Heima er bezt - 01.01.1965, Page 33
Þá hefur verið beðið um ljóð, sem heitir: Ég man það
vel. Höfundur ljóðsins er Jón Sigurðsson, en Helena
Eyjólfsdóttir hefur sungið ljóð og lag í útvarp.
Ég man það vel er mættumst fyrsta sinn,
ég man hve blærinn strauk um heita kinn.
Ég mætti þér í maí í sunnan vindi
og mér fannst blómin hafa fengið mál,
og kveða okkur ljóð um ást og yndi
þá ást, sem kvikna tók í beggja sál.
Ég man það vel hvað vorum feimin þá
og varla gátum litið hvort á annað.
En lækur hló í lautu okkur hjá
litlir álfar voru að gægjast til og frá.
Þó löngu sé liðið fyrsta Vorið
þá lifnar allt er sólin skín í maí.
Við eigum hérna enn þá margt eitt sporið
við álfaklettinn reistum okkur bæ.
Og þó að feimnin farið hafi af mér
ég finn ég roðna enn af heitri gleði
hér vil ég lifa öll mín ár með þér
eiga vísa hvíld og skjól er rökkva fer.
Margir unglingar hafa beðið um ljóð, sem heitir:
Trunt, trunt, korriró. Ómar Ragnarsson hefur gert
þetta ljóð við lagið Do wah diddy, diddy. Ómar Ragn-
arsson hefur sjálfur sungið þetta ljóð á hljómplötu.
Sögu amma sagði mér um huldumann
sem söng trunt, trunt, ó og hæ og hó, korriró.
Og til sín sveitastúlku töfraði hann
og söng: trunt, trunt, ó og hæ og hó, korriró.
:,: Það hreif :,:
:,: Hún hló :,:
og í hólnum síðan bjó
ó, ó, ó, og ástin, hún losnaði úr læðingi við það.
Ég fór að hugsa:
„Skyldu ævintýrin eiga svona
enn þá sér stað?“
Ég elskaði stúlku, sem mig ekkert vildi með.
Ég söng: trunt, trunt, ó og hæ og hó, korriró
og á þeirri stundu var sem undur hefði skeð.
Ég söng: trunt, trunt, ó og hæ og hó, korriró.
:,: Það hreif :,:
:,: Hún hló :,:
Það hreif, hún hló
og fór með mér út í mó
/ / /
O, O, o,
og ástin hún losnaði úr læðingi við það.
Já, það er merkilegt, að
ævintýrin eiga svona enn þá sér stað.
Og síðan við lifum í sælu hverja stund
og syngjum: trunt, trunt, ó og hæ og hó, korriró
og ef þú, vinur, þráir afhuga sprund
syngdu: trunt, trunt, ó og hæ og hó, korriró.
:,: Það hrífur :,:
:,: Hún hlær :,:
Það hrífur hún hlær
og hún verður alveg ær
ó, ó, ó,
af ást til þín
og syngur: trunt, trunt, ó og hæ og hó, korriró.
Enn þá liggja hjá mér allmörg bréf, þar sem beðið
er um bæði ný og gömul Ijóð og ef til vill get ég birt
þau síðar.
Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135.
BRÉFASKIPTI
Elsa Jánsdóttir, Suðurgötu 6, Sandgerði, óskar eftir brefaskipt-
um við pilt á aldrinum 18—20 ára..
Arný Viggósdóttir, Suðurgötu 6, Sandgerði, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilt á aldrinum 14—16 ára.
Maria Armannsdóttir, Hásteinsvegi 18, Vestmannaeyjum, óskar
eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 10—12 ára.
Æskilegt að mynd fylgi.
Jórunn Eggertsdóttir, Ragnhildur D. Ólafsdóttir, Sigrún Srem-
undsdóttir, Elin Danielsdóttir, Helga Viðarsdóttir, allar í Skóga-
skóla, A.-Eyjafjöllum, óska eftir bréfaskiptum við pilta og stúlk-
ur á aldrinum 14—16 ára.
Arndís H. Hansdóttir, Hólmavík, Strandasýslu, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 13—16 ára.
Halldóra Jónsdótir, Rauðabergi, Mýrum, Austur-Skaftafells-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum
12-13 ára.
Jóhanna Freyja Benediktsdóttir, Hafnargötu 6d, Bolungarvík,
óskar eftir bréfaskiptum við pilt á aldrinum 12—13 ára.
Guðbjörg Davíðsdóttir, Miðdal, Kjós, Kjósarsýslu, og Guðbjörg
Eygló Þorgeirsdóttir, Möðruvöllum, Kjós, Kjósarsýslu, óska eftir
bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 13—15 ára.
Herdis Þuríður Gísladóttir, Hafnargötu 62, Bolungarvík, óskar
\e£tir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 10—12 ára.
Ásrún Benediktsdóttir, Hafnargötu 6d, Bolungarvík, óskar eftir
bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 10—12 ára.
Lárus Benediktsson, Hafnargötu 6d, Bolungarvík, óskar eftir
bréfaskiptum við stúlku eða pilt á aldrinum 15—16 árá.
Heima er bezt 29