Heima er bezt - 01.09.1965, Síða 13

Heima er bezt - 01.09.1965, Síða 13
ast niður. Þó var það ekki fyrr en „sultaráratuginn", að verulega fór að kreppa að mönnum, svo að skortur varð jafnvel á brýnustu nauðsynjum. Viðskiptalífinu hnignaði, og eftirspurn manna eftir timbri þvarr mjög. Víst er um það a. m. k., að þeir gátu ekki borgað það. Lánstraust mitt hjá heildsölum, sem ég hafði verzlað við, var enn gott, og þeir hefðu hiklaust sent mér allt það timbur, sem ég hefði beðið um, en tilgangslaust var að birgja sig upp með vöru, sem ekki var unnt að selja. Gömlu, traustu landnemunum og niðjum þeirra datt ekld einu sinni í hug að biðja um lán. A þessum árum tók ég að mér umboðssölu á vörum frá olíufélaginu Imperial Oil, — steinolíu, hráolíu, benzíni og smurolíum. Viðskipti þessi tóku aðeins til sveitanna, því að í bænum hafði félag þetta enga olíu- stöð. Þessa umboðsverzlun hafði ég á hendi í 18 ár samfleytt. í mörg ár rak ég jafnframt vöruflutninga- miðstöð og ók vörum fyrir kaupmennina í bænum. Sumarið 1936 seldi ég timburbirgðir mínar og lóðir manni að nafni Nye, frá McGregor, Manitóba. Hafði ég þá rekið timburverzlun í 23 ár. Ég hélt áfram olíu- sölunni og vöruflutningunum. Auk þess vann ég dálítið við trésmíðar og húsamálningar. En árið 1941 bauðst mér húsvarðarstaða við yfirfor- ingjasetrið í MacDonald-herflugstöðinni. Guðni mágur minn hafði þá líka atvinnu í flugstöð þessari, svo og góðvinur okkar einn, Steve Ericson. Við máttum ráða því sjálfir, hvort við værum í „innanbýli“, og borga þá allt fæði, eða í „utanbýli“, og hafast þá við í eigin vistarverum á aðliggjandi búðasvæðum. Við kusum hið síðara og byggðum okkur skúr saman, allir þrír, höfð- um matarfélag og matreiddum allt sjálfir, nema mið- degismat, því að hann mátti fá við mjög hóflegu verði inni í flugstöðinni, og voru notuð matarkort. Kaupið var 83 doll. á mánuði, en eftir hverja 10 daga veittist 48 stunda fjarvistaleyfi. Ég hafði minn eigin bíl, og ókum við því heim til Langruth í leyfum okkar. Vist þessi var allánægjuleg upplifun, vinnan ekki erfið og samkomulagið í skúrkrílinu ágætt. Tveim árum síðar (1943) seldum við hús okkar í Langruth og fluttumst til Winnipeg. Fólkið í Langruth og héraðinu í kring var svo elskulegt, að halda okkur kveðjusamsæti í samkomuhúsi bæjarins. Ég er hræddur um, að tilfinningarnar hafi borið mig nokkuð ofurliði, þegar ég stóð upp til að þakka öllum mínum góðu vinum þetta ágæta vinarbragð, góðar óskir þeirra og gjafir. Eg var búinn að vera 50 ár í héraðinu, þar af 30 ár í Langruth, og fannst mér nú, er ég kvaddi, að ég væri að skiljast við mikið af sjálfum mér. Fram á þennan dag hlýnar mér um hjartarætur, þegar ég hugsa um öll samskipti min við fólk þessarar byggðar. 1 Winnipeg. Ég hafði enn atvinnu í flugstöðinni eftir búferla- flutninginn til Winnipeg. Kona mín bjó þar í leiguíbúð og ég kom heim í 48-stunda-fríum mínum. Tveir synir okkar, Louis Harold (Hardy) og Stanley, gengu í flug- herinn. Hardy varð flugforingi og Stanley yfirmaður í véladeild flughersins. Báðir gegndu herþjónustu aust- anhafs og voru leystir úr henni, þegar þeir komu aftur heim til Kanada 1945. Framhald. Heima er bezt 325

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.