Heima er bezt - 01.09.1965, Side 19
Standandi frá vinstri: Ludvig Möller, Kristinn Erlendsson, Ingimar Eydal, Stefán Ó. Sigurðsson og Sigurður Bjarnason. Sitj-
andifrá vinstri: Stefán Marzson, Jórunn Jónsdóttir og Jón J. Dalmann.
Jórunn ólst upp í foreldrahúsum sem önnur börn á
þessum árum, án sérstakrar fræðslu annarrar en krafist
var af ungmennum til staðfestingar á skírnarheiti sínu.
Bar þá fljótt á því, að Jórunn væri mjög bókelsk og
mörgu barninu næmari á bókleg fræði, svo að eftirtekt
vakti.
Þegfar gfagnfræðaskólinn á Möðruvöllum í Hörgárdal
O O O f m t o
tók til starfa, var Jórunn sex ára. Var skolinn eingöngu
ætlaður piltum. Segja má, að Jórunni hafi ekki verið
ókunnugt urn hann, þótt í nokkurri fjarlægð væri, því
að kirkjusókn átti hún að Möðruvöllum, á meðan hún
dvaldi í heimabyggð sinni. Þá þurfti ekki ofna til upp-
hitunar kirkna, því að svo mátti segja, að allir sem vettl-
ingi gátu valdið, létu ekki á sér standa að sækja guðs-
hús sín á hverjum messudegi.
Svo liðu árin með sín margþættu störf í tilbreytinga-
leysinu. En það er eins og standi Ijúfur andvari frá skól-
anum á Möðruvöllum inn í þessa órofnu kyrrð sveita-
lífsins. Þangað komu margir ungir og vaskir menn víðs-
vegar að af landinu, sátu á skólabekknum venjulega tvo
vetur, luku námi með brottfararprófi og virðingartitl-
inurn „realstúdent“, sem síðar breyttist í „gagnfræðing-
ur“. Síðan hurfu þeir af sjónarsviðinu sem menn að
meiri, bæði að lærdómi og mannaðri framkomu.
Allt þctta fór ekki framhjá heimasætunni á Litlu-
Brekku. Þegar eftir ferminguna vaknar hjá henni löng-
un til meiri þekkingar og lærdóms. Hún fer því, án þess
að mikið beri á, að búa sig undir nám í gagnfræðaskól-
anum í tómstundum sínum. Ekki er þó vitað, að hún
hafi fengið sér aðra undirbúningsfræðslu, utan heimilis-
ins, en lítilsháttar tilsögn í dönsku tungumáli hjá Ólöfu
skáldkonu Sigurðardóttur, sem þá átti heimili að Hlöð-
um í Glæsibæjarhreppi, þar sem náfrændi Jórunnar bjó.
Til þessa ráðs mun Jórunn hafa gripið, því að margar
námsbækur skólans um þessar mundir voru skráðar á
danska tungu.
Þetta mun hafa verið seinni hluta vetrar árið 1893, því
að uin haustið 1893 settist Jórunn 19 ára að aldri í neðri
bekk gagnfræðaskólans, ásamt 17 bekkjarnautum sínum.
Við röðun eftir kunnáttu á miðsvetrarprófi varð hún sú
5. í röðinni ofan frá, og hélt því sæti síðan, meðan hún
sat í skólanum.
Haustið 1894, er hún settist í efri bekkinn, höfðu 7
sambekkingar hennar frá fyrra vetri þegar helzt úr lest-
inni, en einn núverandi bekkjarbróðir hennar sat sinn
annan vetur í efri bekk. Vorið 1895 luku 12 gagnfræð-
ingar burtfararprófi, og varð Jórunn þá sú 6. í röðinni
sökum þessa fráviks skólapiltsins.
Það er litlum vafa bundið, að hér hefur þurft bæði
áræði og sterkan vilja til að setjast á skólabekk innan um
tóma pilta á þessum árum, og jafnung sem hún var, að-
eins 19 ára. Er ekki ólíldega til getið, að þessi einstæð-
ings stúlka hafi ekki átt upp á pallborðið hjá piltunum
fyrst í stað. Mundi sennilega margri stúlkunni hafa snú-
Heima er bezt 331