Heima er bezt - 01.01.1965, Síða 9
Foreldrar Þórðar í Vallnatúni, Kristin Magnúsdóttir og Tómas Þórðarson.
Við höldum áfram út með Fjöllunum og stönzum
næst við Holtsá. Nú er hún ósköp lítil og sakleysisleg,
þar sem hún rennur blá og tær undir brúnni. En eins
og kunnugir vita er þetta vatnsfall hið mesta forað, sem
olli verstu spjöllum á nærliggjandi jörðum áður en hún
var heft. Heila jörð hefur hún lagt í eyði — Hellnahól.
Enn sér móta fyrir bæjartóttunum rétt við veginn á
grænum hól við rætur Holtsnúps.
Við göngum upp á hólinn og fáum okkur þar sæti á
grænum þúfnakollum. Nú gefum við Þórði orðið. Það,
sem hann segir okkur um Hellnahól hefur hann eftir
gamalli konu, sem hann ólst upp með í Vallnatúni, Arn-
laugu Tómasdóttur (f. 1860 — d. 1944). Hellnahóll lét
ekki mikið yfir sér og auðnarlegt var að líta þar til
fjallsins, með klettum og skriðum niður á jafnsléttu.
Oðru vísi hafði verið þar um að litast, áður en skrið-
urnar féllu. Sagan sagði, að ekki hefði verið hægt að
finna þar stein til að henda fyrir kind, og átti ekki að
vera langt til þess að rekja. Örnefnið Kálfaból efst í
skriðunum minnti á þá sældarhaga. í skriðunum upp af
bænum í Hellnahóli var smátorfa, sem hafði staðið af
sér öll ofanföll. Gamla fólkið trúði því, að í henni
byggi huldufólk og sæi henni borgið. Oft sást þar ljós
í glugga hjá því. Lauga hitti einu sinni gamlan lesta-
mann austan af sveitum í Hellnahólsgrjótum. Hann
benti á torfuna og sagði: „Þegar ég var drengur, var mér
leyft að fara með á Bakkann til gamans en ekki gagns.
Torfan þessi var þá eins og hún er núna. Það er einhver
hulinn kraftur, sem hlífir henni.“
Við skriðuræturnar norðan við Hellnahólsbæinn var
dálítill blágrýtisklettur. Seitlar smálind undan honum.
Hann var kallaður Einbúi. Þar átti huldufólk heima og
fór ekki alltaf dult með sig. Algengt var að sjá ljós í
Einbúa. Einu sinni vildi það til hjá foreldrum Laugu
um vetrarmjaltir í vökulok, að sækja þurfti vatn handa
kú. Fór Tómas að sækja það. Vatnsbólið var þá rétt
vestan við bæinn. Uti var tunglsljós og heiðbjart loft.
Tómas sá, að kona gekk frá vatnsbólinu norður að Ein-
búa og bar vatnsskjólur. Hafði hann orð á því, þegar
inn kom, að fleiri hefðu þurft að sækja vatn í Hellna-
hóli í kvöld en hann.
Hvergi var þó jafnmikið um huldufólk og í bæjar-
hólnum. Gengu af því margar sögur, gamlar og nýjar.
Einu sinni átti að hafa heyrzt kálfsbaul undir búrgólf-
inu í Hellnahóli. Var þá ein huldukýrin að bera. Bónda
í Hellnahóli dreymdi, að til hans kom kona, sem sagði:
„Þær skulu dropa kýrnar þínar, meðan þú hreyfir ekld
við hólnum.“ Bóndinn gætti þess að gera aldrei jarð-
rask við bæinn og blessaðist þar líka vel. Síðar vildi
misbrestur á þessu verða og gekk þá bændum úrhendis,
meir en minna. Þorvaldur Björnsson vissi um helli í
háhólnum og hugðist hreinsa hann út. Lét hann vinnu-
mann sinn byrja að grafa til hellismunnans. Nóttina
eftir dreymdi Þorvald, að hann kom út og gekk austur
Heima er bezt 5