Heima er bezt - 01.09.1965, Page 11
S. B. OLSON:
LANDNAMSÞÆTTIR
FRIÐRIK A. FRIÐRIKSSON ÞÝDDI
(Framhald.)
Við lulcum þreskingunni 4. nóvember og greiddi
Johnston mér þá umsamið kaup. Fannst mér ég vera
fram úr máta ríkur, — og varð alveg agndofa, er Bill
bætti 5 dollurum við, og hafði þó fyrst fullvissað sig
um, að áður afhent upphæð væri rétt.
Kona mín varð yfrið glöð yfir því, hve vel þetta út-
leiddist allt saman, og glaður og þakklátur var ég líka,
ekki aðeins fyrir þessa vænu peningafúlgu, heldur og
fyrir þá verklegu reynslu, sem ég hafði öðlazt.
Um haustið keypti ég 15 net, og þegar ísinn á vatn-
inu var orðinn nógu traustur, lagði ég þau með aðstoð
Guðna mágs míns, sem bjó hjá foreldrum sínum skammt
frá. Síðan hjálpaði ég honum að leggja sín net, og
vorum við á þessa lund hvor öðrum góður félagi um
veturinn. Aflinn varð rýr, en söluverðið nægði okkur
þó fyrir búðarmatvöru, og lentum við ekki í skuld.
Okkur leið í alla staði vel árin þrjú, sem við áttum
heima úti hjá skyttuskálanum á A'Iiklanesi. Þau liðu
fram í vissum farvegi: Fiskveiðar á veturna, heyskapur
og þjónusta við skytturnar og gesti þeirra á sumrin,
og síðast, en ekki sízt það, að á hverju hausti stýrði
ég gufuvél Johnstons um þreskitímann. Bill tók það
ekki í mál, að útvega sér annan mann, meðan ég væri
fáanlegur til verksins, og tókst þannig með okkur og
Johnston-fjölskyldunni ágæt vinátta.
Langruth og timburkaupmennskan.
Langruth-bær, verzlunarstaður okkar, var á Háa-
hrygg (Big Ridge), 5 mílur vestur af Miklanesi. Hann
hafði myndazt á árunum, sem við áttum heima í Marsh-
land. Eftir tilkomu járnbrautarinnar óx hann og varð
þriflegt þorp*. Bæjarbúar voru flestir íslendingar. Þeg-
ar hér var komið sögu (1913), var búið að stofna flest
þau fyrirtæki, sem almenningi var þörf á. Nú hafði ég
hugleitt það í talsverðri alvöru, að leggja út í eitthvert
viðsldptafyrirtæki. Loks rek ég augun í það, að í Lang-
* Saga Langruth-bæjar er vel sögð af G. W. Langdon í bókinni:
„Þáttur urn hermenn og landnema Langruth-byggðar" (Tribute
to the Soldiers and Pioneers og the Langruth Distrirt). — Höf.
ruth er engin timburverzlun. Svo að dag nokkurn læt
ég þess getið við konu mína, að ég hafi hug á að stofna
timburverzlun. Fríðu kom þetta allbroslega fyrir sjón-
ir, sem ekki var að undra, þar sem ég átti ekki neitt
stofnfé, og spurði hún mig, hvað ég ætlaði að nota
fyrir peninga!
„Hvað er þetta, kona, — ég hefi peninga“, svaraði ég
blíður á manninn og dró upp úr vasa mínum 35 dollara,
sem voru allt mitt ríkidæmi þá stundina. Hlógum við
svo bæði dátt. Eigi að síður mundi ég halda til Winni-
pegborgar daginn eftir, sagði ég henni. Ég fékk keyrslu
til Langruth með mági mínum. Hann hafði sett þar
upp járnsmiðju og ók þangað morgun hvem. Snaraðist
ég svo inn í búð Langruth-verzlunarfélagsins (Lang-
ruth Trading Co.), en eigendur þess voru þrír ungir
menn, B. Bjarnason og bræður tveir, Soffi og Free-
man Helgason. Ég hafði verzlað mikið við þá og vor-
um við vel til vina. Hitti ég nú Freeman einan í búð-
inni og bið hann formálalaust að lána mér 10 dollara.
„Til hvers?“, spurði hann ljúfmannlega, og svaraði ég
því til, að ég ætlaði að láta þá bara fljúga og gera mér
glaðan dag í Winnipeg. Hann leit fast á mig, brosti,
opnaði svo tafarlaust peningaskúffuna og fékk mér 10
dollara. Þetta var ríflega fyrir fargjaldinu til Winni-
peg.
Vinur minn og brunnborunarsamherji, G. Swanson,
hafði flutzt burt og setzt að á fyrrnefndu garðasvæði
suðvestan við Winnipeg, þar sem ég átti ekrurnar
þrjár. Átti hann nú 9 ekrur og ræktaði á þeim matjurt-
ir. Gerði ég mér vonir um, að geta selt honum ekrur
mínar til viðbótar við þær, er hann hafði fyrir, og hélt
því til fundar við hann. Mér var tekið opnum örmum,
og bauð hann mér að gista. Allt kvöldið vomm við að
ræða gamla daga — svo og söluna á þessu landi mínu.
Hann hafði ekkert handbært fé, svo að salan gat ekki
orðið mér að liði við það, að févæða fyrirhugaða timb-
urverzlun. En hann fann úrræðið, eigi að síður. Daginn
eftir fór hann með mér til borgarinnar og gekk á fund
forstjóra Sprague-timburverzlunarinnar. Þar hafði hann
keypt allan efnivið í hús sín og naut þar góðs láns-
trausts. Svo fór, að ég pantaði þarna heilt járnbrautar-
Heima er bezt 323