Heima er bezt - 01.09.1965, Page 21

Heima er bezt - 01.09.1965, Page 21
ÞATTUR ÆSKUNNAR RITSTJORI NAMSTJ HVAÐ UNGUR NEMUR Byggáin og öræfin milli jökulánna - Fagrar sveitir, íjallabyggéir, heiáalönd og audnir - Örnefnið Melrakkaslétta skýrir sig sjálft. Melrakki er eitt heitið sem þjóðin hefur gefið refnum, hinum skæða óvini sauðkindarinnar og bændanna. — En á Mel- rakkasléttu er kjörið land fyrir refinn. — Þar gátu ref- irnir lifað á sauðkindum og sjófangi. Fyrr á árum gekk sauðfé mikið sjálfala á Melrakkasléttu. Talið er að bæði á Sléttu og Langanesi beri refastofn- inn þess merki, að hann hafi blandast heimskautarefnum, er borizt hafi þar á land með hafís. Margoft hafa bjarndýr gengið á land á Melrakka- sléttu, þegar hafís var við landið. Eru til um það marg- ar sögur. Ein slík saga er í Þjóðsögum Ólafs Davíðs- sonar og heitir: Bjarndýr drepið með skærum. „Vetur einn rak hafís mikinn að Sléttu norður, og gengu nokkur bjarndýr á land. Voru menn mjög hrædd- ir við þau, eins og von var til. Á bæ einum þar á Sléttunni bjuggu fátæk hjón, og var ekki annað manna þar á bænum, en þau hjónin, ung- barn, sem þau áttu og vinnustúlka. Einu sinni þurfti bóndi að bregða sér til Raufarhafnar, en hann var mjög hræddur um, að bjarndýr myndu koma að bænum, á meðan hann væri að heiman. Hann tók það til bragðs, að skilja bjarndýra-lensu eftir úti fyrir bænum, er hann fór að heiman, því að það var trú manna, að bjarndýr leituðu ekki ekki á, þar sem þau sæju slík vopn fyrir. Bóndi hélt nú af stað og þóttist hafa vel um búið. Svo var húsum háttað á bænum, að baðstofa var uppi á palli og lá stigi þar upp. Nokkru eftir að bóndi var farinn, gekk húsfreyja út, og sá að bjarndýr kom labb- andi að bænum. Hún sá að eitthvað varð skjótt til bragðs að taka. Lét hún stúlkuna setjast með barnið á rúm uppi á pallinum, en sjálf settist hún undir stigann, þar sem skugga bar á og hélt á nýjum hárbeittum skærum, sem hún átti. Bjarndýrið ruddist nú inn göngin og sá ekki húsfreyju. Það gat ekki komizt upp á pallinn, en stóð á afturfótunum og teygði hrammana upp á pallbrúnina. Sætti húsfreyja þá lagi og rak skærin á kaf, þar sem hún hugsaði sér að hjartað væri í bjarndýrinu. Hitti hún rétt og datt bjamdýrið niður steindautt. En svo var það þungt og mikið, að ekki gátu þær mjakað því úr stað, og urðu þær að ganga yfir það, þangað til að bóndi kom heim.“ Á Melrakkasléttu eru tvö kauptún. Kópasker að vest- an og Raufarhöfn að austan. Er kauptúnið á Raufarhöfn vaxandi og frægur síldarbær. 5. ÞISTILFJÖRÐUR OG LANGANES Frá Raufarhöfn liggur nú sæmilegur bílvegur inn yfir svonefnda Hálsa og inn í Þistilfjörð. í fyrsta skipti, sem ég fór þessa leið, úr Þistilfirði út á Raufarhöfn, fór ég

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.