Heima er bezt - 01.09.1965, Qupperneq 31

Heima er bezt - 01.09.1965, Qupperneq 31
fór að sofa, en hún kenndi mér aldrei að biðja Guð svona, eins og þú kannt að gera. Heldurðu að hann lofi mömmu að lifa, ef ég bæði hann þess núna, þegar hún er svona voða mikið veik? — Já, Erla mín. Honum er enginn hlutur ómöguleg- ur, og þú hefir lært kristin fræði eins og ég. — Já, auðvitað gerði ég það. — Manstu þá ekki eftir mörgum kraftaverkum, sem Jesús Kristur gerði, það var alltaf verið að koma með sjúka menn til hans, og hann læknaði þá alla. — Já, en þá var hann hérna á jörðinni. — Já, Erla mín, ég veit það, en hann er alltaf sá sami, þó að við sjáum hann ekki hér á jörðinni, það sagði hann sjálfur við lærisveina sína: Sjá ég er með yður alla daga allt til enda veraldarinnar. — En hvað þú mannst þetta vel. En ég hef aldrei hugsað um þetta, síðan ég lærði það hjá prestinum ferm- ingarvorið mitt .... Ósköp ertu góð, Nanna mín, að rifja þetta upp fyrir mér núna, þegar ég á svona bágt. En ég kann bara ekld að biðja Guð nógu vel að lofa mömmu að lifa, því að mér hefir aldrei verið kennt að biðja hann svoleiðis. — Þú þarft ekki að hafa mörg orð, hjarta þitt er eins og opin bók fyrir Guði, þegar þú kemur fram fyrir hann í bæn. — Góða Nanna mín, hjálpaðu mér til að biðja Guð fyrir mömmu, að hún megi lifa. Erla horfir barnslega blíð og biðjandi á Nönnu. Nanna er bezt af öllum sem hún hefir kynnzt, og betri systur getur enginn átt. — Já, Erla mín, við skulum báðar biðja fyrir mömmu þinni að hún megi lifa, og nú skulum við krjúpa sam- an hérna við legubekkinn þinn. Þær rísa á fætur, og síðan krjúpa þær saman. Heit bæn fyrir frú Klöru, að hún megi lifa, stígur frá hjört- um þeirra beggja á hljóðlátan hátt. Allur ótti er horfinn úr sál Erlu, er bæninni lýkur, mamma hlýtur að lifa, Guð er svo góður. Eftir skamma stund er Erla háttuð og lögst til hvíld- ar, en Nanna situr hjá henni og heldur í hönd hennar, þar til hún er sofnuð værum blundi. Þá háttar Nanna einnig og leggst til hvíldar, en hugur hennar dvelur um stund við atburði kvöldsins. Hún er Sigurrósu fóstur- móður sinni þakklát fyrir allt sem hún hefir fyrir hana gert, en þó mest fyrir það, að hún skyldi kenna henni bami að þekkja Guð á réttan hátt, og nú gat hún bent þessari ungu barnslegu stúlku á þann veg í raunum henn- ar, af því að hún þekkti hann sjálf. Og Nönnu fannst á þessari stundu, að hún muni oft þurfa á því að halda sem veganesti í framtíðinni, og út frá þeirri hugsun sofnar hún. Erla vaknar af löngum, djúpum svefni. Faðir hennar stendur hjá henni við legubekkinn og strýkur hönd sinni blíðlega um vanga hennar. — Vina mín, það er kominn tími til að rísa úr rekkju, segir hann glaðlega. — Og nú hefi ég góðar fréttir að færa þér. Erla rís upp í skyndi: — Er mömmu farið að batna? — Já, það var hringt til mín frá sjúkrahúsinu snemma i morgun og mér tilkynnt að læknarnir telji hana nú úr allri lífshættu, það hafi skipt mjög snögglega um líðan hennar í nótt. — Ó, pabbi, svona er Guð góður. Nanna kenndi mér í gærkveldi að biðja Guð að lofa mömmu að lifa, og hann hefir heyrt bænirnar okkar. — Jæja, vina mín. Svo að Nanna leiddi þig inn á þá hraut í örvæntingu þinni í gærkvöld. — Já, pabbi, og þá var ég ekkert hrædd lengur. — Nanna er líklega dálítið einstök nútímastúlka, og mér þykir vænt um, að þú skulir hafa kynnst henni. — Fósturmóðir Nönnu kenndi henni þegar hún var lítdl, að biðja Guð alltaf að hjálpa sér, þegar hún átti eitthvað bágt, og hann gerði það alltaf. — En af hverju kennduð þið mamma mér þetta ekki líka pabbi? , Magnús lögmaður lítur niður fyrir sig og svarar ekki strax. Þessi barnslega spurning er sú viðkvæmasta, sem fyrir hann hefir verið lögð. Hví hefir hann ekki kennt barninu sínu að þekkja Guð á réttan hátt? Af því að hann hefir ekki iðkað trú sína sjálfur sem skyldi, þótt siðgæðishugsjón kristindómsins hafi ávallt í undirmeð- vitundinni stjórnað lífsviðhorfum hans og störfum. ,Hann strýkur um vanga Erlu og segir angurblíðum rómi: — Ég hefi ekki sjálfur átt næga trú til þess að geta kennt öðrum, en þú skalt taka Nönnu þér til fyrirmynd- ,ar í þeim efnum, — og það þyrfti ég einnig að gera, barnið mitt. — Nú veit ég, hve Guð er góður, og ég skal líka alltaf biðja hann. — Já, vina mín, gerðu það, því það er rétta hamingju- leiðin. — Erla snarast fram úr legubekknum og fer að klæða sig, en Magnús lögmaður gengur út úr herbergi dóttur sinnar. Þetta samtal þeirra gleymist honum ekki. Sál hans er frjór jarðvegur fyrir hið góða og fagra, hvar sem það mætir honum, og þrátt fyrir hans miklu mennt- un og þekkingu finnst honum nú, að hann eins og Erla hans litla muni þurfa að læra af bústýrunni ungu hið eina nauðsynlega. Tíminn líður. Frú Klara hressist óðum á sjúkrahúsinu, og einlæg gleði ríkir á heimili hennar. Nú er fagur sumarmorgunn. Magnús lögmaður og Erla eru bæði farin að heiman til vinnu sinnar, og Nanna er ein heima. Hún hefir lokið morgunstörfum sínum innan húss og gengur því næst út í blóma- og trjágarðinn umhverfis húsið, til að hreinsa þar og lagfæra. Sól ljómar í heiði, og hlýr sunnanblærinn ber með sér blómailm og viðar- angan að vitum hennar, en þröstur syngur í trjátoppi í garðinum skammt frá henni. Þetta er yndisleg morgunstund, þrungin fegurðar- töfrum íslenzkrar náttúru. Og Nanna er svo heilluð og önnum kafin við ánægjulegt starf sitt, að hún veitir því Heima er bezt 343

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.