Heima er bezt - 01.11.1965, Blaðsíða 16
GUÐMUNDUR J. EINARSSON:
ulnuð blöd
fráj-fc
awau
„En attjarðarböndum mig grípur hver grund,
sem grær kringum íslendings bein.“
yrir hartnær 30 Árum endaði gamall Islending-
ur ævi sína suður á Hawaii. Þar hafði hann búið
síðustu 20 árin. Hann hét Gísli og var Breið-
firðingur í báðar ættir. Faðir hans hét Guðmund-
ur Oddgeirsson, síðast bóndi í Sauðeyjum á Breiðafirði.
Annars voru þeir feðgar báðir fæddir í Flatey. Móðir
Gísla var Sigríður Andrésdóttir, en móðir Sigríðar,
Guðrún, var alsystir Flelgu á Hallsteinsnesi, Þóru í
Skógum, móður Matthíasar þjóðskálds, og Guðmund-
ar föður Theódóru Thoroddsen.
Gísli var snemma harðger unglingur, og þótti fara sín-
ar eigin leiðir, stundum meira en venjulegt var um
unglinga á þeini árurn. Sem barn heyrði sá, er þetta rit-
ar nokkrar sögur af því, en þær verða ekki skráðar á
þessi blöð.
Á harðindaárunum eftir 1880 urðu miklir mannflutn-
ingar til Vesturheims. Jafnvel nokkrir eyjabændur slóg-
ust í för með Vesturheimsförunum, og var þar þó eng-
in búsvelta. Gísli Guðmundsson var fæddur árið 1865,
og mun hafa verið tæplega tvítugur að aldri, þegar hann
fór til Kanada ásamt alsystur sinni Sesselju. Hvort Gísli
dvaldi lengri eða skemmri tíma í Kanada veit ég ekki,
en hann fór víða um Bandaríkin og Kanada. En eins og
áður er sagt, dvaldi hann síðustu 20 árin á Hawaii. Hann
var ófaglærður maður og varð því alls staðar að stunda
algenga verkamannavinnu, og komst aldrei í efni sem
kallað er, átti svona vel í sig og á. Bróður átti Gísli, Sig-
urmund Guðmundsson, er bjó á Fossá meira en hálfa
öld, og er nýlega látinn. Einnig hálfsystur, Sigurrósu,
sem enn lifir á Patreksfirði.
Það var á síðastliðnum vetri, að ég af sérstakri hend-
ingu fékk að sjá nokkur af bréfum þeim sem Gísli hafði
skrifað Sigurmundi bróður sínum, eftir að hann flutti
til Hawaii. Og mér þótti svo mikið til þeirra koma, að
ég féll í stafi við lestur þeirra. Elztu bréfin eru frá 1920,
og hafði Gísli þá dvalið fjarri löndum sínum nær 40 ár.
Og það sem mig undraði mest var, að hvergi nokkurs
staðar í öllum bréfunum finnst útlend sletta, nema yfir
hluti, sem ekki voru til á Islandi í æsku hans, og ekkert
nafn var til yfir. Aðeins á tveim stöðum í öllum bréfun-
um virðist hann hafa gleymt íslenzkunni og notar ensk
orð í stað þeirra.
Bréf Gísla eru svo fróðleg og skemmtileg, að ég fór
þess á leit við núverandi eiganda þeirra, að ég mætti
birta þau á prenti, ef einhvert tímarit teldi birtingu
þeirra ómaks verða. Ég hefi ekki breytt neinu orði í
bréfunum, en skrifa alls staðar é í stað je. Gísli skrifaði
dáfallega rithönd. Naut þó aldrei neinnar skólamennt-
unar. Réttritun hans mun vera í góðu meðallagi eftir
því sem gerist um ómenntaða alþýðumenn.
Hirði ég svo ekki að hafa þennan formála lengri, enda
tala bréfin sjálf máli sínu. Hann nefndi sig G. Good-
mann í stað Guðmundsson, enda munu flestir íslend-
ingar hafa orðið að breyta eitthvað nafni sínu eftir að
kom til Vesturheims.
Ég hefi raðað bréfunum eftir aldri, þau elztu fyrst, en
síðustu bréfin seinast. Vona ég að fleiri en ég hafi gam-
an af lestri þeirra.
400 Heima er bezt