Heima er bezt - 01.09.1965, Page 24

Heima er bezt - 01.09.1965, Page 24
Gunnólfsvíkurfjall, séð frá Saurbce á Langanesströnd. Við það eru sýslu- mörk milli Norður-Þingeyjarsýslu og N orður-Mú lasýslu. hann hafði upp úr dýrunum. Varð hann nýtur bóndi. Sagt er að hann hafi haldið einum feldinum og börn hans öll hafi fæðzt á honum og höfðu þau öll bjarnyl. En sú var trú fyrr á öldum, að þau börn, sem fæddust á bjarnarfeldi, yrðu heitfeng og fyndu ekki til kulda, þótt kalt væri.“ 6. BREKKNAHEIÐI, LANGANESSTRENDUR OG SANDVÍKURHEIÐI í marzmánuði 1943 var ég staddur að Gunnarsstöð- um í Þistilfirði og lagði þaðan upp í langferð um Brekknaheiði, Langanesstrendur og Sandvíkurheiði til Vopnafjarðar. Á Gunnarsstöðum fékk ég hesta og fylgdarmann, Axel son bóndans, og lá leið okkar fyrst upp á Brekknaheiði. Er við höfðum skammt farið, sá ég einkennilega sýn. Ég sá hilla undir stórvaxinn mann í alhvítum klæðum með byssu um öxl. Mér komu í hug útilegumannasögur, þótt slíkt væri vitanlega fjarstæða, svo nærri byggð. — En því er oft þannig lýst, að þeir klæddust hvítum sauðargærum, en aldrei er sagt frá því, að þeir bæru byssur stórar um öxl. Ég benti fylgdar- manni mínum á þennan útilegumann, og hann sópaði strax burtu öllum ævintýrablæ af þessari sýn. Hann sagði að það væri venjulegt þar í sveit, að ef menn færu á rjúpnaveiðar, þegar jörð væri alsnjóa, þá færu þeir í hvítan slopp utan yfir fötin, til að leika á rjúpuna, er gæti þá síður greint manninn, sem væri að læðast að þeim. Þar með var þessu ævintýri lokið. Langanesstrendur liggja fyrir opnu hafi og norð- austanáttin er oft köld á þessum slóðum. Syðst er Bakka- flói og við flóann lítið kauptún er Höfn nefnist. Prests- setrið Skeggjastaðir er síðasti bærinn í byggð, er lagt er upp á Sandvíkurheiði. Sú heiði er ekki mjög hálend, en ákaflega löng milli byggða, eða um 22 km. Nú er kom- inn bílvegur yfir heiðina. Af Sandvíkurheiði er komið niður í Vopnafjörð. Leiðin frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði, um Langanes- strendur og Sandvíkurheiði í Vopnafjörð, er ekki mjög löng, þegar maður fer hana í huganum um leið og mað- ur les þessar línur, en í vetrarhríðum og haustrigning- um er leiðin löng, þótt maður sé sæmilega ríðandi. — Þessa leið fór ég oft á hestum árin 1941—1945, og stund- um í hríðarveðri. Ég á tvær ferðaminningar frá þessari leið, sem ég gleymi ekki, þótt árin líði. Önnur minning- in er hugljúf og böðuð í sól í minningum mínum, en af hinni minningunni stafar enginn ljómi, þótt segja megi, að minning sú sé líka ánægjuleg, úr því að ekki tókst verr tdl. Fyrri minningin er um ferð yfir Sandvíkurheiði á sólbjörtum vetrardegi, þar sem hvergi sást á dökkvan díl og varla markaði spor í harðfennið. Þorsteinn Stef- ánsson, fylgdarmaður minn úr Vopnafirði hafði sett undir mig gæðing ágætan, brúnan að lit, rismikinn tölt- ara, 55 þumlunga á hæð. Á þessum gæðingi, sem fór yf- ir heiðina á svifháu tölti, var leiðin ekki löng.--- Ég hef einu sinni flogið lágt eftir endilöngum Vatna- jökli í björtu veðri, í stillilogni. Frá þeirri flugferð á ég ekki ólíkar minningar og frá hinni svifléttu töltferð á brúna gæðingnum eftir rifahjaminu á Sandvíkurheiði. Hin ferðaminningin er frá ferð um Langanesstrend- ur. Um mánaðarmótin október og nóvember 1944, var 336 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.