Heima er bezt - 01.09.1965, Side 20

Heima er bezt - 01.09.1965, Side 20
izt hugur við þess háttar andstreymi. En Jórunn lét ekki bugast. Námið var henni nauðsyn, en ekki nauðung, eins og nú vill við brenna. Að breytzt hafi skoðun bekkjarbræðra Jórunnar á henni og þessu uppátæki hennar að afla sér sams konar sess í lífinu og sjálfir þeir, sést greinilega á því, að þeg- ar minnst var hálfrar aldar afmælis gagnfræðaskólans á skólastaðnum gamla árið 1930, leituðu Jórunni uppi þeir, sem eftir lifðu af þeim árgangi skólans og viðstaddir voru þá athöfn, og felldu hana inn í sinn hóp, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Til þess að fá glögga yfirsýn þess tíma sem Jórunn var að brjótast áfram til menntunar ásamt piltunum á Möðruvöllum, verður að líta nokkuð aftur í tímann. Jafnrétti kvenna var þá óþekkt hugtak. Kvenmannin- um var þá ætlað annað hlutverk í lífinu en að seilast inn á þáverandi yfirráðasvæði karlmannsins. Þessi hugsunar- háttur, að draga kynin í dilka, var allsráðandi, ekki að- eins í lok 19. aldar, heldur eimdi eftir af honum nokkuð fram á þá tuttugustu. Þremur árum á undan Jórunni, eða vorið 1890, fékk önnur íslenzk kona, og síðar þjóðkunn, Ólafía Jóhanns- dóttir, að þreyta fjórðabekkjar-próf í Latínuskólanum í Reykjavík. Hafði hún lært utan skóla sökum synjun- ar á skólasetu með piltum. Hér var því um dæmi að ræða, sem átti sér enga hliðstæðu. Meðan Jórunn naut kennslunnar á Möðruvöllum, var hún ekki í mötuneyti skólapilta. Að lokinni kennslu lásu nemendur hvorrar deildar námsefni næsta dags í sínum bekk. Jórunn mun því hafa komizt hjá að verða skot- spónn félaga sinna nema í undirbúningstímum sínum, en þess háttar framkomu þeirra mun hún, góðu heilli, hafa getað leitt hjá sér að mestu, því að svo var henni bóknámið hugþekkt, að hún gleymdi oftlega umhverf- inu. Fyrri vetur sinn á Möðruvöllum var Jórunn á vegum skólastjóra, Jóns Andréssonar Hjaltalíns, en seinni vet- urinn til húsa hjá húsmennsku-hjónum á Nunnuhóli, sem var býli stutta bæjarleið syðst og vestast á túni Möðruvalla. Að skólaveru sinni lokinni fékkst Jórunn við barna- kennslu um nokkur ár í nálægðum byggðum. Mun henni hafa látið sá starfi vel. Varð hún þó að víkja af því starfssviði fyrr en ella sökum þreytu í höfði samfara svima. Við bókina hélt hún tryggð, meðan stætt var. Lagði hún fyrir sig alls konar handunninn prjónaskap, sennilega sökum þess að jafnhliða því gat hún svalað lestrarfýsn sinni. Jórunn var mjög trúuð kona. Eftir að hún kynntist Arthur Gook, trúboða, á Akureyri og kenningakerfi hans, má segja að hún hafi unnið á hans vegum, meðan heilsan leyfði, bæði með því að fara söluferðir fyrir hann með rit hans, og þá og síðar við að þýða fyrir hann úr frummálinu (ensku) m. a. sögur, svo sem Ræningja- bælið, Barátta Allans og Arnarstapa eða Viðreisn Bent- leys, sem allar hafa verið sérprentaðar, auk þess sem þær voru birtar í blaði hans „Norðurljósinu“. Einnig lengri eða skemmri greinar, birtar í sama blaði. Þegar litið er yfir farinn veg Jórunnar, verður ekki annað sagt, en að skólaganga hennar hafi komið henni að góðu, og hún getað með starfi sínu beitt sér að þeim málefnum, sem henni voru hugþekkust: að glæða þekk- ingu annarra og auka á lífernisfegurð í kringum sig. Þegar aldur færðist yfir Jórunni, gerðist hún vist- maður á Elliheimilinu Skjaldarvík. Þar lézt hún, 89 ára að aldri, eftir 10 ára rúmlegu,og var jarðsungin að gömlu sóknarkirkjunni sinni, Möðruvallaklausturs kirkju 10. ágúst 1963. Þá er þetta hefur verið dregið fram í dagsins ljós, verður ósjálfrátt hugsað til þess, hvort ungu stúlkurnar hafi ekki tekið fjörkipp og flykkst að gagnfræðaskól- anum eftir þetta gefna fordæmi. Því er hægt að kynn- ast í eftirfarandi yfirliti: Frá 1880—1893 hafa skráðir nemendur numið 139 ný- sveinum, en það haust bætast við 18 nýliðar, og þar með sú stúlka, sem hér hefur verið getið. Frá 1895—1901 telj- ast 192 nýsveinar, en haustið 1901 koma 18 nýsveinar í skólann og 1 nýmær. — Orðið nýmær óþekkt í skólatíð Jórunnar. — Stúlka þessi hét Sigurlaug Jónsdóttir, fædd 19. janúar 1877 í Breiðuvík á Tjörnesi, dóttir Jóns Ein- arssonar, þáverandi bónda þar. Arið 1902 var sem kunnugt er örlagaríkt fyrir gagn- fræðaskólahald á Möðruvöllum, því að þá brann þetta reisulega 22 ára gamla hús til kaldra kola í marzmánuði það ár. Fram að aldamótum 1900 er ekki vitað um aðrar stúlkur en þessar þrjár, sem skráðar eru hér á eftir, og hugsuðu sér að hafa í fullu tré við hið svo kallaða sterk- ara kynið: 1. Ólafía Jóhannsdóttir, 2. Jórunn Jónsdóttir, 3. Elín- borg Jacobsen. BRÉFASKIPTI Kristjana Óttarsdóttir, Árbæ, Hrafnagilshreppi, Eyjafirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára. Regina Margrét Friðfinnsdóttir, Laugahlíð, Skagafirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—14 ára. Halldór Á. Guðmundsson, Laugaveg 147 A, Reykjavík, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 16—17 ára. Ingibjörg Snœvarr, Völlum, Svarfaðardal, Eyf., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 13—15 ára. Hrafnhildur Hallgrimsdóttir, Búðardal, Dalasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—15 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi. Magga Hrönn Árnadóttir, Stafholtsveggjum, Stafholtstung- um, Mýras., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 16—18 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Reynir Arnason, Stafholtsveggjum, Stafholtstungum, Mýras., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrin- um 10—12 ára. 332 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.