Heima er bezt - 01.01.1965, Síða 39

Heima er bezt - 01.01.1965, Síða 39
— Það er fallegt af þér að vilja ekki kenna ömmu þinni um, hvernig þú lítur út, kindin mín, sagði afi hlýlega og brosti. — Þetta er mjög hreinskilin stúlka, skal ég segja ykkur. Hún segir hverjum sem er til synd- anna, en gjarnan mætti hún gæta munnsins á sér betur og vera ofurlítið viðráðanlegri. En þetta er trippi enn þá og á eftir að stillast. Ég vona, að þið verðið vinir, en verði svo ekki, munið þá, að sá gamli er traustur bandamaður hennar, og sú stutta lætur ykkur ekki eiga neitt hjá sér. Afi lyfti vísifingri ógnandi, en brosið í augum hans og glettnin í rómnum kom þeim öllum í gott skap. Það yrði áreiðanlega gaman að kynnast þessum gamla afa með hvíta jólasveinsskeggið síða. Amma stóð í dyrunum, þegar þau lentu. Hanna stökk í land og batt bátinn fastan. — Við skulum nú láta þetta eiga sig, ég veit að amma bíður með kaffið, sagði afi og stökk furðu léttilega upp á klöppina, svo rétti hann konunni höndina, en Áki stökk í land með Sverri, sem rak upp skelfingaróp. — Ég er fegin að hafa fast land undir fótum, sagði konan. — Ég er engin sjóhetja, enda alin upp lengst fram í dal og sá ekki sjó fyrr en eftir fermingu. Hanna María starði á konuna, hvers konar dalur var það nú, þar sem ekki sást á sjó? En hve aumingja kon- unni hlaut að hafa leiðst, þegar hún var lítil. Harpa íitla kom á harða hlaupum og horfði forvitin á allt þetta fólk. — O, hvað hún er falleg, sagði Sonja með aðdáun og klappaði lambinu. — Ég á hana, sagði Hanna hreykin og gleymdi nú alveg útliti sínu. — Er það þá eign! Ég á tíu lömb, og þau eru öll miklu fallegri en þessi litli grislingur, sagði Óli með fyrirlitningu. — En hundurinn er fallegur, bætti hann við og ætlaði að láta vel að Neró, en hann sýndi víg- tennumar og fitjaði upp á trýnið ófrýnn á svip. — Ég á Neró líka, sagði Hanna María. — O, — þú ert bara að grobba, sagði Óli og skellti í góm. — En annars get ég vel trúað því, hann er bæði ljótur og illa siðaður, eins og þú, svo rak hann tunguna út úr sér, eins langt og hann gat, og tók á sprett heim á eftir hinu fólkinu. Áki stóð einn eftir hjá Hönnu, sem horfði á eftir Óla með leiftrandi augum, sem vom þó full af tárum. — Þetta skal ég muna þér, tautaði hún og kreppti hnefana. Óli sneri sér við og kallaði: — Ég skal láta Skúla skjóta þennan flæking, þegar hann kemur. Hanna kom ekld upp nokkm orði fyrir undrun. Hún leit á Aka, sem enn stóð kyrr og strauk Hörpu litlu. — Hann er bara að stríða þér, láttu það ekki á þig fá, sagði hann rólegur. — Og ég skal kaffæra þig í sjónum! hrópaði Hanna á eftir Óla, sem sneri sér við og skellihló. — Gerðu það bara! kallaði hann á móti. Áki brosti og gekk af stað heim. Úti á hlaðinu stóð amma og bauð þau velkomin og bað þau að ganga í bæinn og fá sér kaffisopa. Þau sátu öll og drukku kaffið og borðuðu volgar lummur með, þegar Hanna María læddist inn. Amma opnaði munninn til að segja eitthvað, en afi gaf henni merki, og hún sagði ekki neitt. — Hvað heitir þetta hús? spurði Sonja. — O, það heitir nú Kot, telpa mín, sagði afi og brosti. Hanna leit á hann og svo á krakkana, sem hlóu öll. — Nei, það heitir Fellsendakot, sagði hún. — Alveg rétt, sagði afi, — en það man það nú enginn lengur, og allir kalla það Kot. — Hanna í Koti lifir á floti! tautaði Óli ofan í boll- ann sinn. Guðný leit á hann og gaf honum merki um að þegja. Hanna þoldi ekki lengur við inni, hún læddist fram og lokaði hljóðlega á eftir sér, svo tók hún sprettinn ofan að sjó, niður í Táradalinn sinn. Neró hafði orðið eftir inni, og nú tók honum að leiðast. Hann lagði aðra framlöppina á hurðarhúninn og opnaði lipurlega eins og maður. Enginn veitti hon- um eftirtekt nema Áki, sem þakkaði fyrir sig í snatri og hélt út á eftir seppa. — Halló, kunningi! kallaði hann á eftir Neró, sem nam staðar og beið eftir honum. Áki klóraði honum á bak við eyrun, og Neró sleikti hann á kinnina, og þannig innsigluðu þeir vináttu sína, sem entist meðan báðir lifðu. — Hvar er Hanna? spurði Áki. Neró tók á sprett niður að sjó, og Áki á eftir. Áki tók ekki eftir telpunni, fyrr en hann var kom- inn ofan í lautina, og kunni þá ekki við að snúa til baka. Þegar Hanna María varð hans vör, spratt hún á fætur öll tárvot og rauðeyg. — Því ertu að gráta? spurði Áki vandræðalega. — Ég er ekkert að gráta, svaraði Hanna og þurrk- aði sér í framan með handarbakinu. — Þú skalt ekki taka það nærri þér, þó Óli sé að stríða þér. Ef þú lætur þér standa á sama, hefur hann ekkert gaman af því og hættir. Ég hugsa að þið eigið eftir að verða beztu vinir. — Beztu vinir! át Hanna upp eftir honum með fyrir- litningu. — Ég ætla aldrei að tala neitt við ykkur, þið eruð öll Ijót og leiðinleg, — heldurðu að ég hafi eltki séð, að þú hlóst líka, þegar afi sagði, að við ættum heima í Koti. — Já, ég skal segja þér, að ég var ekki að hlæja að því, heldur-------- En Hanna ætlaði ekki að hlusta á meir, hún tók á rás út með sjónum, og Neró á undan, sem kólfi væri skotið, hann hafði séð, að óboðinn gestur var kominn út í litla bátinn, sem Hanna María átti, en það var meir en Neró þoldi. Hann vissi ekki til, að neinn hefði rétt til að fara um borð í þann bát nema hann sjálfur og eigandinn. Óli var handfljótur að leysa landfestina, en þó aðeins Heima er bezt 35

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.