Heima er bezt - 01.11.1965, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.11.1965, Blaðsíða 9
veðráttan og færðin misjöfn. Þó fór hann milli lands- hluta á strandferðaskipum, og stundum var honum fylgt á hestum. A ferðalögum þessum kynntist hann landi og lýð og eignaðist kunningsskap margra, sem hann metur mikils og varað hefur síðan. Fyrirlestrar Jóns voru vel sóttir, og í sambandi við þá voru hafðar almennar umræður. Kom þá fyrir, að and- stæðingar samvinnustefnunnar létu til sín heyra: gripu fram í eða kvöddu sér hljóðs. Líkaði Jóni vel að fá tækifæri til að skylmast við þá í orðum til þess að sýna þannig yfirburði málstaðarins, sem hann rak erindi fyr- ir. Hefi ég kynnzt því, að mönnum, sem þá voru ungir, eru ennþá minnisstæð snjöll viðbrögð Jóns frá Yztafelli í ræðum á þessum löngu hjáliðnu mannfundum. Áreiðanlega voru fyrirlestraferðir Jóns — og föður hans áður — mjög til eflingar og útbreiðslu rétts skiln- ings á mikilvægi samvinnustefnunnar. VI. Nú víkur þangað sögu, að Jón í Yztafelli er beðinn að gerast skólastjóri við héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði 1934. Mun það hafa verið að ráðum Jónasar Jónssonar frá Hriflu, fyrrum sveitunga Jóns og kenn- ara hans í skóla sveitarinnar. Þekkti Jónas að sjálfsögðu vel hina miklu hæfileika Jóns og dugnað í störfum. Skólinn hafði að undanförnu átt í erfiðleikum off ekki þrifizt sem skyldi. Jón tók sér umhugsunarfrest, áður en hann svaraði málaleitan þessari. Hann hafði ekki gengið menntaveg hinna lærðu manna. Það vissi hann að gat orðið til baga við skólastjórastarfið. Öll hans skólaganga hafði verið: Tveir mánuðir við nám að Ljósavatni hjá séra Sigtryggi Guðlaugssyni, sem seinna varð prestur á Núpi í Dýra- firði. Tveir mánuðir í unglingaskóla að Ljósavatni hjá Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Seinni hluti vetrar í unglinga- skóla Benedikts Björnssonar á Húsavík. Einn vetur í Bændaskólanum á Hólurn. En svo var sjálfsnámið, — uppeldið á menningarheim- ili, — áhrif hinnar mikið umræddu þingeysku menning- ar. Hvað mátti treysta þeim undirstöðum, þegar til þess kæmi að stýra fjölmennum æskulýðsskóla og miðla fjöl- þættri fræðslu? Hins vegar var fjárhagur heimilisins þröngur eins og sakir stóðu vegna áfallinna skulda, — og svo var hin andlega athafnaþrá, sem hvatti. Niðurstaðan varð, að Jón tók áhættuna, réð sig sem skólastjóra, leigði bú sitt og jarðnæði til bráðabirgða, því að aftur skyldi koma til föðurleifðarinnar innan skamms, fór einn síns liðs að Reykjum haustið 1934, en flutti fjölskyldu sína þangað vorið eftir. Á Reykjum gegndi Jón skólastjórastarfi í þrjú ár og lánaðist vel. Komu þar að góðu haldi yfirgripsmiklar gáfur hans, lífstrú og mælska. Mér hafa sagt nemendur Frá vinstri lil heegri: Ján Sigurðsson, Sigurður Jónsson og Jón Sigurðsson yngri. Frá vinstri: Helga Friðgeirsdóttir, Kristbjörg Jónsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Fanney Hreinsdóttir. úr skólanum frá þessum árum, að hann hafi kennt sem þjóðrækinn og bjartsýnn vökumaður og jafnan náð áheyrn. Sjálfur telur Jón, að skólastjóraárin hafi verið sér lær- dómsrík og yfirleitt skemmtileg, þó að oft þyrfti á vandmeðförnum málum og viðkvæmum að taka. Jón lætur þess jafnan getið, þegar þessi ár hans eru til umræðu, að kona sín hafi veitt sér ómetanlegan stuðn- ing við stjórn skólaheimilisins. Og ennfremur tekur hann fram, að hann hafi haft ágæta samstarfsmenn aðra, sem hann eigi mikið að þakka. í því sambandi nefnir hann t. d. séra Jón Guðnason, sem var fastur kennari við skól- ann, Áskel Jónsson frá Mýri í Bárðardal, sem kenndi söng og var auk þess ráðsmaður skólans, Sigurð Egils- son frá Laxamýri, sem var smíðakennari os mátti vesjna Heima er bezt 393

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.