Heima er bezt - 01.01.1965, Page 17
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM:
ur
og mync
li r
iii.
Myndir í bókum til 1930.
Myndamót Hólaprentverksins voru útslitin af alda-
langri notkun. Prentsmiðjan eða síðustu leifar hennar
voru sameinaðar Hrappseyjarprentverki suður á Leir-
árgörðum. Og þótt ný öld væri hafin, og framkvæmda-
stjóri hins nýja prentverks, Magnús Stephensen, væri
bæði stórhuga og hámenntaður, gerði hann enga til-
raun til að skreyta bækur sínar með myndum. Og í
raun réttri má heita svo, að myndir sæjust varla í ís-
lenzkum bókum alla 19. öldina, og þó minnst í þeim
bókum, sem prentaðar voru í Reykjavík. Bar þar margt
til. Islenzku prentsmiðjurnar skorti alla möguleika, til
að prenta myndir svo vel færi fram á síðasta tug aldar-
innar. Engir íslendingar kunnu að gera myndir eða
myndamót til prentunar, og meðan ljósmyndatæknin
kom lítt til sögunnar, var ekki að búast við miklu
myndavali. Kostnaður við öflun mynda frá útlöndum
var bæði mikill, og auk þess fylgdu því ýmsir örðug-
leikar. Þá má og vera, að íslenzka bókagerðarmenn hafi
skort smekkvísi, til þess að skreyta bækur sínar mynd-
um.
Ekki mun nokkur bók prentuð í Viðey hafa verið
myndum skreytt. Að vísu var Stjörmifræði Ursins, sem
prentuð var í Viðey 1842 með 4 eirstungutöflum, en
grunur minn er, að þær hafi verið prentaðar erlendis.
Lítil breyting verður til batnaðar, þótt prentsmiðjan
flyttist til Reykjavíkur. Myndir munu naumast hafa
verið prentaðar í Reykjavík fyrr en eftir að ísafoldar-
prentsmiðja kemur til sögunnar 1877 og síðar prent-
smiðja Sigmundar Guðmundssonar 1883. Mun Sig-
mundur hafa verið brautryðjandi á því sviði, bæði
rneðan hann var yfirprentari í Isafold og síðar. Elztu
myndskreyttu Reykjavíkurbækurnar, sem ég hef rek-
izt á eru kennslubækur Benedikts Gröndals, Dýrafræði
og Steinctfræði. Þakkar Gröndal í formálum þeirra
Birni Jónssyni, eiganda Isafoldar fyrir, hversu vel bæk-
urnar séu úr garði sjerðar að letri, og að hann hafi lagt
í þann kostnað að kaupa til þeirra myndir, og var það
að maldegleikum. Annars má segja, að myndir hafi
varla sézt í Reykjavíkurbókum fram yfir aldamót,
nema skýringarmyndir í ýmsum kennslu- og fraeðibók-
um, t. d. þremur litlum bókum Stafróf náttúruvísind-
anna, sem Bókmenntafélagið gaf út 1880, Eðli og 'heil-
brigði mannlegs líkama 1879 og Hjálp í viðlögum 1885,
eftir Jónas Jónassen landlækni, hin síðarnefnda þó
þýdd. Agrip af náttúrufræði handa barnaskólum eftir
Bjarna Sænmndsson 1896 og Jarðfræði Þorvalds Thor-
oddsens 1889. Voru myndir í bókum þessum vitanlega
allar erlendar að uppruna og flestar einfaldar að gerð.
Vel má vera að einhverjar fleiri kennslu- eða fræði-
bækur hafi verið prentaðar á þessum síðustu tugum
aldarinnar þótt ekki sé þeirra getið hér. Þá var Saga
Róbínsóns Krúsó prentuð með myndum í Reykjavík
1886.
Alla 19. öldina voru íslenzkar bækur prentaðar í
Kaupmannahöfn og oft meira en í Reykjavík. Þannig
var Hafnardeild Bókmenntafélagsins lengstum athafna-
samari í bókagerð en Reykjavíkurdeildin. Voru fáeinar
bækur Bókmenntafélagsins með myndum, svo sem ævi-
Titilblað af Fingramálsstafrófi.
Heima er bezt 13