Heima er bezt - 01.09.1965, Síða 15

Heima er bezt - 01.09.1965, Síða 15
BENJAMÍN SIGVALDASON: Frá Pórsnöfn á Lam :anesi E“ itt hið mesta vandamál sem við er að stríða á vorum tímum, er fólksflóttinn úr sveitunum. Þetta fyrirbæri er alþekkt víða um heim, en kemur þó óvíða harðar niður en á okkar litla og fámenna þjóðfélagi. Heilar sveitir tæmast af fólki og leggjast í eyði, en aðrar berjast í bökkum. Þótt þetta vandamál sé mjög á dagskrá um þessar mundir, verður það ekki rætt hér frekar, heldur vikið að því, hvernig umhorfs var í sveitum landsins, áður en flóttinn hófst fyrir alvöru fyrir svo sem aldarfjórð- ungi síðan. Þegar Vesturheimsferðirnar lögðust niður um og eftir síðustu aldamót, tók fólki mjög að fjölga í sveit- unum. Að vísu fluttust jafnan á ári hverju fáeinar mann- eskjur á burt, einleum kvenfólk. En þetta fólk kom gjarnan aftur heim í sveitina sína, bæði piltar og stúlk- ur. Þó var það algengara, að piltarnir sneru heim, eftir að hafa verið fjarverandi um nokkurn tíma. Þrátt fyrir þennan iitla útflutning, fjölgaði fólkinu mikið í næst- um hverri einustu sveit. Hvernig gat nú fólkið unað í sveitinni í þá daga, þar sem atvinnuskilyrðin voru mjög fábreytt, kaupið lágt, ekkert rafmagn, enginn sveitasími, ekkert útvarp, vegir engir nema hestagöturnar og póstferðir og strandferðir afar strjálar? Þessari spurningu verður ekki svarað með öðru en að benda á þá staðreynd, að bæði í sveitunum og hinum litlu sjávarþorpum, reyndi fólkið að sætta sig við þau kjör sem það bjó við, og gera lífið eins skemmtilegt og kostur var á við þau fábreyttu skilyrði sem fyrir hendi voru. Vitanlega reyndi fólkið að koma saman og skemmta sér stöku sinnum. En þar stóð eitt í veginum. Húsnæði var víðast hvar bæði lélegt og þröngt, því að fá sveita- heimili voru þess umkomin, að þar gæti komið saman allt ungt fólk í sveitinni sér til skemmtunar. Var þá oft notast við húsakynni, sem nú á dögum mundu vera talin gjörsamlega óhæf til skemmtanahalds. En unga fólkið lét þetta ekki standa í vegi. Þá var notast við vörugeymsluskemmur, fiskgeymsluhús eða jafnvel slát- urhús, sem reynt var að tjalda að innan með striga og búa að öðru leyti út eftir beztu föngum. — Og þetta sætti fólkið sig við af því að það þekkti ekki annað betra. Og oft var skemmt sér undursamlega vel í þess- um ófullkomnu húsakynnum. — Hér verður lítið eitt sagt frá því, hvernig þessi mál voru leyst í sveitunum og litlu sjávarþorpunum fyrir 40 til 60 árum, þar sem fólkið sjálft tók sig saman um, að stofna til skemmtana, til að gjöra hið fábreytta líf dálítið viðunanlegra. — Þá kom nefnilega í ljós, að þarna var oft fyrir hendi hinir ákjósanlegustu skemmti- kraftar, sem nutu sín furðulega vel við þessi óhagstæðu skilyrði. Nú á dögum þykir ekkert boðlegt nerna aðfengnir skemmtikraftar, helst úr Reykjavík, sem eru vitanlega rándýrir, svo aðgangurinn kostar nú frá 60 til 100 kr. En fyrir 40 til 60 árum var inngangurinn venjulega seldur á 50 aura. Fólkið sem skemmti, var ekki að hugsa um launin í þá daga, heldur lagði það aðaláherzluna á það, að skemmtunin tækist sem bezt. Eg gæti bent á mörg dæmi máli mínu til sönnunar. En að þessu sinni verður aðeins sagt frá því, hvernig eitt sveitarfélag leysti þessi vandamál með góðum fé- lagsskap og samvinnu, til ómetanlegs gagns og skemmt- unar fyrir fólkið sem þarna bjó. Þetta sveitarfélag er Sauðanesshreppur, þ. e. Langanes og þorpið Þórshöfn. En þá var þorpið ekki orðið sérstakt sveitarfélag. Ég verð að hefja mál mitt með því, að segja lítið eitt frá þorpinu Þórshöfn. Það er lítið og vinalegt og þar hefur jafnan búið gott og skemmtilegt fólk. Það er byggt í landi jarðarinnar Syðra-Lóns, sem er stutt norð- an við þorpið, Syðra-Lón er landmikil jörð og góð, og eru það einkum hlunnindin, t. d. æðarvarpið, sem gera hana verðmæta. Hvergi hefi ég séð þess getið í gömlum heimildar- ritum að byggð hafi verið á Þórshöfn fyrr á öldum. Þar virðast ekki einu sinni hafa verið verbúðir útróðr- armanna, þótt mikið væri fiskað við Langanes allt frá fyrstu tíð. Allt frá því að byrjað var að stunda sjósókn hér við land, þá var jafnan róið frá öllum bæjum utar á Nesinu, því þaðan var styttra á fiskimiðin. Þess vegna virðist lítið eða ekkert hafa verið róið frá Þórshöfn, fyrri en vélbátarnir komu til sögunnar. En þá skipti minna Heima er bezt 327

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.