Heima er bezt - 01.09.1965, Qupperneq 8
Strjugsárfjall,
séð vestan frá.
Kötlugjáin
blasirvið.
Neðan undir
rústir
af beenum,
merktar með
krossi.
1770. Hún giftist Gottskálki Jónssyni í Neðra-Lýtings-
staðakoti.
2. Þórey Gísladóttir, fædd 16. júlí 1798. Þegar hún
var 25 ára fluttist hún inn í Eyjafjörð. Hún giftist Ólafi
bónda í Stóradal Stefánssyni bónda í Árgerði Ólafssonar
á Rifkelsstöðum Magnússonar á Arnarstöðum Tómas-
sonar í Kollugerði Sveinssonar. Sonur Ólafs í Stóradal
og Þóreyjar, var Ólafur bóndi á Borgarhóli, faðir Júlíus-
ar bónda í Hólshúsum og Ólafs Tryggva starfsmanns hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga.
3. Jón Gíslason, fæddur í Teigakoti 14. marz 1800.
4. Gísli Gíslason, fæddur 18. janúar 1805.
Jón Gíslason var verkmaður mikill og burðargóður.
Hann var snemma bókhneigður og námfús. Á unglings-
árum hans kom þegar í ljós að hann var vel hagmæltur,
en fór mjög dult með. Þegar á ungum aldri þróaðist með
honum sterk löngun til hærra náms og verða embættis-
maður sem verið höfðu forfeður hans.
Vorið 1819 kom að Goðdalaprestakalli séra Einar
Thorlacius. Hann var lærdómsmaður allmikill, sérstak-
lega var hann talinn vel latínulærður. Hann tók til sín
pilta og kenndi þeim undir inngöngu í Bessastaðaskóla.
Um þetta hefir Jóni Gíslasyni verið vel kunnugt, því
ekki var svo langt á milli. Hefir þessi vitneskja enn alið
á menntaþrá hans. Meðal nemenda séra Einars var Jónas
Hallgrímsson frá Steinsstöðum í Öxnadal, síðar þjóð-
skáld. Séra Hallgrímur, faðir Jónasar, og séra Einar
Thorlacius voru systkinasynir. Heimild er fyrir því, að
Jónas Hallgrímsson lærði í tvo vetur hjá séra Einari í
Goðdölum til undirbúnings Bessastaðaskóla, en í þann
skóla settist hann haustið 1823. Munnmæli herma að
þeir Jónas og Jón Gíslason hafi verið samtímis læri-
sveinar séra Einars í Goðdölum. Hefir það þá hlotið að
vera vetuma 1821—1822 og 1822—1823, annan eða báða.
Séra Einari voru veitt Saurbæjarþing, og flutti hann
því frá Goðdölum að Saurbæ í Eyjafirði vorið 1823.
Hvort Jón Gíslason hefir verið einn eða tvo vetur við
nám hjá séra Einari í Goðdölum, hefir því verið lokið
þar vestur frá 1823. En hvort heldur hefir verið um einn
eða tvo námsvetur að ræða á Goðdölum, er það nokk-
urnveginn ömggt að Jón Gíslason hefir eitthvað verið
við nám hjá séra Einari Thorlacíusi eftir að hann kom að
Saurbæ. Benda til þess frásagnir ýmisra gamalla Eyfirð-
inga. En ekki sézt af kirkjubókum hvenær Jón Gíslason
hefir komið að vestan til Eyjafjarðar. Víst er þó að frá
Leyningi í Hólasókn í Eyjafirði, er hann talinn koma
að Strjúgsá vorið 1827. Bendir það til þess, að þar hafi
hann þá talizt til heimilis, frá hvaða tíma sem það hefir
verið.
En hvað sem um heimilisföng hans og veru í Eyja-
firði er unnt að segja, er sú frásögn örugg að Jón Gísla-
son varð fyrir því slysi að fótbrotna nálægt Hrafnagili,
á ferð fram í Eyjafjörð, hverra erinda, sem hann hefir
verið, eða hvert ferðinni hefur verið heitið. Líklegast
má telja að það slys hafi ráðið úrslitum um æviferil hans
og starf þaðan af.
Þegar þetta skeði var prestur á Hrafnagili séra Magnús
Erlendsson. Skaut hann skjólshúsi yfir sjúklinginn og
Jét honum hjúkran í té. Þá var vinnukona hjá séra
Magnúsi ung stúlka að nafni Guðrún Jóhannesdóttir
bónda í Yztagerði í Miklagarðssókn. Kom það í hennar
hlut að annast um sjúklinginn, og lagði hún sig alla
fram um að líðan hans væri sem þolanlegust. Fótbrotið
var slæmt, hafðist illa við og greri seint. Lá Jón Gíslason
lengi vetrar á Hrafnagili, unz hann loks náði fótaferð.
320 Heima er bezt