Heima er bezt - 01.09.1965, Blaðsíða 18
EINAR GUTTORMSSON:
Einstætt afrek
Haustið 1880 gerðu'st þau tíðindi á stórbýlinu
Möðruvöllum í Hörgárdal, fyrrum munka-
setri og síðar amtmannsbústað, að stofnað var
til skólahalds, sem átti að fræða og mennta
bændasyni þá, er fundið hefðu þá hvöt hjá sér og gátu
látið eftir löngun sinni að verða aðnjótandi meiri þekk-
ingar, en almennt gerðist um bændafólk undanfarandi ár.
Þeir sem áður menntuðust að nokkru ráði, fóru til
Ræykjavíkur og tóku þar próf upp í Latínuskólann, og
að námi því loknu voru þeir kallaðir stúdentar, sem þá
þótti mikið sæmdarheiti. í þeim hópi sem lagði leið sína
í Latínuskólann, munu piltar úr bændastétt hafa verið
í miklum minnihluta. Latínan og' erískan voru ekki til-
tæk í heimahúsum öðrum en lærðra manna sonum. Var
til dæmis ekki ótítt í þá daga, að menntamanna synir
væru látnir byrja á þeim málum innan tíu ára aldurs. Er
stúdentsprófi hafði verið náð, lá leiðin fyrir þá sérstak-
lega, sem ætluðu að gerast læknar eða lögfræðingar, til
Kaupmannahafnar háskóla, sem þá var einnig aðgengi-
legastur skóli fyrir íslendinga þá, sem hugðu að afla sér
annarrar æðri menntunar.
Prestaefnum var sú för ekki nauðsyn, því að í höfuð-
staðnum var starfandi prestaskóli. Fór því meginþorri
stúdenta utan, líkt og verið hafði frá fornu fari, bæði til
að svala útþrá sinni og efla sig að andlegri mennt. Þeir
menn, bæði, sem ætluðu að leggja stund á andleg fræði,
fengu oftlega undirbúning hjá prestum eða prestlærð-
um mönnum. Má því með réttu telja prestana hinn and-
lega vaka, þangað til skólum tók að fjölga, og undir-
búningskennsla þeirra fákunnandi færðist yfir á herðar
þeirra, sem framast höfðu í einhverjum skóla.
Skóli sá, sem var að rísa á legg á Möðruvöllum í Hörg-
árdal, hlaut nafnið gagnfræðaskóli. Tilgangur hans bjó
í nafninu, og fyrsta skólaárið var meðal annars kennd
búfræði. Gat hann einnig talizt undirbúningsfræðsla
undir frekara nám.
A Möðruvöllum var risið af grunni nýtt tveggja liæða
hús með kvisti. Tvímælalaust á þeirri tíð eitt veglegasta
hús í sveit á íslandi. Hér hjálpaðist allt að, sem staðinn
mátti prýða, stór og kostarík bújörð, vegleg húsakynni,
bæði fyrir bóndann og skólann, og síðast en ekki sízt
ein prýðilegasta kirkja, sem þá var þekkt í sveitum lands-
ins.
Auk bóklegrar fræðslu var einnig ætlunin, að piltar
fengju tækifæri til að styrkja líkama sinn með leikfimi.
Að því tilefni var gert allstórt hús á þeirrar tíðar mæli-
kvarða, skammt vestur af sjálfu skólahúsinu. Hús þetta
var í daglegu tali nefnt „Leikhús“. Lítið mun þó hafa
orðið úr fimleikakennslu, en á hverjum helgidegi, eftir
guðsþjónustu, að undanskilinni jólanótt og langafrjá-
degi, dunaði dansinn eftir hljómafalli harmóniku, venju-
lega, kom þó stundum fyrir að samspilið var á fiðlu til
tilbreytingar, væri einhver skólasveinn leikinn í þeirri
listgrein.
Það þarf því engan að furða á því, þótt aðsókn ungra
manna að skólanum reyndist ágæt. Hjálpaðist þar að
bæði upplyfting frá heimahögunum og þekkingarþroski
og menntahugur. Mun það einnig hafa komið fyrir, að
þeir, sem heima urðu að sitja, þegar jafnaldrar hurfu til
skólans á haustin líkt og sumarfuglar til sólarlanda, hafi
meyrnað í hug og klökknað í brjósti. Svona gekk það
til í þann tíð. Þá þekktist ekki orðið „námsleiði“, held-
ur námshungur.
Um þessar mundir voru að vísu til menntastofnanir
handa kvenþjóðinni, sem miðuðu námsefnið aðallega til
fyllri undirbúnings fyrir verðandi húsmæður. Þeirrar
menntunar munu aðallega hafa notið heimasætur efn-
aðra bænda og heldri manna dætur.
Það þótti því tíðindum sæta, þegar það barst út um
landsbyggðina, að fátæk bóndadóttir væri setzt á bekk
með piltunum í gagnfræðaskólann á Möðruvöllum.
Þetta voru svo fáheyrð tíðindi, að margir létu segja sér
þetta tvisvar, fyrr en trúað yrði. Þetta var þó satt og
óhrekjandi og skeði haustið 1893.
Nú eru 70 ár að baki, síðan þetta gerðist. Og af því
að þetta var svo einstætt í sinni röð, virðist ekki úr vegi
að draga fram í dagsljósið, hver stúlka þessi var, því að
svo er að sjá, sem kynsystur hennar er yfir blaðakosti
hafa að ráða, hafi algerlega gleymt henni, bæði fyrr og
síðar, og því dirfskufulla fordæmi, er hún í raun og veru
gaf ungum stúlkum á þeim tíma.
Kona sú, er hér um ræðir, hét Jórunn Jónsdóttir.Fædd
var hún að Litlu-Brekku í Hörgárdal 11. júlí 1874, dótt-
ir búandi hjóna þar, Önnu Margrétar Runólfsdóttur,
bónda Sveinssonar að Litla-Dunhaga í Arnarnesshreppi,
og Jóns Guðmundssonar, hreppstjóra að Stóra-Dunhaga
í Skriðuhreppi, Halldórssonar.
Föðursystir Jórunnar, sem hún var heitin eftir, var
dótturdóttir síra Þorsteins Hallgrímssonar, prests að
Stærra-Árskógi, og seinni konu hans, Elínar Halldórs-
dóttur. Voru þau Jórunn, amma Jórunnar, og Jónas
skáld frá Hrauni í Öxnadal, systkinabörn.
7 J
330 Heima er bezt