrá mann-
anna sé notuð, til þess að lyfta harðstjórum og ein-
ræðisherrum upp í valdastóla. Þegar sessinn er nægi-
lega traustur að þeirra dómi, ræður vilji einvaldans,
þegninn er jafnréttlaus og áður. Því miður virðist
margt benda til, að slík \rerði örlög ýmissa þeirra þjóða,
sem nú eru að heimta frelsi sitt. En þarna virðist mesta
hættan vofa yfir heimsfriðnum. Forystumenn lýðræðis-
ins ýmist sjá ekki eða geta ekki varizt þessari ógn. Þeir
þurfa í mörg horn að líta, þar sem einræðisherrarnir
taka ekki tillit til nema síns eigin vilja. Og meðan til
eru einræðisríki í heiminum, sem hafa það að stefnu-
marki, að þröngva stjórnarfari sínu og lífsviðhorfum
upp á aðrar þjóðir og svífast einskis í þeim efnum
hangir heimsfriðurinn á bláþræði, þrátt fyrir allar um-
ræður og pappírssamninga um afvopnun og bönn við
kjarnorkuvopnum. Fyrst þegar þjóðirnar taka fullt til-
lit til skoðana hverra annarra, og láta af að þröngva
sínum viðhorfum upp á aðra, og mannréttindi og
mannhelgi, eins og þau hafa verið bezt túlkuð og skil-
greind, verða almennt viðurkennd í verki, er friðarvon.
Vér fslendingar höfum notið árgæzku til lands og
sjávar. Samt hljótum vér að ugga nokkuð um framtíð-
ina, því að ýmsir örðugleikar steðja að, sem vér þó
eigum mesta sök á sjálfir. Þjóðin er haldin af tveimur
höfuðmeinsemdum, deilugirni og hófleysi. Vér deilum,
oft að því er virðist til þess eins, að unna ekki andstæð-
ingum sannmælis. Gagnrýni vor er næstum ætíð nei-
2 Heima er bezt