Heima er bezt - 01.11.1965, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.11.1965, Blaðsíða 20
kom þá engu orði upp fyrir stami. Leitaði hann þá inn til konu sinnar, væri þess nokkur kostur, og var þá ekki skorið utan af því, sem sagt var. Enda var hún fyrir þeim hjónum að greind og bæði orðhvöss og illorð, væri því að skipta. Eitt sinn að haustlagi kom þar Björn hreppstjóri að venju á sinni yfirreið og hitti Eirík bónda á hlaði úti. Björn vék strax að sínu erindi, en deildi samt hart á Ei- rík út af „strákastóðinu“ og sveitarþyngslunum, sem hann ylli með því að unga þessu öllu út, öllum til óþurft- ar, en engum til gagns. Eiríkur varð brátt óðamála, en gat lítilli vörn beitt fyrir stami. Hann tók þá það ráð að hlaupa inn göngin að baðstofudyrum, en þar inni sat Katrín húsfreyja við sín verk. Reyndi nú Eiríkur að segja henni sem greini- legast, hvað Björn hefði sagt, en hún lét hann svo aftur flytja svör frá sér. Og þannig gekk þetta um hríð, að hann hljóp á milli þeirra með svörin sitt á hvað. Þar kom þó að lokum, að Björn sagði eitthvað, sem algerlega gekk fram af Eiríki. Hljóp hann þá inn og sagði konu sinni á sinn vana hátt: Já, hvað á nú að segja, Katrín kona? En húsfreyju varð ekki svarafátt fremur venju: „Segðu honum frá mér, að það sitji ekki á honum að láta svona, hann sem hafi legið hundrað sinnum fyrir eitt hjá konu þinni Katrínu.“ Þegar Björn hreppstjóri fékk þessi svör, hristi hann höfuðið, steig á bak og reið á braut. Talið var, er þessi svör Katrínar bárust víða, að einu sinni hafi þetta sennilega skeð, þótt Katrín hundrað- faldi það. Og Ingibjörg Katrínardóttir hafi þá átt sér föður! SYNIR NESHJÓNA Nesbræður náðu allir fullorðinsaldri og furðumiklum þroska eftir því sem aðbúð öll gat veitt þeim á uppvaxt- arárunum. Þeir voru að ýmsu leyti fremur héralegir og ekki orðhagir, en kátína og glaðlyndi fylgdi þeim ávalt og yfirleitt taldir seiglingsmenn þeir sem kvæntust. En það gerðu þeir allir nema Eiríkur og annar Jóninn,fengu dugandi konur, og er margt fólk frá þessum bræðrum komið. Skulu hér nú taldir allir 11 bræðurnir frá Hærukolls- nesi: 1. Antoníus eldri átti bæ á hæðinni vestan við bæinn á Hálsi í Hamarsfirði og hét á Kringnum. Var þar lítil grasnyt, og átti hann aðeins kindur í fyrstu. Og efna- laus var hann, er hann hóf búskap. En byssu átti hann og á henni mun hann hafa lifað að mestu leyti, meðan efni voru að aukast. Var hann talinn frægasta skytta, sem allt lá dautt fyrir. Veiddi hann fugla og seli, og hnísur eftir að hann eignaðist bát, en yfir hann komst hann fljótt, og varð bátur þessi honum drjúgur til fanga. Og einu sinni skaut hann bjarndýr og seldi Weyvatt kaupmanni feldinn. Á Kringnum bjó Antoníus í 12 ár og efnaðist vel. Þaðan flutti hann að Steinaborg á Berufjarðarströnd og keypti þá jörð, bjó þar góðu búi og var talinn efnabóndi. Átti hann margt af sauðum sem mest gengu úti í landi nábúanna, því Steinaborg telst landlítil jörð. Heldur þótti Antoníus andlega þunnur, en hafði gott gróðavit. Eitt sinn kom hann þar sem nokkrir menn ræddust við og gaf sig á tal við þá. Spurði hann þá loks meðal annars, hvort hann ætti ekki að lofa þeim að ráða gátu, en hún var á þessa lund: „Ég þekkti mann, sem stal og stal, þangað til hann var orðinn vellríkur. Þá hætti ég.“ Það töldu menn, að gátan væri um hann sjálfan. Ekki fór þó orð af Antoníusi, að hann væri þjófgef- inn. En sjálfsagt skaut hann æðarfugl og sel í friðlýst- um lögnum, og við það hefur hann átt. En gátuna hef- ur hann ekki getað samið flóknari en raun varð á. Laust eftir 1880 seldi Antoníus jörð sína og bú Stef- áni Guðmundssyni verzlunarstjóra á Djúpavogi og flutti til Vesturheims með konu og börn. Var sagt, að honum hefði vegnað þar vel. 2. Antoníus yngri var hér kallaður staukur, líklega til aðgreiningar frá bróður sínum. Hann fluttist til Fá- skrúðsfjarðar, kvæntist þar eystra og varð gamall maður. 3. Sigurður eldri kvað hafa staðfestst á Eskifirði. Kona hans hét Þórunn Árnadóttir Sveinssonar prests á Hofi Péturssonar. Synir þeirra voru Lúðvík og Tómas, út- gerðarmenn á Norðfirði. 4. Sigurður yngri kvæntist á Djúpavogi, kona Katrín. Dóttir þeirra Katrín giftist Steingrími Jakobssyni. Þau áttu nokkur börn, m. a. Karl Ingimund og Antoníu, sem öll hafa verið búsett þar í þorpinu. Er margt niðja frá þeim komið þar eystra og víðar. 5. Einar, kona Kristín Magnúsdóttir ríka á Bragða- völlum. Varð ekki langlífur. Þau áttu eina dóttur, sem Helga hét. Hún giftist Guðna Jónssyni. Þau bjuggu á Veturhúsum í Hamarsdal og áttu margt barna. Mun margt þeirra hafa dáið úr berklum í uppvexti. 6. Björn dó á miðjum aldri, kvæntur en barnlaus. Bjó um hríð í Jökuldalsheiði, en dó í Papey. 7. Gísli varð kunnastur þeirra bræðra. Hann var póst- ur um fjölda ára og þótti duglegur ferðamaður og sér- lega fréttafróður. En á þeim árum bárust fréttir helzt með póstum. En ekki þóttu fréttir hans ávallt reynast vel sannar. Var hann því nefndur Gísli sannleikur, eða jafnvel „stóri sannleikur“. Hann var kvæntur og átti eina dóttur barna. Hann bjó um skeið á Fljótsdalshér- aði, þar sem hét í Hallberuhúsum á Ketilsstöðum á Völl- um. Hann spilaði mikið lomber við bóndann á Ketils- stöðum og aðra, upp á peninga, og sagt var, að Sigurður bóndi hefði stundum hirt gemlinga Gísla á vorin upp í spilaskuldir. Hann spilaði einnig í póstferðum sínum og tapaði alltaf. Gísli flutti síðar til Seyðisfjarðar. Dóttir hans giftist manni þeim, sem tók við póstferðunum af Gísla norður um land til Grímsstaða. Eitt sinn er hann var að leggja 404 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.