Heima er bezt - 01.01.1965, Side 40
of seinn, áður en hann hafði tekið fyrstu áratogin,
voru þau þrjú komin um borð, Hanna, Neró og Áki.
Honum féllust hendur, en Hanna María leit ögr-
andiá hann:
— Róðu! — ef þú kannt þá áralagið! sagði hún.
— Kann áralagið, — hnussaði í Óla, hvað? hélt hún,
að hann væri einhver dalakútur eða hvað, en hún
skyldi fá að sjá!
Þau voru komin hálfa leið út í þann hólma, sem
næstur var Iandinu, þegar Hanna stökk upp á aðra
þóftuna og tók til að rugga bátnum, svo sjórinn skvett-
ist inn á bæði borð.
— Ertu bandvitlaus, stelpa! æpti Óli og ætlaði að ná
til hennar, en var of seinn, hún hallaði sér aðeins of
mikið og féll beint á höfuðið í sjóinn.
Áki spratt á fætur, og áður en Óli hafði áttað sig,
stakk hann sér á eftir Hönnu.
Óla varð ekki um sel. Ef eitthvað kæmi fyrir stelp-
una, yrði honum kennt um það.
Loks kom Áki úr kafinu.
— Sástu hana? kallaði Óli lafhræddur.
— Nei, hefur henni ekki skotið upp? spurði Áki.
Óli stóðst ekki mátið, hann fór að gráta. — Góði Áki,
bjargaðu henni, bað hann vesældarlega.
Áki kafaði, en allt í einu sá hann tvo litla fætur, scm
tróðu marvaða hjá honum, en hann var ekki fyrr bú-
inn að reka höfuðið upp úr sjónum og gleypa í sig
dálítið loft, en hann sá tvær litlar hendur, sem réttar
voru upp, um leið og þær sukku í djúpið.
Enn kafaði Áki. Öli hallaði sér út yfir borðstokk-
inn, eins langt og hann gat, og áður en hann vissi af,
skauzt lítil hafmær úr djúpinu, greip í hárið á honum
og hafði dregið hann útbyrgðis, áður en honum vannst
tími til að gefa frá sér nokkurt hljóð. Og þegar Áki
kom næst upp til að fá sér loft, gapti hann af undrun.
Þarna buslaði Óli í sjónum, en Hanna María var
komin upp í bátinn og var að búa sig undir að róa á
brott.
— Nei, heyrðu nú, kerlingin þín, þú lætur okkur
ekki synda í land eftir að hafa baðað okkur svona ræki-
lega! kallaði Áki, en Óli var svo reiður, að hann kom
ekki upp nokkru orði nema blótsyrðum, sem hann
hnýtti saman í langa runu. Hún mamma hans hefði átt
að heyra til hans, en sem betur fór, sat hún inni og
hafði ekki hugmynd um það, sem var að gerast úti á
víkinni.
Hanna hló og k'allaði, að þeir hlytu að geta synt í
land, það væri ekki svo langur spölur. Þó reri hún
ekki burt, heldur lofaði þeim að synda að bátnum. Hún
vissi sem sé ekki, hve vel syndir þeir kynnu að vera,
svo henni þótti öruggara að „slefa þeim í land“. Upp í
bátinn hleypti hún þeim alls ekki, Neró átti að sjá um
það. Þeir máttu bara halda sér í borðstokkinn.
Óh var svo öskuvondur, að hann grenjaði, þegar
hann kom í land, en Áki veltist um af hlátri. Að láta
stelpu, sem var miklu minni en þeir báðir fara svona
með sig, fannst honum alveg sprenghlægilegt.
Þegar ÓIi var vonlaus um að ná í Hönnu í þetta
sinn til að lumbra á henni, réðist hann á Áka, en Áki
var töluvert sterkari og hélt Óla föstum, þar til mesti
móðurinn var runninn af honum.
— Sú skal fá fyrir ferðina! tautaði hann með samau-
bitnum tönnum og horfði á eftir litla bátnum, sem
var að hverfa inn á milli eyjanna. — Ég skal berja
hana sundur og saman, og skjóta hundinn! bætti hann
við.
— Væri ekki betra að koma sér vel við stelpuna og
hætta að stríða henni? sagði Áki glettnislega. Hann
hafði aldrei á ævi sinni kynnzt stelpu neitt líkri Hönnu
Maríu og hlakkaði til að sjá, hvernig viðskiptum Óla
og hennar lyki.
Áki snaraðist niður í trilluna og náði í ferðatöskuna,
sem hafði að geyma öll fötin, sem þau fóru úr, þegar
ferðalagið hófst, og þau höfðu klæðst ferðafötum.
Þarna náði hann í hversdagsfötin sín og þurra sokka,
síðan hljóp hann í hvarf, meðan hann skipti um föt.
Óli hélt beina leið heim í Kot, en þegar hann sá, hvað
Áki aðhafðist, fór hann að hugsa sig um. Líklega
græddi hann ekkert á því að klaga fyrir móður sinni,
bezt var að tala við karlinn, eða þá fara að eins og
Áki, hann klagaði aldrei.
Áður en hann hafði ákveðið sig, var afi kominn út
á hlað. Hann horfði píreygður á drenginn, rennandi
frá hvirfli til ilja.
— Varst þú að fá þér bað, drengur minn? spurði
hann glettnislega.
— Stelpan dró mig út úr bátnum, svaraði Óli og
roðnaði ofurlítið. Það var ekki gaman að segja frá því,
að smástelpa hefði farið svona með nærri fullorðinn
karlmann.
— Á, gerði hún það, telpan? fór hún út í þinn bát?
Óla vafðist tunga um tönn. Afi var orðinn anzi hvass-
eygur.
— Þú ættir að koma þér í þurrt, áður en móðir þín
kemur út. Það er ekki víst, að hún skilji, hvernig tíu
ára telpa getur baðað svona stóran strák. Afi hló í skegg-
ið og sneri inn. — Þú ættir að flýta þér, fötin geturðu
sett inn í sjóhúsið, amma þurrkar þau þá kannski og
pressar, ef hún hefur tíma. Svo lokaði afi hurðinni hægt
en vandlega á eftir sér.
Óli fór að ráðum afa, hljóp ofan að sjóhúsi, þar sem
Áki vatt fötin sín af kappi.
— Hvað ætlar þú að segja mömmu? spurði Óli.
— Alls ekkert, svaraði Áki.
— En þegar hún sér, að þú ert kominn í hversdags-
fötin?
— Þá segi ég bara, að ég beri ekki dótið upp úr
bátnum í sparifötunum. Svo fæ ég að þurrka þau og
pressa heima hjá gömlu konunni. Mamma hefur í svo
mörgu að snúast svona fyrstu dagana, að hún fer ekki
að gera neina rekistefnu út af fötunum, þó hún sjái
þau ekki. En hvað ætlar þú að gera?
— Sama og þú, svaraði Óli ólundarlega og fór að
klæða sig úr.
36 Heima er bezt