Heima er bezt - 01.09.1965, Side 30

Heima er bezt - 01.09.1965, Side 30
I'RIÐJI HLUTI Erla vefur handleggjunum fast um háls bróður síns, og þau kveðjast með miklum innileik. En síðar hraðar Snorri sér út í bifreiðina til föður síns, og þeir aka í skyndi til flugvallarins. Þar kveður Magnús lögmaður son sinn og heldur síðan aftur í bæinn. Eftir skamma stund stígur Snorri flugstjóri upp í flugvél sína, og innan skamms, skýjum ofar, hverfur allt land úr augsýn. En endurminningin um þessa heim- komu hans fylgir honum um fjarlæg lönd og vekur í sál hans nýja, unaðsljúfa heimþrá, sem hann hefur aldrei áður þekkt. IV. Bænheyrsla. Dapurlegar fréttir berast frá Sjúkrahúsinu heim til Magnúsar hæstaréttarlögmanns. Frú Klara hefir nú ver- ið skorin upp, en læknamir telja mjög tvísýnt um líf hennar eftir skurðaðgerðina, og gefa aðeins veika von. Lögmaðurinn tekur þessum fréttum með karlmannlegri stillingu og hugprýði, en Eria er of mikið bam til þess að geta tekið þessu með rósemi og jafnaðargeði. Hún missir alla stjórn á tilfinningum sínum og grætur sárt og ofsalega. Magnús lögmaður reynir að hughreysta dóttur sína eftir beztu getu, en það er eins og orð hans megni ekk- ert í þá átt, og hann er alveg ráðþrota í fyrsta sinn á ævinni. Nanna hefir nú lokið störfum dagsins og gengur hljóðlega inn í herbergi þeirra stallsystranna. Hún hefir haft svo annríkt, síðan hinar dapurlegu fréttir bárast, að hún hefur lítið sem ekkert getað talað við Erlu, enda hefir faðir hennar að mestu setið á einmæli við hana frá því er hann færði henni fréttirnar. Þegar Nanna kemur inn í herbergið, liggur Erla á legubekk sínum, grúfir andlit sitt niður í koddann, og herðar hennar kippast til ótt og títt af ofsalegum gráti, en Magnús lögmaður simr fyrir framan dóttur sína og horfir á hana hryggur og ráðþrota. Hann lítur á Nönnu um leið og hún kemur inn í herbergið og rís þegar á fætur. — Það er gott að þú ert komin, segir hann lágt. — iMín orð megna ekki að hugga hana. — Ég skal gera hvað ég get, segir Nanna rólega. — Ég treysti þér líka til þess. Magnús tekur hlýtt um hönd Nönnu og þrýstir hana andartak í hljóðlátri þögn og hverfur síðan fram úr herberginu án þess að segja meira. Nanna gengur að legubekknum og setzt fyrir fram- an Erlu og leggur höndina mjúklega á herðar henni. — Erla mín, segir hún hægt og blíðlega, — hvað get ég gert fyrir þig? — Nanna! Erla ris upp í skyndi og kastar sér í fang- ið á Nönnu. — Ó, ég er svo hrædd um að mamma deyi, hún er svo mikið veik. Nanna strýkur blíðlega um votan vanga Erlu og seg- ir með óbifanlegri ró: — Reyndu að vera hugrökk, vina mín, þetta getur allt farið vel. — En ég er svo voðalega hrædd, hvað á ég að gera? — Hvað hefir þér verið kennt að gera fyrst og fremst, þegar vanda hefir borið að höndum? — Ekki neitt sérstakt. Mamma og pabbi hafa alltaf greitt úr öllum vanda fyrir mig. — En nú geta þau það ekki, og þá veiztu ekkert hvert þú átt að flýja? — Nei, ekki nema til þín. — Ég vil reynast þér sem bezt ég get á þessari sorg- arstundu, Erla mín, og gagnvart þessu vandamáli er ég vanmáttug eins og þú. En ég skal segja þér, hvað Sigur- rós fósturmóðir mín kenndi mér að gera fyrst og fremst, þegar ég var lítil, og einhvern vanda bar að höndum. — Já, segðu mér það, elsku Nanna mín. — Erla er nú alveg hætt að gráta. — Hún kenndi mér að fela Guði allt og biðja hann að hjálpa mér, og Hann hefur aldrei brugðizt. — En mamma kenndi mér bara að lesa Faðirvor, þeg- ar ég var lítil, og lét mig lesa það á kvöldin, áður en ég 342 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.