Heima er bezt - 01.09.1965, Page 14
MAGNÚS GUNNLAUGSSON:
Pegar Skjalda fór í pyttinn.
Vorið og sumarið 1942 var ég við bústörf í Mið-
koti við Dalvík, hjá þeim sæmdarhjónum Ólöfu
Gunnlaugsdóttur og Páli Guðlaugssyni, er þar
bjuggu allan sinn búskap. Á þessum árum var
mótekja stunduð all-verulega þar sem þess var kostur,
enda allt í óvissu um innflutning eldsmatar af styrjald-
arástæðum.
Miðkot átti, ásamt fleiri býlum aðgang að góðu mó-
landi upp á Ufsadal, á svonefndum Selmýrum, en þang-
að mun vera röskur hálf tíma gangur frá Miðkoti, ef
beint er farið.
Þetta vor höfðum við tekið nokkuð upp af mó á áð-
urnefndum stað, og var nú svo komið að nauðsyn var
að fara að hrauka honum svo fljótari yrði í nothæfan
þurrk.
Það mun hafa verið komið fram í miðjan júní. Ég
hafði hugsað mér að taka næsta dag snemma og vera
búinn að hrauka sem mestu fyrir hádegi ef unnt væri.
Nú verður að geta þess að kýrnar frá býlunum Mið-
koti og þar í grennd voru reknar fram á Ufsadal, nokk-
uð lengra en móland það var, sem getið er hér að fram-
an.
Þetta sumar voru þrjú börn á skólaaldri ráðin við að
reka kýrnar fram á dal og áttu jafnframt að líta eftir
þeim og sjá um að þær færu ekki heim fyrr en á til-
ætluðum tíma. Af þessu tilefni hafði verið reist skýli á
svonefndum Selhól, svo börnin gætu hafzt þarna við
þegar eitthvað væri að veðri, án þess að missa sjónar á
sínu ætlunarverki.
Foringi þessarar litlu „Herdeildar“ hét Jóhanna Guð-
laugsdóttir (nú löngu gift frú í Reykjavík) þá 12 ára
gömul, kjarkmikil og tápleg telpa miðað við aldur og
félagar hennar við þetta starf voru, bróðir hennar og
drengur af næsta bæ, kjarklegir og tápmiklir eftir aldri,
og komu þessir eiginleikar sér mjög vel í þeim átökum
sem brátt verður lýst.
Dag þann, er þetta gerðist, sem hér verður frá sagt,
hafði ég farið snemma að heiman og kepptist ég við
að hrauka mónum eins og ég gat og ætlaði mér að
ljúka því verki um eða eftir hádegi, enda annað með
tímann að gera, strax og þessu væri lokið.
Nú komu bömin með kýrnar og áleiðis að þeim stað,
sem þau voru vön að skilja við þær.
Á þessari leið, rétt að kalla við göturnar, er djúpur
leirpyttur og mun engin skepna geta bjargað sér upp
úr honum hjálparlaust a. m. k. ekki stórgripir. Nokkr-
um árum áður en hér um ræðir hafði verið gerð tilraun
til að ræsa þennan pytt fram, en bæði reyndist skurð-
urinn of grunnur, og umfram allt of þröngur, svo hann
ltorn ekki að þeim notum sem til var ætlast.
Þegar krakkarnir voru komnir með kýmar til hliðar
við hinn nefnda pytt, gerðist það að ein kýrin stjakaði
við rauðskjöldóttum kvígukálfi (líklega tæplega 1 árs)
svo að hún hrökklaðist fram af í pyttinn.
Meðan þessu fór fram kepptist ég við að hrauka
mónum og sýndist mér horfur á að ég lyki verkinu
um eða upp úr hádegi. Allt í einu verður mér litið upp
og sé þá hvar annar drengurinn kemur á harða hlaup-
um, er mér ljóst að eitthvað muni vera að og hleyp því
strax á móti drengnum. Þegar ég kem suður að pytt-
inum er Skjalda htla þar á sundi og engin auðsjáanleg
leið upp úr þessu feni. Ég reyni samt að koma henni
fram í skurðinn, sem áður er um getið, en hann reynd-
ist alltof þröngur.
Ég spyr nú drenginn hvort þeir hafi nokkurn spotta
heima á Selhólnum. Já, svarar annar og er óðara þotinn,
og eftir ótrúlega stuttan tíma er hann kominn með
nokkuð langan kaðalspotta og nægilega sterkann. En
hvernig átti að koma böndum undir kvíguna og búa
svo um að ekki dragist til, þó tekið væri nokkuð fast í?
Ég segi nú krökkunum, að nú verði þau að halda í
fæturna á mér á meðan ég sé að reyna að koma bönd-
um undir kvíguna og auðvitað megi þau ekki missa,
því þá sé máske bæði ég og kusa litla dauðans matur,
en auðvitað sagði ég þetta brosandi, til þess að lífga
upp á þessar ungu hetjur.
Ég lagðist svo fram á bakkann og kom böndum undir
kvíguna og hnýtti vel að, en Jóhanna hélt í annan fót-
inn á mér og drengimir í hinn, og hallaðist ekki á, enda
var hún óvenju þrekmikil og harðger, ekki eldri en
hún var.
Nú var eftir að draga kusu upp úr og gekk það
óvenju vel, enda drógu krakkamir ekki af sér, en gæta
þurfti hennar vel, því auðvitað fannst kúnum forvitni-
legt að sjá hana og þurftu helzt að skoða hana vel og
vandlega. En þarna tökum við af skarið. Skildi ég ekki
við þau fyrr en á öruggu svæði nokkru framar, þar sem
Framhald á bls. 341.
326 Heima er bezt