Heima er bezt - 01.09.1965, Síða 35

Heima er bezt - 01.09.1965, Síða 35
424. Ég hleyp eins og fætur toga burt frá flökkuntanna-búðunum. En skyndi- lega kemur ungur maður fram úr skúg- arkjarrinu og grípur í handlegginn á mér: — Stillt’ þig gæðingur! kallar hann. — Hvað er um að veraf 425. Meðan ég er að segja unga mann- inum sögu mína, koma flökkumennirnir hlaupandi til okkar. Og þeir hlusta jafn- vel á sögu mína. Virðist þeim þá renna reiðin og verða nú afar vingjarnlegir. 426. Við vissum ekki, að þetta væri hundurinn þinn, segir einn Sígauninn. Við héldum að gamla frúin ætti hann. .... Ég fer nú aftur til flökkumanna- búðanna með þessum náungum, og þar fæ ég Mikka aftur! 427. Og ég fæ ekki aðeins Mikka, held- ur líka körfu undir Mikka til að festa á bögglagrindina. Nú skín sól í heiði! — Glaður og sigri hrósandi hjóla ég nú heim aftur með minn trygga Mikka. 428. Við heimkomuna mæti ég frú Berman á hlaðinu. Hún horfir byrst á mig og Mikka og segir valdsmannlega: — Verði ekki hundurinn sá arna rekinn burt af heimilinu, segi ég upp hjá lög- manninum! 429. Síðan kemur Haukur lögmaður út á hlaðið og segir við mig: — Frú Berman hótar að segja upp og fara héðan, losir þú þig ekki við hundinn, segir hann. — Hér er því ekki um annað að ræða: Þú verður að láta frá þér hundinn, Oli! 430. Láta írá mér hundinn! svara ég skelkaður. Er svo að skilja, að ég eigi að láta Mikka frá mér? Það get ég aldrei sætt mig við. Mikki verður hjá mér, — annars fer ég burt líka .... 431. Jæja, þú ætlar þá líka að gera uppistand, segir Iögmaðurinn reiður. En þá skal ég kenna þér annað lag .... Hann þrífur í handlegginn á mér og fer með mig upp í herbergi mitt og læsir mig þar inni. 432. Um kvöldið sé ég út um gluggann, að maður gengur burt frá húsinu með hund í bandi. Mér verður bilt við. Mikki! Já, sannarlega er þetta Mikki! Lögmaðurinn hefur þá gefið einhverjum elsku Mikka minn!

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.