Heima er bezt - 01.09.1965, Side 33

Heima er bezt - 01.09.1965, Side 33
— Ég þakka þér þessa yndislegu stund, Nanna, og ís- inn þinn góða. — Verði þér að góðu, svárar hún lágt og dregur svo að sér höndina. Snorri snarast að símanum og hringir eftir leigubif- reið, en síðan bregður hann sér inn í einkaherbergi sitt örskamma stund. Nanna er þegar komin fram í eldhús- ið og tekin þar til starfa. Brátt koma feðginin heim til hádegisverðar, og hún verður að hafa hraðann á, svo að allt verði tilbúið handa þeim á réttum tíma að vanda. En nú er leigubíllinn kominn og gerir vart við sig rétt íyrir utan. Snorri snarast inn í eldhúsið og kveður Nönnu í skyndi með þéttu handabandi, en um leið mæt- ast augu þeirra nokkur andartök, og þau birta á sínu hljóða máli dýrustu leyndardóma lífsins. Hljóðmerkin að utan kalla á ný. Snorri hraðar sér út og hleypur upp í bifreiðina, sem þegar brunar af stað. Nanna framreiðir hádegisverðinn í flýti, og hann er kominn á borðið á réttum tíma. Feðginin koma stund- víslega heim, og Nanna skilar til þeirra kveðjunum frá Snorra og segir þeim, hve tímabundinn hann hafi verið, en þau eru ekkert óvön því að hann sé á slíkri hrað- ferð, að þau fái ekki að sjá hann fyrr en ef til vill í næstu ferð. Klukkan er langt gengin í eitt, og Magnús lögmaður og Erla eru farin að heiman til vinnu sinnar. Nanna er ein í eldhúsinu og þvær leirinn eftir hádegisverðinn. Vaskurinn er undir eldhúsglugganum, og er þaðan mik- ið víðsýni. Henni verður litið út um gluggann, en að þessu sinni leita augu hennar ósjálfrátt upp í blátt heið- ið, sem örfá sólroðin ský skreyta í fjarska, og hennar helgustu þrár fá fleyga vængi og fylgja ungum flug- stjóra til framandi ianda. Hún getur ekki við það ráð- ið. — Snorri Alagnússon flugstjóri stjórnar loftfari sínu djarfur og öruggur ofar sólgullnum skýjum á för til framandi landa, en hjarta hans þráir heim. Hann er orð- inn ástfanginn. V. Óvænt gleði. Föstudag-ur hverrar viku er miltill annadagur hjá Nönnu Harðardóttur. Þá hreinsar hún stofurnar og bak- ar vikuforða af allskonar kökum og býr til ís og fleira lostæti til helgarinnar. Þó að heimilið sé ekki mannmargt hefir Nanna alltaf nóg að starfa, og þar er líka allt eins fullkomið og hugsast getur og föng eru á. Nú er komið föstudagskvöld. Magnús lögmaður og Erla eru komin heim frá störfum og hafa snætt kvöld- verð, en að honum loknum setzt Magnús inn í setustof- una og hlustar á útvarpið, en það er vani hans. Nanna stendur við stórbakstur og hefir enn ekki nærri lokið honum. Erla kemur nú inn í eldhúsið til Nönnu og bið- ur um að mega hjálpa henni, en það er venja hennar þegar hún er heima, að vilja taka þátt í heimiiisstörfun- um með Nönnu og hjálpa henni. Og Nanna þiggur það líka ávallt með gleði, þótt hún sé fyllilega einfær með heimilisstörfin, en hún hefir yndi af nærveru Erlu, eins og þær séu systur. Erla hefir lært margt af Nönnu þennan tíma sem þær hafa verið samvistum, og vinátta beggja er einlæg og innileg. Hún hjálpar Nönnu nú við baksturinn, og allt gengur fljótt og vel. Þær ræða glaðlega saman, og Erla er kát eins og krakld, hún er sakleysið sjálft, þótt hún sé komin á seytjánda árið. — Ósköp bakar þú mikið af fínum kökum núna, segir Erla brosandi um leið og hún raðar í fullan dúnk af ilmandi smákökum. — Áttu von á gestum, eða hvað? — Ég? nei, það koma engir gestir hingað til að heim- sækja mig. — Mér þykir bara svolítið skrítið, að nú skuli aldrei vera hér nein gestaboð eins og meðan mamma var heima, en þá var stöðugt þetta gestafargan. — Saknar þú þess, Erla mín? — Nei, síður en svo, ég var oft svo þreytt á þessum gestaboðum, mér fannst ég vera eitthvað svo ófrjáls innan um allt þetta heldra fólk, maður varð að haga sér eftir vissum reglum í framkomu og fasi, svo að mömmu líkaði, en svona vil ég hafa það hérna heima, eins og við höfum það nú, og þá fæ ég að njóta mín. — Jæja, vina mín, það er gott að þú ert ánægð. — Já, sannarlega, og ég vildi óska að það yrði svona líka, þegar mamma kemur heim. En hvenær skyldi Snorri bróðir koma heim næst, mér finnst svo voðalega langt síðan ég hefi séð hann. Er það ekki eins með þig, Nanna mín? Nanna roðnar óþægilega mikið og varast að líta á Erlu: — Það er nú ekki svo langt síðan ég sá hann, svarar hún eins eðlilega og henni er frekast unnt. — Nei, það er alveg satt, hann kom hingað heim til þín síðast þegar hann var á ferðinni, en ég fékk ekki að sjá hann þá. En einhverntíma í sumar ætlar hann að dvelja svolítinn tíma hérna heima, og þá hlakka ég til, gerir þú það ekki líka? — Nanna er nokkuð sein til svars, hún vill ekki segja allan sannleikann í því máli, og hún vill ekki heldur skrökva, svo að svarið er ekki alveg á reiðum höndum, en hún losnar skyndilega og óvænt úr þessu vanda: sím- inn tekur að hringja ákaft, og Erla bregður sér fram úr eldhúsinu til að svara, en faðir hennar er þegar kominn fram og svarar í símann. Erla fer þá aftur inn í eldhúsið og heldur áfram að hjálpa Nönnu, en hún tekur ekki upp samtalsþráðinn, þar sem frá var horfið, og því er Nanna fegin. Nú ríkir stutt þögn. Þegar Magnús lögmaður hefir lokið símtalinu, kemur Heima er bezt 345

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.