Heima er bezt - 01.11.1965, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.11.1965, Blaðsíða 15
Deildarárgil. A slikum stöðum kunni fjllinn vel við sig. en viss tala fýlunga var lögð á móti gemlings-fóðrinu. Þessi viðskipti voru hefðbundin áratugum saman. Og víst er um það, að hjá þeim sem mesta höfðu fýlunga- tekjuna, var þetta árviss og drjúg tekjulind. Vetrar-veiðar. Annars vegar var svo veiði gamla fýlsins á vetrum. Þá veiði gátu miklu færri notfært sér svo að nokkru næmi. Það voru aðeins bændur í Dyrhóla-hverfi, sem veiddu í Dyrhólaey, bændur í Reynis-hverfi sem veiddu í Reynisfjalli, og svo Víkur-bændur sem veiddu í Víkur- kletti, en hann er austur með Víkur-hömrum. í þessum stöðum var mikil mergð af fýlum, sem flaug upp af sjónum og sótti til fjallanna, þar sem fýlabyggð var á sumrum. Það var aðeins á umræddum stöðum þar sem fýllinn var á ferð, að hægt var að veiða hann. Áður fyrr var stundað í Mýrdal að skjóta vetrar-fýl- inn, en eftir að háfurinn kom til sögunnar laust fyrir síðustu aldamót, var eingöngu veitt í háf á áðurnefnd- um stöðum. Háfurinn var útbúinn sem nú skal greina: Fyrst var 13 feta langt tréskaft, og við það voru fest- ar spækur 5 feta langar. Á þær var svo fest net með snúru, og spækurnar síðan hertar saman að framan. í neðri enda háfsskaftsins var rekinn stálbroddur, og var þá háfurinn albúinn til veiða. Seturnar þar sem verið var að veiði, voru helzt snas- ir og nef, sem gengu fram úr fjöllunum. Þar sátu veiði- menn og háfuðu fýlinn, er hann flaug svo nærri að til hans næðist með háfnum. Sérstakt veður þurfti til slíkra veiða. Eigi mátti vind- ur vera meiri en svo, að veiðimaður réði við háfinn. En vindátt var nauðsynleg, flaug fýllinn þá venjulega upp í vindinn meðfram berginu. Hálsanef i Reynisfjalli. Þar veiddu Reynishverfingar fýl og lunda. Veiðitími til vetrarveiða fýlsins var frá fyrsta nóvem- ber til marzloka ár hvert. Állmisjafnt var það, hversu mikið veiddist á dag, stundum 40—50 fýlar, en svo suma daga miklu meira, allt að 200—300 fýlar. Var það allt undir veðrinu komið, hversu mikil varð veiðin. Misjafnt var það og, hversu iagnir veiðimenn voru. Voru sumir hreinir snillingar, en aðrir mestu klaufar, eins og gengur. Venjulega voru það sömu mennirnir, sem þessa veiði stunduðu og urðu þá af reynslunni bæði áræðnir og handvissir. Lundaveiðin. Lundaveiðin fór fram á sama hátt og fýlaveiðin. — Lundinn var háfaður og var veiðitíminn frá tuttugasta júní og fram í byrjun ágústmánaðar. í Mýrdal var lundi ekki veiddur svo nokkru næmi, nema í Reynisfjalli, en þar var veitt allmikið af honum. Víkurbúar veiddu út á Urð, sem svo heitir. Var þar hægt að veiða víða í urðinni, og mun metveiði þar hafa verið um 600 á dag. Reynis-hverfingar veiddu lundann á sömu slóðum og fýlinn, og einnig víðar eftir því sem vindur blés í hvert sinn. Oft var lundinn veiddur í urðum austan undir Reyn- isfjalli, og svo í vestanverðu fjallinu, á Hálsanefjum og Grindanefi, sem svo eru nefnd. Teljast verður að fuglaveiðar Mýrdælinga hafi verið all-drjúgur þáttur í atvinnulífi þeirra um langt árabil. Og svo sem íþrótt stælti veiði þessi unga menn í hug- dirfsku og áræði. Enda var það svo, að ýmsir kappar komu þar við sögu fyrr og síðar. Veiðar þessar voru drjúgur liður í matvæla-öflun fjölda heimila, og fiðursala talsverður tekjuliður margra. Nú eru veiðar þessar lagðar niður. Að vísu er það svo enn, að einstaka menn skreppa í fjall bæði vetur og sumar. En sem reglubundin atvinna eru veiðar þessar úr sögunni. Heima er bezt 399

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.