Heima er bezt - 01.09.1965, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.09.1965, Qupperneq 32
enga eftirtekt að garðshliðið er opnað, og ungur ein- kennisklæddur maður kemur upp gangstíginn. En komumaðurinn veitir henni þegar athygli, þar sem hún krýpur meðal blómanna og hreinsar vandlega umhverfis þau, og hjarta hans örvar slögin af heitum fögnuði. Hér ber þá fundum þeirra saman að þessu sinni meðal angandi blóma. Hann gengur hljóðlega að hlið hennar, nemur þar staðar og segir þýtt og nærri því hvíslandi eins og sunnanblærinn: — Góðan daginn, Nanna. Hún réttir sig upp í skyndi við þetta óvænta ávarp og stendur nú allt í einu eins og feiminn krakki frammi fvrir Snorra Magnússyni flugstjóra. — Góðan daginn, svarar hún hæversk. Hann réttir fram höndina og ætlar að heilsa henni með handabandi, en hún lítur niður á molduga hönd sína og segir vandræðalega: — Eg er svo óhrein . . . — Það er bara gróðurmold blómanna í garðinum hérna heima, lofaðu mér að finna hana á hönd þinni. Utrétt hönd hans bíður hennar, og hún réttir honum þá molduga hönd sína, sem þegar er lukt í heitum og mjúkum lófa hans, og hann segir með björtu brosi: — Komdu blessuð og sæl og þökk fyrir síðast. — Þökk sömuleiðis, komdu sæll. Frá þéttu handtaki hans leiðir heitan, unaðsljúfan straum til hjarta hennar, og hún getur ekki stillt sig um að njóta þess nokkur andartök, en svo dregur hún að sér örlítið molduga höndina, sem engin óhreinindi hefir skilið eftir í lófa hans, og býst nú sem húsmóðir til þess að fylgja gestinum inn í húsið. En Snorri stendur kyrr í sömu sporum, gagntekinn af blóma-angan og yndisleik hennar og segir: — Eg hefi aldrei séð garðinn hérna eins fallegan og núna á þessum morgni. Þú kannt auðsjáanlega að annast um blómin, Nanna. — Eg hefi frekar iítið gert fyrir þennan garð, síðan ég kom hingað, en ég hefi yndi af blómarækt. — Hefir þú fengizt mikið við hana? — Alltaf eitthvað í garðinum heima á hverju sumri frá því ég var krakki. — Þú átt vissulega samleið með blómum vorsins, Nanna. Rödd hans er þrungin djúpri hrifningu og heit- um hljómblæ. Orð hans og hljómur raddarinnar örva hratt hjarta- slög hennar, barmurinn lyftist ótt og hnígur fyrir nýju voldugu lífsmagni, sem öll vitund hennar lýtur á þess- ari stundu. Hún beygir sig í skyndi til að leyna hraða blóðsins og tínir í flýti nokkur angandi blóm í vönd, sem hún ætlar að láta í blómaglas á dagstofuborðið að vanda. En svo hraðar hún sér að húsinu, og Snorri fylg- ir henni eftir, og hugur hans er sem ljúfur draumur. Hún opnar útidyrnar og býður honum að ganga inn, og þá er sem hann vakni að fullu: — Nú er ég á hraðri ferð, segir hann um leið og hann gengur inn í anddyrið. — Ég kom til landsins snemma í morgun og flýg strax upp úr hádeginu. Ég fékk undan- þágu til að heimsækja mömmu á sjúkrahúsið í morgun og er nú að koma þaðan. — Hvernig líður móður þinni? — Þakka þér fyrir, vel eftir ástæðum. — Það er gleðilegt. — Já, mjög svo. — Þú gerir svo vel að borða hádegisverð hér heima? — Nei, þakka þér fyrir, ég verð að mæta á flugvell- inum klukkan hálf tólf. — En ég gat ekki farið svo út aftur að koma ekki við hérna heima. Hann lítur fast á hana og brosir sínu bjarta fallega brosi, og Nanna mætir því og svarar því ósjálfrátt á sama hátt. Þau eru nú komin inn í borðstofuna. Nanna lætur blómin í glas sem stendur á skáp, en síðan snýr hún sér að Snorra og spyr: — Hvað má ég bjóða þér, fyrst þú ætlar ekki að borða hádegisverð, — kaffi, öl eða ís? — ís! áttu ís? ~ Já; — Býrðu hann til sjálf? — Já- — Þá kýs ég hann helzt. — Hann tekur sér sæti við borðið, en hún hraðar sér fram í baðldefann og þvær og snyrtir sig í flýti, en síð- an dúkar hún borðstofuborðið og ber þangað ísinn, og að lokum setur hún blómaglasið á borðið til að skreyta það. Snorri fylgist með hverju handtaki hennar og hreyf- ingu, allt ber ríkum fegurðarsmekk hennar vitni, en hann sér að hún ætlar honum einum borðhaldið, og hann segir því er hún hefir lokið að bera fram ísinn: — Ég nýt ekki þessa uppáhaldsréttar míns, nema þú sitjir til borðs með mér, Nanna. — Jæja. Hún brosir örlítið feimnislega. — Ég skal þá gera eins og þú óskar. — Þakka þér fyrir. Hún nær sér í áhöld og setzt til borðs með flugstjór- anum, og ísinn er nægilegur handa tveimur. Þau snæða í Ijúfri þögn ágætan veizluréttinn, og blómailmurinn veitir þessu fyrsta sameiginlega borðhaldi þeirra hug- ljúfan blæ. Það er eins og hvorugt þeirra geti hafið sam- ræður, og að hugsanir þeirra beggja séu hljóðar, og að hvorugt þeirra vilji rjúfa að fyrra bragði töfra þessarar þagnhelgu stundar. En tíminn er fljótur að líða. Klukkan í borðstofunni slær ellefu högg og þá má flugstjórinn ekki sitja lengur hér að þessu sinni. Starfið kallar brátt. Hann hefir borð- að sig mettan og hefði gjarnan viljað sitja lengur, en nú verður hann að hringja í leigubíl í skyndi. Hann rýfur því helgi þagnarinnar og segir: — Þá gefur tíminn mér ekki lengur grið. Ég bið þig að skila kærri kveðju frá mér til Erlu systur og pabba og segja þeim, hvað ég hafi verið á hraðri ferð. — Ég skal gera það, segir Nanna. Hann rís á fætur og réttir Nönnu höndina: 344 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.