Heima er bezt - 01.09.1965, Side 17
festu. Ég man líka eftir „Sigga skóara“. En hann hlýtur
að hafa haft heldur lítið að gera fyrstu árin, þar sem
flestir gengu á sauðskinnsskóm eða leðurskóm heima-
tilbúnum á þeim árum.
Þegar kaupfélagið var hætt störfum, setti Þorsteinn
Arnljótsson á fót mikla verzlun þarna, og var hann þó
farlama maður, sem ávallt lá rúmfastur. En gat stjórn-
að, og því blómgaðist verzlun hans vel. Um samkeppni
var tæpast að ræða eftir að kaupfélagið var úr sögunni.
Læknislaust hafði verið í héraðinu frá því að Björn
Blöndal (faðir Gunnlaugs listmálara) hvarf á burt árið
1899. Hann hafði verið læknir þama níu ár og átt heima
að Sævarlandi í Þistilfirði. Nokkru eftir aldamótin sett-
ist að á Þórshöfn ungur og kátur læknir, Jón Jónsson
að nafni. Hann var bróðir Eyjólfs rakara, sem allir
Reykvíkingar þekktu fyrir nokkrum áratugum. Annar
bróðir Jóns læknis var Ingvar kirkjusmiður, sem átti
lengst af heima í Norður-Þingeyjarsýslu, vestan Öxar-
fjarðarheiðar. Þeir bræður voru ættaðir frá Herríðar-
hóli í Rangárvallasýslu. Eyjólfur rakari varð þjóðkunn-
ur maður fyrir skáldskap sinn og skringilegheit.
Heldur þótti vegur Þórshafnar vaxa við það, að lækn-
irinn settist þar að. En Jón læknir varð ekki langlífur,
því að hann andaðist á Þórshöfn árið 1910.
Á fáum árum um og eftir aldamótin tók sér bólfestu
á Þórshöfn hátt á annað hundrað manns. Að fleiru varð
þá að hyggja en verzlunarmálunum. Útgerð hófst þá
í smáum stíl í byrjun og margir ráku þá vísi að búskap
jafnhliða annarri vinnu sem gafst.
Næst komu svo á dagskrá félags- og menntamálin. í
sveitinni var ekki um neinn kennara að ræða, svo að
framsýnir menn beittu sér fyrir því, að fá hinn þjóð-
kunna alþýðufræðara, Guðmund Hjaltason, til þess að
setjast að á Þórshöfn og stofna þar skóla fyrir börn og
unglinga. Hann fluttist svo þangað með konu sína um
eða laust eftir aldamótin. Ekki veit ég hvar hann fékk
inni fyrir skóla sinn. En að sjálfsögðu hafa það ekki
verið fullkomin húsakynni, því að þau voru eltki til.
Flest íbúðarhúsin voru aðallega af vanefnum gerð, sök-
um efnaskorts. En menn gerðu líka ekki háar kröfur í
því efni á þeim árum. En fullvíst er að skólinn starfaði
þarna nokkur ár og gerði mikið gagn, eins og annars
staðar þar sem Guðmundur Hjaltason kenndi.
Það ber öllum heimildum saman um það, að hann
hafi verið alveg frábær kennari, víðsýnn og vitur, enda
tókst honum oftast að vekja brennandi áhuga nemend-
anna fyrir náminu.
Jafnframt kennslunni gekst hann fyrir stofnun mál-
fundafélags í þorpinu, og var það nýlunda norður þar.
Sem vita mátti, þar sem Guðmundur var annarsvegar,
kom félagið ýmsu góðu til leiðar, þótt hér verði ekki
talið annað en leikstarfsemin, sem það gekst fyrir í þorp-
inu, með aðstoð góðra manna úr sveitinni.
Það mun hafa verið á málfundinum, að sú hugmynd
kom fram, að stofnað yrði til leikstarfsemi á Þórshöfn
og fékk hugmyndin þegar góðar undirtektir. Stórt
„pakkhús“ eða fiskhús var þarna á staðnum, eign Örum
& Wulffs-verzlunar og var það fáanlegt að vetrinum.
Við það var notast sem „leikhús“ í mörg ár, þótt slíkt
húsnæði þætti ekki boðlegt nú á dögum. Óg þarna
skemmti fólkið sér löngum undursamlega vel, og var
aldrei fárast yfir því að húsið væri ófullnægjandi, enda
þekktu menn ekki annað betra í þá daga.
En langmesta furðu vekur það hvaða leikrit var val-
ið, þegar í fyrstu var lagt út á þessa erfiðu braut. Þar
hefur vafalaust bjartsýni leikstjórans ráðið. Leikritið
„Skugga-Sveinn“, eftir Matthías Jochumsson, varð
nefnilega fyrir valinu, enda þótt það væri talið eitt erf-
iðasta og veigamesta leikrit, sem þá hafði verið samið
hér á landi. Leikstjórinn var glæsimennið Friðrik Guð-
mundsson, bóndi á Syðra-Lóni, sem þá var aðeins rúm-
lega fertugur að aldri. Lék hann og eitt aðalhlutverkið.
M. a. sem léku má nefna Kristján Sigurðsson, trésmið, og
Hermann Jónsson snikkara. Og síðast en ekki sízt ber að
nefna Hólmfríði Björnsdóttur, konu Guðmundar
Hjaltasonar. Hún var gáfuð kona, enda átti hún ekki
langt að sækja góða hæfileika, því að hún var sonar-
dóttir Einars Andréssonar, skálds í Bólu. Enn má nefna
unglingspilt, sem lék þarna í fyrsta sinn. Það var Jó-
hann Tryggvason, sem síðar var lengi hreppstjóri Sauða-
nesshrepps og um skeið kaupmaður á Þórshöfn.
Sumir sem frætt hafa mig um þetta mál, hafa tjáð
mér, að meðal leikaranna hafi verið ung og glæsileg
stúlka, þá 18 eða 19 ára. Þetta var Laufey, dóttir Frið-
riks á Syðra-Lóni. Hún gekk síðar að eiga hollenzkan
mann, sem var lengi landstjóri Hollendinga í Austur-
Indíum og stjórnaði yfir 50 milljónum manna. Virðist
hann hafa verið góður landstjóri, því að friðsamara var
þar en nú á dögum.
„Skugga-Sveinn“ var sýndur á Þórshöfn í fyrsta
sinn veturinn 1902 til 1903. Eftir það var hann leikinn
nokkrum sinnum og ávallt fyrir fullu húsi. Aðgangur-
inn að leiknum kostaði aðeins 50 aura. Var almennt tal-
ið að leikurinn hefði tekizt með afbrigðum vel, þegar
tillit er tekið til allra aðstæðna.
Eftir að Friðrik Guðmundsson fór til Vesturheims
árið 1905, og Guðmundur Hjaltason og kona hans flutt-
ust burt úr þorpinu, lagðist leikstarfsemin að mestu
niður í bili og nokkur deyfð færðist yfir þorpið um
stund. Dansleikir voru þó iðkaðir. Og um hver áramót
var sýndur álfadans og sitthvað fleira var til skemmt-
unar.
En veturinn 1913—14 var leikfélagið endurreist og þá
voru komnir til sögunnar nýir menn, sem unnu að þessu
með brennandi áhuga. Má þar einkum nefna Önund
Magnússon, sem var hressilegur leikari. Hann var bróð-
ir Kristjáns Magnússonar, bónda í Skoruvík. Þá má
nefna Sigurjón Björnsson, snikkara, afbragðs leikara. Og
síðast en ekki sízt verður að telja Halldór Benediktsson,
bónda á Hallgilsstöðum, er síðar varð hreppstjóri Sauða-
nesshrepps.
Framhald á bls. 341.
Heima er bezt 329