Heima er bezt - 01.01.1965, Síða 47
352. Þegar ég kem inn á litla tún-
blettinn, rís ég upp og hlusta. Ekkert
heyrist. Eg laumast alveg fram að húsinu
og gægist varlega inn um glugga á kjall-
arahæð hússins. Og hvað sé ég þar?
253. Þar inni sé ég — og þekki óðara
—- garðstjóra Fúksens fjármálamanns!
Hann heldur á bréfi í hendinni og virð-
ist vera að lesa það með mestu athygli.
Bréfið mitt! Þessi grímu-gaur var þá
garðstjóri Fúksens!
354. Allt í einu brýtur hann saman
bréfið og stingur því í vasa sinn og
gengur til dyra. Hefir hann orðið mín
var? Það held ég alls ekki. Hann leit
aldrei upp í gluggann, meðan ég var
þar.
355. Ég er rétt í þann veginn að laum-
ast burtu aftur, þegar gripið er hörðum
hnefa í treyjukraga minn og reið rödd
hvæsir í eyra mér: „Jaeja karlinn. Þú ert
þá njósnari! En nú ertu genginn í
gildruna....“
356. Garðstjórinn hafði leikið á mig.
Hann fer með mig inn i húsið. Ég er
við öllu illu búinn. En alveg óvænt fer
hann að spjalla vingjarnlega við mig og
verður afar ísmeygilegur.
257. Hann réttir mér bréfið og segir
mér að lesa það og sjá sjálfur, hvað hér
sé á seyði... . Hreinn og beinn fjár-
dráttur segir hann. Fúksen heimtar pen-
inga af Lind, sem segist ekki geta sent
þá fyrr en með kvöldlestinni.
358. Mjög ísmeygilegur reynir garð-
stjórinn nú að telja mig á af fara leynt
með þetta, á bak við Fúksen, og skipta
síðan á milli okkar peningunum sem
Lind sendir. An þess að svara hleyp ég
á dyr.
359. Garðstjórinn hendist á eftir mér.
Hann hefir þegar skilið, að fortölur
hans bíta ekki á mig, og að ég læt hann
ekki ginna mig, svo hann umhverfðist í
einni svipan. I flasinu rekst hann á
borð og steypist yfir það.
360. Ég hleyp út í forstofuna og ætla
að opna útidyrnar. En hurðin er aflæst,
og lykillinn tekinn úr.... Ég verð að
leita annarar útgöngu. Ég sný við og
hleyp að eldhúsdyrunum.