Heima er bezt - 01.01.1965, Síða 12
Hjónin i Vallna-
túni og dœtur
þeirra. Enn-
fremur Olöf
Jónsdóttir. Hún
var hjá Tómasi
allan hans bú-
skap, d. 1963.
Magnús Gíslason og Jón R. Hjálmarsson, hafa reynzt
þessu safnsmáli miklir drengskaparmenn. Hefur hinn
síðarnefndi verið formaður safnsnefndar nú um langa
hríð.
Árið 1959 brugðu foreldrar Þórðar búi í Vallnatúni.
Fluttust þau þá með Þórði syni sínum að Skógum, þar
sem hann hafði byggt sér fallegt hús á grundinni vest-
an við safnshúsið, og ef hægt er að segja það um nokk-
urn mann, að hann sé réttur maður á réttum stað, þá
er það Þórður Tómasson sem forstöðumaður Byggða-
safnsins undir Eyjafjöllum. Alla daga er hann valdnn
og sofinn um hag þess og framgang. Hvar sem hann
hefur grun um, að til sé einhver sá gripur, sem vert
muni að varðveita, þar er hann kominn til að bjarga
honum frá glötun og gefa hann framtíðinni. Víða hef-
ur hann komið á elleftu stundu, og aldrei mun Þórð-
ur glaðari heldur en þegar vel og giftusamlega hefur
tekizt slíkt björgunarstarf. — En ekki er honum nóg
að leggja leið sína þangað, sem hann veit slíka hluti í
vörzlu mannanna. Hann gengur líka á reka. Hann fer
á fjörur, þar sem hann veit að jörðin er að skila aftur
einhverju af því, sem árin og aldirnar hafa grafið í
skaut hennar. Frammi við sjó undir Austur-Eyjafjöll-
um nokkru vestan við Eyvindarhóla stóð til forna bær-
inn Stóruborg, sem Jón Trausti gerði frægan í Góð-
um stofnum. Þarna hefur auðsjáanlega verið stórbýli
fyrr á öldum, því að bæjarstæðið er geysimikið um
sig. Nú ber bæjarhóllinn fá merki þess iðandi lífs, sem
áður hrærðist á þessum slóðum. Utan úr hólnum er
sífellt að brotna fyrir ágang vatna og sjávarróts. Alltaf
öðru hvoru leggur Þórður leið sína fram að sjó til
að ganga þama á reka og tína upp og taka til handar-
gagns það sem komið hefur upp á yfirborðið við síð-
asta landbrot. Og oft verður honum gott til fanga. Ekki
er langt síðan hann fann þarna kvarnarstein úr norsku
graníti. Það er trúlegt, að hann sé úr búi Stóruborgar-
Onnu.
Það væri að vísu ekki rétt að orði komizt, að þar
sem byggðasafnið er, hafi Þórður Tómasson verið einn
að verki. Safnsnefndin hefur starfað vel, og almenn-
ingur um Rangárþing og Skaftárþing hefur sýnt safn-
inu mikinn skilning og velvilja. Hitt má líka fullyrða,
að þennan skilning og velvilja hafi Þórður átt þátt í
að skapa með óþreytandi elju í starfi og fölskvalausri
ást á verkefni sínu. Þórður Tómasson hefur vakið og
eflt þann skilning með fólkinu, að byggðasafnið sé sú
uppspretta þekkingar, sem þjóðin má ekki án vera, ef
þræðirnir við fortíðina eiga ekki að slitna. Þess vegna
hafa þjóðhættirnir sífellt verið að skapa sér meira rúm
í fræðimennsku Þórðar Tómassonar. Framan af hafði
hann mestan áhuga á ættfræði, persónusögu og þjóð-
sögum eins og útgáfa hans á Eyfellskum sögnum og
Sagnagesti bera með sér. En nú sitja þjóðhættirnir í
fyrirrúmi. Og söfnun fornra muna, skráning þeirra og
varðveizla, er brýnasta verkefnið á þessu sviði nú í
dag, því að nú eru þeir óðum að hverfa af sjónarsvið-
inu, sem geta veitt heimildir um það, hvernig þessir
munir urðu til og til hvers þeir voru notaðir. Eftir einn
eða tvo áratugi verða þeir engir til, sem geta svalað
forvitni okkar, svarað spurningum okkar um það,
hvaða venjur og verk voru tengd þessum fomu mun-
um.
Við gerum okkur tæpast ljóst hve tímarnir breytast
ört á þessu sviði. „Til hvers var þetta notað?“ segja
börnin og benda á aktygi, sem hanga mygluð úti í
skemmu. „Sjáðu hvað ég fann, pabbi, er þetta ekki
skrýtið?" segir smásnáði og sýnir föður sínum reipa-
slitur. Hann hefur aldrei séð hey bundið í bagga og
veit ekki hvað reipakapall er. Mér kom það líka á óvart
að sjá hestvagn á byggðasafninu í Skógum. Ég þurfti
dálitla stund til að átta mig á, að hann er að verða
„forngripur“ enda þótt hann sé ekki nema fárra ára-
tuga gamall. Svona eru hlutirnir fljótir að fyrnast á
þessum tímum hraðans og hinna öru breytinga. Svona
gagngerðum stakkaskiptum taka atvinnuhættir þjóðar-
innar á fáum árum. Þegar þessa er gætt, þá sjáum við
hve dýrmætt það er, hve ómetanlegt það er, fyrir okk-
ur að eiga í sem flestum byggðarlögum menn eins og
Þórð Tómasson, sem hafa næma tilfinningu og glöggt
auga fyrir því, sem er að gerast og hafa megnað að
vekja fólkið — bæði almenning og yfirvöld — til skiln-
ings á því hvað í húfi er.
Eins og gefur* að skilja telur Þórður Tómasson að
Þjóðminjasafnið sé íslands dýrmætasta eign. En eru þá
byggðasöfnin ekki óþörf? Nei, fjarri fer því. Þau hafa
sínu mikilsverða hlutverki að gegna, hvert á sínu sviði,
hvert á sínum stað. Þau bjarga mikilli mergð gamalla
Framhald á bls. 22.
8 Heima er bezt