Heima er bezt - 01.01.1965, Page 14

Heima er bezt - 01.01.1965, Page 14
Kennari og nemendur Þingvalla-skólans 1892. Myndin tekin á heimili Tómasar Pálssonar. Kennarinn, Guðný Jones, er til vinstri. Aftasta röð frá vinstri: Elias Jónsson Bildfell, Þorsteinn Björnsson Olson, Sveinn Friðbjörnsson, Sesselja Jónasdótt• ir. 2. röð: Kristin Einarsdóttir Suðfjörð, Anna Jónsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Guðlaug Jónsdóttir. 3. röð: Guðrún Pétursdóttir (fór til Islands, kaupkona i Reykjavík), Helgi Helgason (Árnasonar), Egill Jensson Laxdal, Sæmundur Jónsson, Guðmundur Ólafsson Johnson. 4. röð: Guðrún Tómasdóttir, Guðríður Ólafsdóttir, Guðný Björnsdóttir Olson (syslir Þor- steins), Kristin Jónsdóttir Bildfell, Soffia Friðbjörnsdóttir, Þorbjörg Ereysteinsdóttir. Fremsta röð: Margrét Jensdóttir Lax- dal, Sigurður Sigurðsson, Guðný Vigfúsdóttir (Þorsteinssonar). skyldu búa saman um veturinn og ganga að því í sam- einingu, að koma upp íbúðarhæfu húsaskjóli, enda orð- ið skammt þess að bíða, er fullkomið vetrarríki gengi í garð. Smíðaefnið var riftimbur úr húsinu, sem við höfð- um búið í í Millwood, auk alls konar timbursamsafns, sem keypt hafði verið ódýrt í sögunarverksmiðjunni. Efni þetta var þó ekki nóg í byggingu, sem veitt gæti viðunandi skjól fyrir hörkum vetrarveðráttunnar. Var þá horfið að því ráði, að gera útgrafning að sunnan- verðu í hól, svo stóran að þar mætti vel búa, en nota timbrið til að gera gólf og þilja innan veggina. Að því loknu var reft yfir og tyrft. Veggirnir voru 7 feta háir. Framhliðin stóð öll utan útgrafningsins, en afturgafl- inn allur innan hans, jafnhár hólnum. Þessu var öllu af- kastað með methraða, og síðan ekki beðið boðanna að flytja inn. Okkar eldstó var sett í annað framhornið, báðum fjölskyldunum til afnota. Vatn til matar og þvotta varð að sæltja í tjörn, og var þangað um 20 mínútna gangur. Kom það í minn hlut og systur minnar að sækja vatnið. Þessi útgrafningsbústaður okkar var hlýr, en þröng- ur. Allþéttur pílviðarlundur skýldi okkur fyrir hinum hráslagaköldu austanvindum, en grimmar norðanhríð- arnar náðu engu taki á okkur, með því að til þeirrar áttar sá aðeins í enda þakmænisins, slétt við hólinn. Þau tíðindi bárust, að teygzt hefði úr járnbrautinni til staðar, sem var 11 km frá okkar býli. Smáþorp hafði risið þar og var kallað Langenburg. Var það þjónustu- miðstöð landsvæðis, sem nýkomnir þýzkir innflytjend- ur höfðu numið. Verzlanir voru þar tvær. Aðra áttu og ráku Þjóðverjar tveir, Hinch og Ulrich, hina átti Helgi Jónsson. Hafði hann flutt hana þangað frá Shell- mouth. Bjarni Davíðsson Westmann veitti henni for- stöðu. Flestir hinna fáu landnema, sem þegar voru komnir til býla sinna í okkar byggð, keyptu nauðsynj- 10 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.